Hátekjuskatturinn varla lengur í myndinni 30. september 2011 00:00 Helle Thorning-Schmidt Segir fátt við fjölmiðla um stjórnarmyndunarviðræðurnar, sem þó virðast nálgast lokastig. nordicphotos/AFP „Þetta verður búið þegar það er búið,“ hafa danskir fjölmiðlar eftir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Sósíaldemókrataflokksins, sem talin er langt komin með stjórnarmyndunarviðræður við hina flokka vinstri blokkarinnar. Leiðtogar Sósíalíska þjóðarflokksins og Róttæka flokksins, sem nú er talið að myndi stjórn með sósíaldemókrötum, vildu heldur ekkert láta eftir sér hafa um gang viðræðnanna. Samkvæmt frásögn Jótlandspóstsins virðast sósíaldemókratar og sósíalistar ætla, að kröfu Róttæka flokksins, að falla frá áformum sínum um nýjan hátekjuskatt. Í staðinn sættir Róttæki flokkurinn sig við að strangar kröfur til innflytjenda verði áfram við lýði, meðal annars 24 ára reglan umdeilda, sem kveður á um að útlendingur, sem gengur í hjónaband með Dana, þurfi að vera 24 ára hið minnsta til að fá dvalarleyfi í Danmörku á grundvelli hjónabandsins. Einingarlistinn, sem er lengst til vinstri allra dönsku stjórnmálaflokkanna, er engan veginn sáttur við þessa niðurstöðu um brotthvarf hátekjuskattsins. Í gær var talað um að lendingin yrði tveggja eða þriggja flokka minnihlutastjórn, nefnilega stjórn sósíaldemókrata og sósíalista með stuðningi Einingarflokksins og annaðhvort stuðningi eða beinni aðild Róttæka flokksins. Danska þingið kom saman í gær í fyrsta sinn frá kosningum, en þingfundurinn stóð aðeins í hálfa aðra mínútu. Aðeins tvö mál voru á dagskrá: Mogens Lykketoft, fyrrverandi leiðtogi danska Sósíaldemókrataflokksins, var kjörinn þingforseti og kosið var í nefnd til að fara yfir úrslit kosninganna.- gb Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
„Þetta verður búið þegar það er búið,“ hafa danskir fjölmiðlar eftir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Sósíaldemókrataflokksins, sem talin er langt komin með stjórnarmyndunarviðræður við hina flokka vinstri blokkarinnar. Leiðtogar Sósíalíska þjóðarflokksins og Róttæka flokksins, sem nú er talið að myndi stjórn með sósíaldemókrötum, vildu heldur ekkert láta eftir sér hafa um gang viðræðnanna. Samkvæmt frásögn Jótlandspóstsins virðast sósíaldemókratar og sósíalistar ætla, að kröfu Róttæka flokksins, að falla frá áformum sínum um nýjan hátekjuskatt. Í staðinn sættir Róttæki flokkurinn sig við að strangar kröfur til innflytjenda verði áfram við lýði, meðal annars 24 ára reglan umdeilda, sem kveður á um að útlendingur, sem gengur í hjónaband með Dana, þurfi að vera 24 ára hið minnsta til að fá dvalarleyfi í Danmörku á grundvelli hjónabandsins. Einingarlistinn, sem er lengst til vinstri allra dönsku stjórnmálaflokkanna, er engan veginn sáttur við þessa niðurstöðu um brotthvarf hátekjuskattsins. Í gær var talað um að lendingin yrði tveggja eða þriggja flokka minnihlutastjórn, nefnilega stjórn sósíaldemókrata og sósíalista með stuðningi Einingarflokksins og annaðhvort stuðningi eða beinni aðild Róttæka flokksins. Danska þingið kom saman í gær í fyrsta sinn frá kosningum, en þingfundurinn stóð aðeins í hálfa aðra mínútu. Aðeins tvö mál voru á dagskrá: Mogens Lykketoft, fyrrverandi leiðtogi danska Sósíaldemókrataflokksins, var kjörinn þingforseti og kosið var í nefnd til að fara yfir úrslit kosninganna.- gb
Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira