Gylfi Þór: Líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2011 10:00 Gylfi Þór er að jafna sig á hnémeiðslum þessa dagana. Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Ungverjalandi ytra í vináttulandsleik á miðvikudaginn næstkomandi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er allur að koma til en er ekki orðinn 100 prósent ennþá,“ sagði Gylfi, sem hefur glímt við hnémeiðsli í um þrjár vikur. „Þetta gerðist strax á þriðja eða fjórða degi undirbúningstímabilsins,“ sagði Gylfi, sem spilaði með íslenska U-21 landsliðinu á EM í Danmörku í júní. „Líklega var líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið og ég byrjaði aðeins of fljótt aftur. En ég vona að þetta fari allt að koma eftir helgina.“ Gylfi ákvað í samráði við Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara að vera áfram í Þýskalandi í meðhöndlun hjá félagi sínu, Hoffenheim. Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst í dag en Gylfi missir af leik Hoffenheim gegn Hannover. Hann segir meiðsli sín þó ekki mjög alvarleg. „Ég er með sködduð liðbönd í hné en hef þurft óvenjulega langan tíma til að jafna mig. En maður veit svo sem aldrei hvað svona lagað þarf langan tíma.“ Líst vel á nýja þjálfarannNýr þjálfari, Holger Stanislawski, tók við stjórn Hoffenheim fyrir tímabilið og líst Gylfa vel á hann. „Leikmönnum líkar mjög vel við hann og mér líka. Hann er harður og leggur hart að okkur en það er ljóst að hann er almennilegur þjálfari – allt annað en sá síðasti sem við vorum með.“ Ralf Rangnick var stjóri Hoffenheim þegar Gylfi kom til félagsins fyrir ári en hætti síðan um áramótin vegna deilna við eigendurfélagsins. Marco Pezzaiuoli tók við en var látinn fara í lok tímabilsins. „Rangnick var búinn að vera hjá félaginu í fimm ár og er mjög góður þjálfari. Ég vona að þessi eigi líka eftir að gera góða hluti,“ sagði Gylfi, sem hefur rætt við Stanislawski um hlutverk sitt í liðinu. „Ég á ekki von á því að hann breyti miklu hvað leikskipulagið varðar en mér líst mjög vel á það sem hann hefur sagt mér. Ég á samt fastlega von á því að ég verði á bekknum fyrst um sinn á meðan ég kem mér aftur í form eftir meiðslin en vona að ég nái síðan að vinna mér sæti í liðinu.“ Þýski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er meiddur á hné og getur ekki spilað með íslenska landsliðinu þegar það mætir Ungverjalandi ytra í vináttulandsleik á miðvikudaginn næstkomandi. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er allur að koma til en er ekki orðinn 100 prósent ennþá,“ sagði Gylfi, sem hefur glímt við hnémeiðsli í um þrjár vikur. „Þetta gerðist strax á þriðja eða fjórða degi undirbúningstímabilsins,“ sagði Gylfi, sem spilaði með íslenska U-21 landsliðinu á EM í Danmörku í júní. „Líklega var líkaminn orðinn þreyttur eftir sumarið og ég byrjaði aðeins of fljótt aftur. En ég vona að þetta fari allt að koma eftir helgina.“ Gylfi ákvað í samráði við Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara að vera áfram í Þýskalandi í meðhöndlun hjá félagi sínu, Hoffenheim. Keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst í dag en Gylfi missir af leik Hoffenheim gegn Hannover. Hann segir meiðsli sín þó ekki mjög alvarleg. „Ég er með sködduð liðbönd í hné en hef þurft óvenjulega langan tíma til að jafna mig. En maður veit svo sem aldrei hvað svona lagað þarf langan tíma.“ Líst vel á nýja þjálfarannNýr þjálfari, Holger Stanislawski, tók við stjórn Hoffenheim fyrir tímabilið og líst Gylfa vel á hann. „Leikmönnum líkar mjög vel við hann og mér líka. Hann er harður og leggur hart að okkur en það er ljóst að hann er almennilegur þjálfari – allt annað en sá síðasti sem við vorum með.“ Ralf Rangnick var stjóri Hoffenheim þegar Gylfi kom til félagsins fyrir ári en hætti síðan um áramótin vegna deilna við eigendurfélagsins. Marco Pezzaiuoli tók við en var látinn fara í lok tímabilsins. „Rangnick var búinn að vera hjá félaginu í fimm ár og er mjög góður þjálfari. Ég vona að þessi eigi líka eftir að gera góða hluti,“ sagði Gylfi, sem hefur rætt við Stanislawski um hlutverk sitt í liðinu. „Ég á ekki von á því að hann breyti miklu hvað leikskipulagið varðar en mér líst mjög vel á það sem hann hefur sagt mér. Ég á samt fastlega von á því að ég verði á bekknum fyrst um sinn á meðan ég kem mér aftur í form eftir meiðslin en vona að ég nái síðan að vinna mér sæti í liðinu.“
Þýski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó