Baráttan er ekki búin þrátt fyrir sigurinn 17. september 2011 00:00 Hrósar sigri Helle Thorning-Schmidt verður næsti forsætisráðherra Danmerkur eftir kosningasigur vinstriflokkanna. Hún verður fyrsta konan til að gegna því embætti.NordicPhotos/AFP AFP/Nordicphotos „Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. Sigurinn var þó ekki eins öruggur og kannanir höfðu gefið í skyn, en vinstriflokkarnir fengu 89 sæti gegn 86 hjá hægriflokkunum. Sigurvíman var fölskvalaus en verður þó að skoðast í því samhengi að jafnaðarmenn misstu eilítið fylgi og hafa raunar ekki hlotið verri kosningu í rúma öld. Thorning-Schmidt fékk í gær umboð drottningar til stjórnarmyndunar og verður þar með fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra. Fyrst verður hún hins vegar að mynda stjórn, en með henni verður Sósíalistaflokkurinn og jafnvel Róttæki flokkurinn, sem vann verulega á í kosningunum. Þá mun Samstöðulistinn, sem er vinstrisinnaðastur allra flokka, verja stjórnina falli. Það sem fyrir liggur hjá nýrri stjórn er að örva efnahags- og atvinnulíf Danmerkur, en auk þess hafa vinstriflokkarnir lofað því að standa vörð um velferðarkerfið og jafnvel auka skatta á banka og aðrar fjármálastofnanir. Það sem flækir málin er að Róttækir, sem eru frjálslyndasti flokkur vinstriblokkarinnar, höfðu fyrr á árinu samið við hægriflokkana um víðtæka hagræðingaráætlun í ríkisfjármálunum. Má ætla að þeir setji sig gegn því að sú áætlun verði dregin til baka og um það þurfi að semja. Ein stærstu tíðindi kosninganna eru þau að Danski þjóðarflokkurinn, sem hafði mikil áhrif á stefnu hægristjórnarinnar, missti fylgi. Við það ætti áhersla á hert innflytjendalög að minnka. Lars Lökke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, er í einkennilegri stöðu þar sem flokkur hans, Venstre, hélt sínu og vel það, en Íhaldsflokkurinn, sem var með honum í stjórn, galt afhroð og missti tíu af átján þingmönnum. Þrátt fyrir að sigurinn væri sætur lagði Thorning-Schmidt engu að síður áherslu á það í sigurræðu sinni að allir væru velkomnir að borðinu og samvinna „yfir miðjuna“ yrði henni afar mikilvæg á komandi kjörtímabili. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
„Okkur tókst það!“ sagði Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, í hópi stuðningsmanna í fyrrakvöld, þegar ljóst varð að vinstriflokkarnir hefðu náð þingmeirhluta eftir tíu ára valdasetu hægrimanna. Sigurinn var þó ekki eins öruggur og kannanir höfðu gefið í skyn, en vinstriflokkarnir fengu 89 sæti gegn 86 hjá hægriflokkunum. Sigurvíman var fölskvalaus en verður þó að skoðast í því samhengi að jafnaðarmenn misstu eilítið fylgi og hafa raunar ekki hlotið verri kosningu í rúma öld. Thorning-Schmidt fékk í gær umboð drottningar til stjórnarmyndunar og verður þar með fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra. Fyrst verður hún hins vegar að mynda stjórn, en með henni verður Sósíalistaflokkurinn og jafnvel Róttæki flokkurinn, sem vann verulega á í kosningunum. Þá mun Samstöðulistinn, sem er vinstrisinnaðastur allra flokka, verja stjórnina falli. Það sem fyrir liggur hjá nýrri stjórn er að örva efnahags- og atvinnulíf Danmerkur, en auk þess hafa vinstriflokkarnir lofað því að standa vörð um velferðarkerfið og jafnvel auka skatta á banka og aðrar fjármálastofnanir. Það sem flækir málin er að Róttækir, sem eru frjálslyndasti flokkur vinstriblokkarinnar, höfðu fyrr á árinu samið við hægriflokkana um víðtæka hagræðingaráætlun í ríkisfjármálunum. Má ætla að þeir setji sig gegn því að sú áætlun verði dregin til baka og um það þurfi að semja. Ein stærstu tíðindi kosninganna eru þau að Danski þjóðarflokkurinn, sem hafði mikil áhrif á stefnu hægristjórnarinnar, missti fylgi. Við það ætti áhersla á hert innflytjendalög að minnka. Lars Lökke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, er í einkennilegri stöðu þar sem flokkur hans, Venstre, hélt sínu og vel það, en Íhaldsflokkurinn, sem var með honum í stjórn, galt afhroð og missti tíu af átján þingmönnum. Þrátt fyrir að sigurinn væri sætur lagði Thorning-Schmidt engu að síður áherslu á það í sigurræðu sinni að allir væru velkomnir að borðinu og samvinna „yfir miðjuna“ yrði henni afar mikilvæg á komandi kjörtímabili. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira