Hæpinn gjaldeyris-ávinningur Þórólfur Matthíasson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Í grein hér í blaðinu 3ja ágúst síðastliðinn gerði ég tilraun til að meta gjaldeyriskostnað tengdan útflutningi lambakjöts að verðmæti 2,75 milljarða króna á árinu 2010. Í samhljóma aðsendum greinum í Fréttablaðinu og Bændablaðinu gerir forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands tilraun til að bæta ágiskanir mínar í þessum efnum. Forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands hefur aðgang að betri og fyllri upplýsingum um framleiðslukostnað lambakjöts en ég hef sem aðeins hef prentuð gögn frá Bændasamtökunum að styðjast við. Það ætti því að vera hægur vandi að laga og bæta grófa útreikninga mína. Það gerir forstöðumaðurinn ekki. Forstöðumaðurinn gefur sér að kindakjöt sé flutt út í grisjupokum í heilum skrokkum og kílóverð útfltunings þannig sambærilegt við kílóverð til bænda. Þetta er ekki rétt. Það eru betri bitar sem eru fluttir út. Þess vegna er kílóverð sem Hagstofan gefur upp í útfluningsskýrslum hærra en kílóverð þegar bændur selja í heilum skrokkum til afurðastöðva. Tilkostnaður við að framleiða kindakjöt sem gefur af sér 2,75 milljarða króna í útflutningstekjur er umtalsverður. Sé stuðst við tölur út búreikningum Bændasamtakanna er kostnaður vegna aðfanga (olíu, áburður, rúlluplast, þjónusta dýralækna o.s.frv.) um 2,7 milljarðar króna. Reiknuð laun bónda, vaxtagjöld og afskriftir tækja og bygginga nemur samkvæmt sömu heimild um 2,6 millljörðum króna. Beingreiðslur eru á bilinu 0,4 til 1,1 milljarður króna. Þessi útflutningsstarfssemi er rekin með 1,5 til 2ja milljarða tapi þrátt fyrir stuðning skattgreiðenda. Tapið er fjármagnað af afskriftasjóði bænda og af fjármálastofnunum. Ekki er í þessum útreikningum tekið tillit til kostnaðar vegna grasnytja utan heimalanda. Kostnaður vegna uppgræðslu og landabóta á afréttum lendir að mestu leyti á skattgreiðendum og er umtalsverður. Í grein minni giskaði ég á að ríflega 40% aðfanga væri erlendur að uppruna. Sumir kollegar mínir hafa gagnrýnt þá ágiskun og telja að um vanmat sé að ræða. En 40% af 2,7 milljörðum er 1,1 milljarður. Forstöðumaður félagssviðs BÍ reiknar erlendan tilkostnað með hliðsjón af söluverðmæti afurðanna. Söluverðmætið er um helmingur framleiðslukostnaðarins. Það ætti að vera vel þekkt á 3ju hæðinni á Hótel Sögu. Benda má forstöðumanninum á grein eftir Jónas Bjarnason hjá Hagþjónustu landbúnaðarins frá 2008 sem ber heitið: “Stuðningur við sauðfjárrækt nam 61% af verðmætasköpun í greininni 2006”, sjá http://www.hag.is/pdf/annad_utgefid/Studn_vid_saudfjarr2006.pdf. Aðferðafræði forstöðumannsins felur því í sér um helmings vanmat á erlendum tilkostnaði við framleiðslu útflutts kindakjöts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein hér í blaðinu 3ja ágúst síðastliðinn gerði ég tilraun til að meta gjaldeyriskostnað tengdan útflutningi lambakjöts að verðmæti 2,75 milljarða króna á árinu 2010. Í samhljóma aðsendum greinum í Fréttablaðinu og Bændablaðinu gerir forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands tilraun til að bæta ágiskanir mínar í þessum efnum. Forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands hefur aðgang að betri og fyllri upplýsingum um framleiðslukostnað lambakjöts en ég hef sem aðeins hef prentuð gögn frá Bændasamtökunum að styðjast við. Það ætti því að vera hægur vandi að laga og bæta grófa útreikninga mína. Það gerir forstöðumaðurinn ekki. Forstöðumaðurinn gefur sér að kindakjöt sé flutt út í grisjupokum í heilum skrokkum og kílóverð útfltunings þannig sambærilegt við kílóverð til bænda. Þetta er ekki rétt. Það eru betri bitar sem eru fluttir út. Þess vegna er kílóverð sem Hagstofan gefur upp í útfluningsskýrslum hærra en kílóverð þegar bændur selja í heilum skrokkum til afurðastöðva. Tilkostnaður við að framleiða kindakjöt sem gefur af sér 2,75 milljarða króna í útflutningstekjur er umtalsverður. Sé stuðst við tölur út búreikningum Bændasamtakanna er kostnaður vegna aðfanga (olíu, áburður, rúlluplast, þjónusta dýralækna o.s.frv.) um 2,7 milljarðar króna. Reiknuð laun bónda, vaxtagjöld og afskriftir tækja og bygginga nemur samkvæmt sömu heimild um 2,6 millljörðum króna. Beingreiðslur eru á bilinu 0,4 til 1,1 milljarður króna. Þessi útflutningsstarfssemi er rekin með 1,5 til 2ja milljarða tapi þrátt fyrir stuðning skattgreiðenda. Tapið er fjármagnað af afskriftasjóði bænda og af fjármálastofnunum. Ekki er í þessum útreikningum tekið tillit til kostnaðar vegna grasnytja utan heimalanda. Kostnaður vegna uppgræðslu og landabóta á afréttum lendir að mestu leyti á skattgreiðendum og er umtalsverður. Í grein minni giskaði ég á að ríflega 40% aðfanga væri erlendur að uppruna. Sumir kollegar mínir hafa gagnrýnt þá ágiskun og telja að um vanmat sé að ræða. En 40% af 2,7 milljörðum er 1,1 milljarður. Forstöðumaður félagssviðs BÍ reiknar erlendan tilkostnað með hliðsjón af söluverðmæti afurðanna. Söluverðmætið er um helmingur framleiðslukostnaðarins. Það ætti að vera vel þekkt á 3ju hæðinni á Hótel Sögu. Benda má forstöðumanninum á grein eftir Jónas Bjarnason hjá Hagþjónustu landbúnaðarins frá 2008 sem ber heitið: “Stuðningur við sauðfjárrækt nam 61% af verðmætasköpun í greininni 2006”, sjá http://www.hag.is/pdf/annad_utgefid/Studn_vid_saudfjarr2006.pdf. Aðferðafræði forstöðumannsins felur því í sér um helmings vanmat á erlendum tilkostnaði við framleiðslu útflutts kindakjöts.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun