Pistillinn: Aldrei gefast upp! Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 17. september 2011 07:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Mynd/Arnþór Þolinmæði þrautir vinnur allar. Þetta hefur mamma brýnt fyrir mér oft og mörgum sinnum. Lengi vel fannst mér þetta nú bara vera eitthvert innantómt raus í kellingunni og kannski skildi ég aldrei almennilega hvaða boðskapur felst í raun og veru í máltækinu. Núna er ég aftur á móti alltaf að átta mig betur og betur á því hvað þolinmæði er mikil dyggð. Með þolinmæðina og æðruleysið að vopni gefst maður aldrei upp, sama þó að á móti blási, og það kröftuglega. Að ná ekki settu marki er sárt. Þú verður fyrir vonbrigðum því þér mistókst. Það auðveldasta í stöðunni er að snúa baki við eigin draumum og löngunum, gefast upp á markmiðinu og setja þér nýtt markmið á einhverju öðru sviði. Ný markmið eru að sjálfsögðu af hinu góða en ef við gefumst alltaf upp á gömlu markmiðunum er hætt við að við náum aldrei neinum markmiðum. Það er ekki auðvelt að bíta á jaxlinn og halda áfram að vinna að gamla markmiðinu en ef að þig langar virkilega mikið að ná því er það klárlega þess virði. Þegar markmiðið svo loksins næst verður tilfinningin betri en þig hafði órað fyrir. Gömlu markmiðin verður þó að endurskoða reglulega og gott er að spyrja sjálfan sig hvers vegna markmiðið hefur ekki enn náðst. Þegar svarið við þeirri spurningu liggur fyrir er mikilvægt að gera ekki sömu vitleysuna aftur. Ég stend frammi fyrir þeirri leiðinlegu staðreynd að mér tókst ekki að ná lágmarki á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum, sem er í fullum gangi þegar þetta er skrifað. Að ná lágmarkinu fyrir mótið hafði verið markmið hjá mér í langan tíma og niðurstaðan því eðlilega töluverð vonbrigði. Það auðveldasta í stöðunni væri að fara í fýlu og gefast upp. En það ætla ég ekki að gera. Það er annað tækifæri eftir tvö ár, þá verður heimsmeistaramótið haldið í Moskvu og þar ætla ég að vera meðal keppenda. Í íþróttum er ekki tjaldað til einnar nætur og uppbyggingarstarfsemin getur tekið mörg ár þangað til settu marki er náð. Það gengur ekki alltaf vel og við því er ekkert að gera. Það eina sem við getum gert er að halda alltaf áfram – aldrei gefast upp! Innlendar Pistillinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Sjá meira
Þolinmæði þrautir vinnur allar. Þetta hefur mamma brýnt fyrir mér oft og mörgum sinnum. Lengi vel fannst mér þetta nú bara vera eitthvert innantómt raus í kellingunni og kannski skildi ég aldrei almennilega hvaða boðskapur felst í raun og veru í máltækinu. Núna er ég aftur á móti alltaf að átta mig betur og betur á því hvað þolinmæði er mikil dyggð. Með þolinmæðina og æðruleysið að vopni gefst maður aldrei upp, sama þó að á móti blási, og það kröftuglega. Að ná ekki settu marki er sárt. Þú verður fyrir vonbrigðum því þér mistókst. Það auðveldasta í stöðunni er að snúa baki við eigin draumum og löngunum, gefast upp á markmiðinu og setja þér nýtt markmið á einhverju öðru sviði. Ný markmið eru að sjálfsögðu af hinu góða en ef við gefumst alltaf upp á gömlu markmiðunum er hætt við að við náum aldrei neinum markmiðum. Það er ekki auðvelt að bíta á jaxlinn og halda áfram að vinna að gamla markmiðinu en ef að þig langar virkilega mikið að ná því er það klárlega þess virði. Þegar markmiðið svo loksins næst verður tilfinningin betri en þig hafði órað fyrir. Gömlu markmiðin verður þó að endurskoða reglulega og gott er að spyrja sjálfan sig hvers vegna markmiðið hefur ekki enn náðst. Þegar svarið við þeirri spurningu liggur fyrir er mikilvægt að gera ekki sömu vitleysuna aftur. Ég stend frammi fyrir þeirri leiðinlegu staðreynd að mér tókst ekki að ná lágmarki á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum, sem er í fullum gangi þegar þetta er skrifað. Að ná lágmarkinu fyrir mótið hafði verið markmið hjá mér í langan tíma og niðurstaðan því eðlilega töluverð vonbrigði. Það auðveldasta í stöðunni væri að fara í fýlu og gefast upp. En það ætla ég ekki að gera. Það er annað tækifæri eftir tvö ár, þá verður heimsmeistaramótið haldið í Moskvu og þar ætla ég að vera meðal keppenda. Í íþróttum er ekki tjaldað til einnar nætur og uppbyggingarstarfsemin getur tekið mörg ár þangað til settu marki er náð. Það gengur ekki alltaf vel og við því er ekkert að gera. Það eina sem við getum gert er að halda alltaf áfram – aldrei gefast upp!
Innlendar Pistillinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Sjá meira