Hart barist í Trípólí 25. ágúst 2011 01:00 bab al-asisiýah Uppreisnarmaður skýtur á leyniskyttur Gaddafís við fyrrum aðsetur hans. Uppreisnarmennirnir náðu staðnum á sitt vald á þriðjudag en stuðningsmenn Gaddafís hafa barist við þá þar og á nokkrum öðrum stöðum í borginni. fréttablaðið/ap Harðir bardagar hafa geisað milli uppreisnarmanna og stuðningsmanna Gaddafís í Líbíu síðustu sólarhringa. Mannfall er talið vera mikið. Barist hefur verið í Bab al-Asisýah, aðsetri Gaddafís, sem uppreisnarmennirnir tóku yfir á þriðjudag. Einnig hafa átök átt sér stað víða í suður- og miðhluta borgarinnar. Stuðningsmenn Muammars Gaddafí lokuðu veginum að flugvellinum í Trípólí í gær. Skotið var á þá sem reyndu að komast um veginn. Uppreisnarmennirnir segjast þó hafa yfirráð yfir sjálfumflugvellinum. Þrátt fyrir að uppreisnarmennirnir hafi meirihluta borgarinnar á sínu valdi er stríðinu ekki lokið því enn eru margir stuðningsmenn Gaddafís, margir þeirra þrautþjálfaðir hermenn, tilbúnir að berjast fram í rauðan dauðann. Uppreisnarmennirnir tilkynntu í gær að ef einhver úr innri hring Gaddafís handsamaði eða dræpi hann myndi sá hinn sami hljóta friðhelgi. Þá segja þeir að líbískur athafnamaður lofi milljón pundum í verðlaun. Þetta er talin tilraun til að auka sundurlyndi meðal stuðningsmanna Gaddafís. „Stærstu verðlaunin eru friðhelgi, ekki peningar,“ sagði Ahmed Bani, talsmaðuruppreisnarmanna, í gær. 35 erlendum blaðamönnum hefur verið hleypt út af Rixox-hótelinu í Trípólí, þar sem þeim hafði verið haldið síðan um helgina. Hótelið er á svæði þar sem harðir bardagar geisa. Götur borgarinnar eru að mestu leyti auðar og óbreyttir borgarar halda sig innan dyra. Uppreisnarmenn hafa þó komið upp varðstöðvum með nokkurra hundraða metra millibili. Uppreisnarmennirnir hafa á undanförnum mánuðum skipað eigin ríkisstjórn í Benghasí, sem hefur verið á þeirra valdi nánast frá upphafi mótmæla. Nú ætla þeir að flytja til Trípólí. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira
Harðir bardagar hafa geisað milli uppreisnarmanna og stuðningsmanna Gaddafís í Líbíu síðustu sólarhringa. Mannfall er talið vera mikið. Barist hefur verið í Bab al-Asisýah, aðsetri Gaddafís, sem uppreisnarmennirnir tóku yfir á þriðjudag. Einnig hafa átök átt sér stað víða í suður- og miðhluta borgarinnar. Stuðningsmenn Muammars Gaddafí lokuðu veginum að flugvellinum í Trípólí í gær. Skotið var á þá sem reyndu að komast um veginn. Uppreisnarmennirnir segjast þó hafa yfirráð yfir sjálfumflugvellinum. Þrátt fyrir að uppreisnarmennirnir hafi meirihluta borgarinnar á sínu valdi er stríðinu ekki lokið því enn eru margir stuðningsmenn Gaddafís, margir þeirra þrautþjálfaðir hermenn, tilbúnir að berjast fram í rauðan dauðann. Uppreisnarmennirnir tilkynntu í gær að ef einhver úr innri hring Gaddafís handsamaði eða dræpi hann myndi sá hinn sami hljóta friðhelgi. Þá segja þeir að líbískur athafnamaður lofi milljón pundum í verðlaun. Þetta er talin tilraun til að auka sundurlyndi meðal stuðningsmanna Gaddafís. „Stærstu verðlaunin eru friðhelgi, ekki peningar,“ sagði Ahmed Bani, talsmaðuruppreisnarmanna, í gær. 35 erlendum blaðamönnum hefur verið hleypt út af Rixox-hótelinu í Trípólí, þar sem þeim hafði verið haldið síðan um helgina. Hótelið er á svæði þar sem harðir bardagar geisa. Götur borgarinnar eru að mestu leyti auðar og óbreyttir borgarar halda sig innan dyra. Uppreisnarmenn hafa þó komið upp varðstöðvum með nokkurra hundraða metra millibili. Uppreisnarmennirnir hafa á undanförnum mánuðum skipað eigin ríkisstjórn í Benghasí, sem hefur verið á þeirra valdi nánast frá upphafi mótmæla. Nú ætla þeir að flytja til Trípólí. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Sjá meira