Handbolti

Framarar hafa ekki unnið á Hlíðarenda í tæpa 46 mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Hrafn jónsson mætir sínum gömlu félögum.
Ægir Hrafn jónsson mætir sínum gömlu félögum. Mynd/Anton
Framarar hafa ekki byrjað betur í karlahandboltanum í sex ár en þeir eru með fullt hús á toppi N1 deildar karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Framarar mæta því fullir sjálfstrausts á Hlíðarenda í kvöld þar sem þeir hafa ekki unnið í tæpa 46 mánuði eða síðan í desember 2007.

Valsmenn eru nefnilega búnir að vinna átta leiki í röð á móti nágrönnum sínum í Vodafonehöllinni þar á meðal eru tveir bikarleikir.

Valsmenn unnu Framara þrisvar sinnum á Hlíðarenda í fyrra þar af með einu marki í síðasta deildarleiknum fyrir HM-frí og sigur í framlengdum undanúrslitaleik í bikarnum.

Leikur Vals og Fram hefst klukkan 19.30 en tveir aðrir leikir fara fram í deildinni í kvöld, Haukar-Akureyri klukkan 18.30 á Ásvöllum og HK-FH klukkan 19.30 í Digranesi.

Síðustu leikir Vals og Fram á Hlíðarenda:

17. mars 2011 deild - Valur vann 32-25

13. feb. 2011 bikar - Valur 33-31

16. des. 2010 deild - Valur 29-28

7. des. 2009 bikar - Valur 35-24

15. nóv. 2009 deild - Valur 27-21

9. mars 2009 deild - Valur 32-25

2. okt. 2009 deild - Valur 29-21

2. maí 2008 deild - Valur 37-32

16. des. 2007 deild - Fram 27-25




Fleiri fréttir

Sjá meira


×