Pistillinn: Ómetanlegur stuðningur Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 9. júlí 2011 09:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Frjálsar Íþróttir Frjálsar íþróttir flokkast að forminu til sem einstaklingsíþróttir en í mínum huga er það alls ekki svo. Jú vissulega fer ég ein út á hlaupabrautina og inn í kúluvarpshringinn. Ég get ekki stólað á að liðsfélagi minn komi mér til bjargar þegar ég lendi í vandræðum og úrslitin, hversu hratt ég hleyp eða langt ég kasta, velta eingöngu á minni eigin frammistöðu og engum öðrum. Raunin er samt sú að að baki mér standa svo ótalmargir sem leggja sitt af mörkum svo ég geti náð sem bestum árangri. Árangur minn er í rauninni afsprengi af samvinnu milli mín og allra þeirra sem koma að mínu lífi með einhverjum hætti. Svo að nokkur dæmi séu tekin þá skipuleggja þjálfararnir mínir þjálfunina, kenna mér réttu tæknina og leggja línuna sem ég reyni að fylgja. Læknir, nuddari og sjúkraþjálfarar gera allt sem í þeirra valdi stendur svo að líkaminn minn þoli álagið og sálfræðingurinn hjálpar mér að halda geðheilsu. Umboðsmanninum mínum tekst að sannfæra styrktaraðila um að styðja við bakið á mér fjárhagslega og stendur sig með miklum sóma því ég fæ stuðning úr öllum áttum. Vinir og æfingafélagar hvetja mig dyggilega áfram og gera lífið skemmtilegra. Síðast en ekki síst er það svo fjölskyldan sem er líklega minn stærsti styrktaraðili á öllum sviðum lífsins. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi og ég sé strax að ég er að gleyma liðinu mínu, Glímufélaginu Ármanni og öllu því fólki sem stoppar mig úti á götu og óskar mér góðs gengis. Ég veit fyrir víst að ég gæti aldrei staðið í þessu ein. Ég spyr mig að því á hverjum einasta degi hvort ég verðskuldi virkilega allan þann stuðning sem ég fæ og hvernig í ósköpunum standi á því að ég sé svo heppin að fá þetta tækifæri. Ég kem líklega aldrei til með að getað þakkað nægilega fyrir allan þann stuðning, hjálp og hvatningu sem ég fæ á hverjum einasta degi. Það eina sem mér dettur í hug að ég geti gert er að afreka eitthvað stórkostlegt og vona að það gleðji öll þau hjörtu sem hafa hjálpað mér í gegnum tíðina – það ætla ég að gera! Innlendar Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Frjálsar íþróttir flokkast að forminu til sem einstaklingsíþróttir en í mínum huga er það alls ekki svo. Jú vissulega fer ég ein út á hlaupabrautina og inn í kúluvarpshringinn. Ég get ekki stólað á að liðsfélagi minn komi mér til bjargar þegar ég lendi í vandræðum og úrslitin, hversu hratt ég hleyp eða langt ég kasta, velta eingöngu á minni eigin frammistöðu og engum öðrum. Raunin er samt sú að að baki mér standa svo ótalmargir sem leggja sitt af mörkum svo ég geti náð sem bestum árangri. Árangur minn er í rauninni afsprengi af samvinnu milli mín og allra þeirra sem koma að mínu lífi með einhverjum hætti. Svo að nokkur dæmi séu tekin þá skipuleggja þjálfararnir mínir þjálfunina, kenna mér réttu tæknina og leggja línuna sem ég reyni að fylgja. Læknir, nuddari og sjúkraþjálfarar gera allt sem í þeirra valdi stendur svo að líkaminn minn þoli álagið og sálfræðingurinn hjálpar mér að halda geðheilsu. Umboðsmanninum mínum tekst að sannfæra styrktaraðila um að styðja við bakið á mér fjárhagslega og stendur sig með miklum sóma því ég fæ stuðning úr öllum áttum. Vinir og æfingafélagar hvetja mig dyggilega áfram og gera lífið skemmtilegra. Síðast en ekki síst er það svo fjölskyldan sem er líklega minn stærsti styrktaraðili á öllum sviðum lífsins. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi og ég sé strax að ég er að gleyma liðinu mínu, Glímufélaginu Ármanni og öllu því fólki sem stoppar mig úti á götu og óskar mér góðs gengis. Ég veit fyrir víst að ég gæti aldrei staðið í þessu ein. Ég spyr mig að því á hverjum einasta degi hvort ég verðskuldi virkilega allan þann stuðning sem ég fæ og hvernig í ósköpunum standi á því að ég sé svo heppin að fá þetta tækifæri. Ég kem líklega aldrei til með að getað þakkað nægilega fyrir allan þann stuðning, hjálp og hvatningu sem ég fæ á hverjum einasta degi. Það eina sem mér dettur í hug að ég geti gert er að afreka eitthvað stórkostlegt og vona að það gleðji öll þau hjörtu sem hafa hjálpað mér í gegnum tíðina – það ætla ég að gera!
Innlendar Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira