Í umboði hvers? Ögmundur Jónasson skrifar 12. júlí 2011 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins 9. júlí sl. segist Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri, vona að andstaða Vinstri grænna við allt sem heitir „einka“ verði ekki til að fresta því að nýtt fangelsi rísi. Hér vísar ritstjórinn í þá afstöðu mína, sem ég hef verið beðinn um að gera grein fyrir, meðal annars í þessu blaði, að ég vilji reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði og standa þannig að því að kostnaður verði sem minnstur til framtíðar. Ekki er um það deilt að einkaframkvæmd, sem felur í sér að einkaaðili reisi sérhæft húsnæði og leigi síðan opinberum aðilum, er miklu dýrari en að bjóða út hönnun og smíði fangelsis sem yrði frá fyrsta degi í eigu hins opinbera. Einkaframkvæmdaleiðin var á árum áður ráðandi hjá hinu opinbera vegna þess að það var samkvæmt pólitískri trúarsetningu þess tíma. Ríkið minnkaði skuldir sínar með því að selja eignir en gerði á sama tíma ófrávíkjanlega leigusamninga til ára og áratuga. Breytingin var sú að bókhaldið leit betur út á pappír en kostaði skattgreiðendur margfalt meira. Síðan þekkjum við það að tilraunir til að ná fram hallalausum fjárlögum að forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa valdið því að ekki hefur verið alveg horfið frá þessari leið. Ég hef hins vegar haldið því fram að þegar upp er staðið yrði fjárstreymið úr ríkissjóði með svipuðum hætti með einkavæðingarleiðinni nema mun meira. Byggingaraðilinn myndi, eins og ríkið, þurfa að taka lán en af láninu gæti hann ekki byrjað að borga fyrr en leigugreiðslur bærust frá ríkinu. Vextir þessa aðila yrðu að öllum líkindum hærri en ef ríkið tæki lánið beint og arðsemiskrafa fjárfestisins bættist þar einnig ofan á. Þetta gæti í þessu tilviki verið munur upp á hálfan milljarð. Byggingarhraðinn ætti hins vegar að geta verið sá sami hvor leiðin sem farin yrði. Þetta á að vera málefnaleg umræða og verðskuldar annað en útúrsnúninga og skæting um að forpokuð sjónarmið ráði af minni hálfu. Ég tel þvert á móti að ég tali fyrir kredduleysi og hagkvæmnissjónarmiðum sem verði að ræða sem slík. Eða í hvers umboði talar ritstjóri Fréttablaðsins fyrir því að hagsmunir skattgreiðenda framtíðarinnar skipti engu máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins 9. júlí sl. segist Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri, vona að andstaða Vinstri grænna við allt sem heitir „einka“ verði ekki til að fresta því að nýtt fangelsi rísi. Hér vísar ritstjórinn í þá afstöðu mína, sem ég hef verið beðinn um að gera grein fyrir, meðal annars í þessu blaði, að ég vilji reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði og standa þannig að því að kostnaður verði sem minnstur til framtíðar. Ekki er um það deilt að einkaframkvæmd, sem felur í sér að einkaaðili reisi sérhæft húsnæði og leigi síðan opinberum aðilum, er miklu dýrari en að bjóða út hönnun og smíði fangelsis sem yrði frá fyrsta degi í eigu hins opinbera. Einkaframkvæmdaleiðin var á árum áður ráðandi hjá hinu opinbera vegna þess að það var samkvæmt pólitískri trúarsetningu þess tíma. Ríkið minnkaði skuldir sínar með því að selja eignir en gerði á sama tíma ófrávíkjanlega leigusamninga til ára og áratuga. Breytingin var sú að bókhaldið leit betur út á pappír en kostaði skattgreiðendur margfalt meira. Síðan þekkjum við það að tilraunir til að ná fram hallalausum fjárlögum að forskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa valdið því að ekki hefur verið alveg horfið frá þessari leið. Ég hef hins vegar haldið því fram að þegar upp er staðið yrði fjárstreymið úr ríkissjóði með svipuðum hætti með einkavæðingarleiðinni nema mun meira. Byggingaraðilinn myndi, eins og ríkið, þurfa að taka lán en af láninu gæti hann ekki byrjað að borga fyrr en leigugreiðslur bærust frá ríkinu. Vextir þessa aðila yrðu að öllum líkindum hærri en ef ríkið tæki lánið beint og arðsemiskrafa fjárfestisins bættist þar einnig ofan á. Þetta gæti í þessu tilviki verið munur upp á hálfan milljarð. Byggingarhraðinn ætti hins vegar að geta verið sá sami hvor leiðin sem farin yrði. Þetta á að vera málefnaleg umræða og verðskuldar annað en útúrsnúninga og skæting um að forpokuð sjónarmið ráði af minni hálfu. Ég tel þvert á móti að ég tali fyrir kredduleysi og hagkvæmnissjónarmiðum sem verði að ræða sem slík. Eða í hvers umboði talar ritstjóri Fréttablaðsins fyrir því að hagsmunir skattgreiðenda framtíðarinnar skipti engu máli?
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun