Einvígi krónprinsins og kóngsins í jólabókaflóðinu 11. október 2011 08:00 Óttar M. Norðfjörð og Arnaldur Indriðason gefa báðir út bækur fyrir jól um heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskís. „Þetta er alveg fáránlegt. Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Hann og metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason gefa út hvor sína sakamálasöguna eftir þrjár vikur þar sem sögusviðið er heimsmeistaraeinvígið í skák á milli Bobby Fischer og Boris Spasskí í Laugardalshöll 1972. Óttar, sem hefur verið kallaður krónprins íslenskra glæpasagna, frétti af bók Arnaldar þegar vinur hans benti honum á viðtal við „konung íslensku spennusögunnar" í Morgunblaðinu fyrir skömmu. „Hefði hann gefið út sína bók fyrir einu ári hefði ég hætt við mína bók," segir Óttar, sem hafði gengið lengi með hugmyndina að sinni bók í kollinum. Bók Arnaldar nefnist Einvígið á meðan bók Óttars heitir Lygarinn: Sönn saga. Þar með er ekki öll sagan sögð því Einvígið var eitt af nöfnunum sem komu til greina á bók Óttars. „Ég var með lista yfir tíu til fimmtán titla og Einvígið var á þeim lista. Ég vil ekki vera leiðinlegur við Arnald en mér fannst það vera of augljós titill á skákbók. En þetta er flottur titill." Fleiri líkindi eru með bókunum, því lögreglumenn eru aðalpersónurnar í þeim báðum. Hjá Arnaldi er það lærifaðir Erlends en hjá Óttari eru persónurnar tvær, lögreglumaður sem tengist einvíginu árið 1972 og dóttir hans sem í nútímanum rannsakar mál sem tengist sama einvígi. Óttar telur að fjarlægðin sem er komin á þetta mikla skákeinvígi hafi haft eitthvað að gera með að hann og Arnaldur ákváðu að skrifa um það sama. Einnig sú staðreynd að Fischer bjó hér á landi síðustu ár sín. Fischer var einnig alltaf „nálægur" í lífi Óttars því faðir hans, Sverrir Norðfjörð, sem lést fyrir þremur árum, afrekaði það að sigra Fischer í fjöltefli árið 1962. Mynd af þeirra einvígi hékk lengi uppi á vegg á heimili Óttars. „Bókin er virðingarvottur við pabba minn og þennan skák- Fischer-heim." En hvað finnst honum um samkeppnina við Arnald? „Að vera með bók sem er með sama efni og þessi sölumaskína okkar er svolítið klikkað. Þetta verða örugglega áhugaverðustu bókajól sem ég hef tekið þátt í," segir Óttar, sem veit ekki til þess að svona lagað hafi gerst áður í íslenskri bókmenntasögu, hvað þá á sama tíma. „Það er spurning hvort við Arnaldur tökum ekki skák? Ég skora á hann." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
„Þetta er alveg fáránlegt. Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Hann og metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason gefa út hvor sína sakamálasöguna eftir þrjár vikur þar sem sögusviðið er heimsmeistaraeinvígið í skák á milli Bobby Fischer og Boris Spasskí í Laugardalshöll 1972. Óttar, sem hefur verið kallaður krónprins íslenskra glæpasagna, frétti af bók Arnaldar þegar vinur hans benti honum á viðtal við „konung íslensku spennusögunnar" í Morgunblaðinu fyrir skömmu. „Hefði hann gefið út sína bók fyrir einu ári hefði ég hætt við mína bók," segir Óttar, sem hafði gengið lengi með hugmyndina að sinni bók í kollinum. Bók Arnaldar nefnist Einvígið á meðan bók Óttars heitir Lygarinn: Sönn saga. Þar með er ekki öll sagan sögð því Einvígið var eitt af nöfnunum sem komu til greina á bók Óttars. „Ég var með lista yfir tíu til fimmtán titla og Einvígið var á þeim lista. Ég vil ekki vera leiðinlegur við Arnald en mér fannst það vera of augljós titill á skákbók. En þetta er flottur titill." Fleiri líkindi eru með bókunum, því lögreglumenn eru aðalpersónurnar í þeim báðum. Hjá Arnaldi er það lærifaðir Erlends en hjá Óttari eru persónurnar tvær, lögreglumaður sem tengist einvíginu árið 1972 og dóttir hans sem í nútímanum rannsakar mál sem tengist sama einvígi. Óttar telur að fjarlægðin sem er komin á þetta mikla skákeinvígi hafi haft eitthvað að gera með að hann og Arnaldur ákváðu að skrifa um það sama. Einnig sú staðreynd að Fischer bjó hér á landi síðustu ár sín. Fischer var einnig alltaf „nálægur" í lífi Óttars því faðir hans, Sverrir Norðfjörð, sem lést fyrir þremur árum, afrekaði það að sigra Fischer í fjöltefli árið 1962. Mynd af þeirra einvígi hékk lengi uppi á vegg á heimili Óttars. „Bókin er virðingarvottur við pabba minn og þennan skák- Fischer-heim." En hvað finnst honum um samkeppnina við Arnald? „Að vera með bók sem er með sama efni og þessi sölumaskína okkar er svolítið klikkað. Þetta verða örugglega áhugaverðustu bókajól sem ég hef tekið þátt í," segir Óttar, sem veit ekki til þess að svona lagað hafi gerst áður í íslenskri bókmenntasögu, hvað þá á sama tíma. „Það er spurning hvort við Arnaldur tökum ekki skák? Ég skora á hann." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira