Vilja minnka vægi konungsvaldsins í stjórnarskrá 13. október 2011 01:00 drottningin Vinstri stjórnin í Danmörku vill minnka vægi konungsvaldsins í stjórnarskrá og færa það til samræmis við raunverulega stöðu í stjórnkerfinu. nordicphotos/afp Ný ríkisstjórn jafnaðarmanna, sósíalista og róttækra í Danmörku hyggur á breytingar á stjórnarskránni, en henni hefur lítið verið breytt síðan 1953. Meðal boðaðra breytinga er innleiðing Mannréttindasáttmála Evrópu og breytingar á hlutverki konungsvaldsins. Zenia Stampe, sem er talsmaður róttækra í stjórnarskrármálum, segir, í samtali við Berlingske Tidende, að flokkur hennar sé lýðræðissinnaður og því sé sjálfsagt að minnka vægi konungsvaldsins í stjórnarskránni til samræmis við raunverulegt hlutverk þess sem situr í hásætinu hverju sinni. Samkvæmt orðanna hljóðan í stjórnarskránni gegnir konungur eða drottning Danmerkur margs konar hlutverki, meðal annars í milliríkjasamskiptum og við framlagningu lagafrumvarpa. Raunverulegt vald liggur hins vegar hjá ríkisstjórninni og þessu vilja stjórnvöld nú breyta. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að með þessum hugmyndum eigi að nútímavæða dönsku stjórnarskrána. Hún hafi litlum breytingum tekið í gegnum tíðina, enda sé hún oft tekin sem dæmi um að of miklar hömlur séu settar á breytingar á stjórnarskrá. Tvö þing þurfi að samþykkja þær og ný stjórnarskrá sé borin undir þjóðaratkvæði. Hugmyndir stjórnvalda séu því fráleitt fastar í hendi.- kóp Fréttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Ný ríkisstjórn jafnaðarmanna, sósíalista og róttækra í Danmörku hyggur á breytingar á stjórnarskránni, en henni hefur lítið verið breytt síðan 1953. Meðal boðaðra breytinga er innleiðing Mannréttindasáttmála Evrópu og breytingar á hlutverki konungsvaldsins. Zenia Stampe, sem er talsmaður róttækra í stjórnarskrármálum, segir, í samtali við Berlingske Tidende, að flokkur hennar sé lýðræðissinnaður og því sé sjálfsagt að minnka vægi konungsvaldsins í stjórnarskránni til samræmis við raunverulegt hlutverk þess sem situr í hásætinu hverju sinni. Samkvæmt orðanna hljóðan í stjórnarskránni gegnir konungur eða drottning Danmerkur margs konar hlutverki, meðal annars í milliríkjasamskiptum og við framlagningu lagafrumvarpa. Raunverulegt vald liggur hins vegar hjá ríkisstjórninni og þessu vilja stjórnvöld nú breyta. Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að með þessum hugmyndum eigi að nútímavæða dönsku stjórnarskrána. Hún hafi litlum breytingum tekið í gegnum tíðina, enda sé hún oft tekin sem dæmi um að of miklar hömlur séu settar á breytingar á stjórnarskrá. Tvö þing þurfi að samþykkja þær og ný stjórnarskrá sé borin undir þjóðaratkvæði. Hugmyndir stjórnvalda séu því fráleitt fastar í hendi.- kóp
Fréttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira