Sjö tilkynningar hjá söfnuði Votta Jehóva Sunna Valgerðardóttir skrifar 5. september 2011 07:00 Öldungaráð Votta Jehóva hefur fengið sjö tilkynningar um kynferðisbrot inn á borð til sín síðan árið 1960. Eitt málið var kært til lögreglu, en var vísað frá. Er þetta töluvert meiri fjöldi heldur en tilgreindur er hjá hinum fjórum trúfélögunum sem segja í svari sínu til fagráðs innanríkisráðuneytisins um kynferðisbrot innan trúfélaga að mál af þessu tagi hafi verið tilkynnt. Þetta er að Krossinum undanskildum, en sjö konur kærðu Gunnar Þorsteinsson, fyrrum forstöðumann Krossins, fyrir kynferðisbrot gegn sér. Því máli var einnig vísað frá. Tilkynnt hefur verið um kynferðisbrot hjá fimm af þeim fjórtán trúarsöfnuðum sem hafa svarað fyrirspurninni og hefur Fréttablaðið afrit af svörunum undir höndum. Í bréfi Votta Jehóva til fagráðsins segir að ef komi fram ásökun um kynferðisbrot gegn barni innan safnaðarins sé málinu strax vísað til yfirvalda. Hins vegar ef ásökunin er gerð af fullorðnum einstaklingi verði þau mál ekki tilkynnt. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Votta Jehóva á Íslandi, getur þó ekki svarað því hversu mörg af þeim sjö málum sem hafa komið upp, séu kynferðisbrot gegn börnum. Hann telur þó fullvíst að það sé ekki í öllum tilvikum. „Það er ekki haldið neitt bókhald, slíkt er ekki heimilt samkvæmt persónuverndarlögum. Því er ekki hægt að vita hversu mörg brotanna voru gegn börnum," útskýrir Bjarni. Ef meðlimur safnaðarins telur að á sér hafi verið brotið er viðkomandi hvattur til að ræða við þann sem á honum braut. Virki það ekki, er brotaþoli hvattur til að taka annan með sér á fundinn. Bjarni telur ólíklegt að Vottar Jehóva setji á fót fagráð um meðferð kynferðisbrota. Spurður hvort hann telji rétt að söfnuðurinn komi á fót fagráði um meðferð kynferðis-brota segir Bjarni að slíkt gæti reynst afar erfitt hjá svo smáum söfnuði. Um 300 manns eru virkir innan hans en 700 skráðir. Einnig telur hann að erfitt sé að skilgreina fagráð sem slíkt. „Það er túlkunaratriði hvernig svona fagráð er skilgreint. Ef maður flettir því upp í orðabók er það ekki einu sinni til," segir Bjarni. „Það virðist vera vaxandi tilhneiging til þess að setja svokölluð kynferðisbrot, sem er líka svolítið óljóst hvernig eru skilgreind, í svona ferli." Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Öldungaráð Votta Jehóva hefur fengið sjö tilkynningar um kynferðisbrot inn á borð til sín síðan árið 1960. Eitt málið var kært til lögreglu, en var vísað frá. Er þetta töluvert meiri fjöldi heldur en tilgreindur er hjá hinum fjórum trúfélögunum sem segja í svari sínu til fagráðs innanríkisráðuneytisins um kynferðisbrot innan trúfélaga að mál af þessu tagi hafi verið tilkynnt. Þetta er að Krossinum undanskildum, en sjö konur kærðu Gunnar Þorsteinsson, fyrrum forstöðumann Krossins, fyrir kynferðisbrot gegn sér. Því máli var einnig vísað frá. Tilkynnt hefur verið um kynferðisbrot hjá fimm af þeim fjórtán trúarsöfnuðum sem hafa svarað fyrirspurninni og hefur Fréttablaðið afrit af svörunum undir höndum. Í bréfi Votta Jehóva til fagráðsins segir að ef komi fram ásökun um kynferðisbrot gegn barni innan safnaðarins sé málinu strax vísað til yfirvalda. Hins vegar ef ásökunin er gerð af fullorðnum einstaklingi verði þau mál ekki tilkynnt. Bjarni Jónsson, forstöðumaður Votta Jehóva á Íslandi, getur þó ekki svarað því hversu mörg af þeim sjö málum sem hafa komið upp, séu kynferðisbrot gegn börnum. Hann telur þó fullvíst að það sé ekki í öllum tilvikum. „Það er ekki haldið neitt bókhald, slíkt er ekki heimilt samkvæmt persónuverndarlögum. Því er ekki hægt að vita hversu mörg brotanna voru gegn börnum," útskýrir Bjarni. Ef meðlimur safnaðarins telur að á sér hafi verið brotið er viðkomandi hvattur til að ræða við þann sem á honum braut. Virki það ekki, er brotaþoli hvattur til að taka annan með sér á fundinn. Bjarni telur ólíklegt að Vottar Jehóva setji á fót fagráð um meðferð kynferðisbrota. Spurður hvort hann telji rétt að söfnuðurinn komi á fót fagráði um meðferð kynferðis-brota segir Bjarni að slíkt gæti reynst afar erfitt hjá svo smáum söfnuði. Um 300 manns eru virkir innan hans en 700 skráðir. Einnig telur hann að erfitt sé að skilgreina fagráð sem slíkt. „Það er túlkunaratriði hvernig svona fagráð er skilgreint. Ef maður flettir því upp í orðabók er það ekki einu sinni til," segir Bjarni. „Það virðist vera vaxandi tilhneiging til þess að setja svokölluð kynferðisbrot, sem er líka svolítið óljóst hvernig eru skilgreind, í svona ferli."
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira