Erlent

Norðurslóðir verða í kastljósi heimsins

Störe og Össur Utanríkisráðherrar Noregs og Íslands á Akureyri í vikunni.
Mynd/Utanríkisráðuneytið
Störe og Össur Utanríkisráðherrar Noregs og Íslands á Akureyri í vikunni. Mynd/Utanríkisráðuneytið
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir það táknrænt að prófessorsstaðan, sem helguð verður norðurslóðarannsóknum, verði í Háskólanum á Akureyri, því þar er helsta miðstöð norðurslóðarannsókna hér á landi.

„Við undirstrikuðum sérstaklega mikilvægi Akureyrar með því að þar hófst hin opinbera heimsókn hans. Þar tók ég á móti honum og þar verður prófessorsstaðan, kennd við norska landkönnuðinn Friðþjóf Nansen.“

Þessi staða verður einnig tengd Háskóla norðurslóða, University of the Arctic, sem starfar í öllum Norðurlandaríkjunum auk Rússlands, Kanada og Bandaríkjanna.

Ráðherrarnir samþykktu einnig að styrkja Íslendinga til vísindasamstarfs á Svalbarða, auk þess sem settur verður upp sjóður til að styrkja undirbúning í þátttöku Íslendinga í ýmsum rannsóknum á norðurslóðum.

„Það er alveg ljóst að kastljós heimsins er að beinast að norðurslóðum. Þær verða gríðarlega mikilvægar á næstu áratugum bæði vegna þess að nýjar siglingaleiðir munu opnast en líka vegna þess að bráðnun íssins mun opna svæði þar sem vitað er að miklar auðlindir er að finna, bæði olíu og gas. Við vorum hins vegar algerlega sammála um að ekki verði hægt að ráðast í vinnslu þeirra nema hafa ströngustu varúðarreglur og móðir náttúra verði á öllum stigum látin njóta vafans.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×