Bönkum meinað að greiða arð og bónus 14. október 2011 00:00 Stefan Füle og José Manuel Barroso Kynntu nýja leið út úr kreppunni meðan Slóvakía lét bíða eftir samþykki síðustu úrræða.fréttablaðið/AP Bankar eiga hvorki að greiða út arð né kaupauka fyrr en varasjóðir þeirra eru orðnir nógu digrir til að standast þær nýju kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til þeirra. Þetta sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á miðvikudag þegar hann kynnti nýjar og enn öflugri aðgerðir til bjargar Grikklandi, evrunni og bönkum aðildarríkjanna. Meðal annars á að taka af allan vafa um að Evrópusambandið veiti Grikkjum þá aðstoð, sem þarf til að halda efnahagslífi Grikklands gangandi. Þá á að efla enn frekar neyðarsjóð ESB og hraða stækkun hans. Enn fremur á að grípa til samhæfðra aðgerða til að styrkja banka í Evrópusambandinu, meðal annars með því að aðstoða þá við að útvega sér fé í nægilega stóra varasjóði. Öll sautján ríki evrusvæðisins þurfa að samþykkja þessar nýju tillögur áður en hægt verður að hrinda þeim í framkvæmd, sem er langt og strangt ferli Síðast í gær samþykkti Slóvakía þær aðgerðir, sem ákveðið var að ráðast í síðasta sumar, en þær fólust meðal annars í verulegri stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Stjórnarandstaðan í Slóvakíu hafði fellt þær á þriðjudag, með þeim afleiðingum að ríkisstjórn landsins hrökklaðist frá völdum, en eftir það var þinginu ekkert að vanbúnaði að samþykkja stækkun neyðarsjóðsins. - gb Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira
Bankar eiga hvorki að greiða út arð né kaupauka fyrr en varasjóðir þeirra eru orðnir nógu digrir til að standast þær nýju kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til þeirra. Þetta sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á miðvikudag þegar hann kynnti nýjar og enn öflugri aðgerðir til bjargar Grikklandi, evrunni og bönkum aðildarríkjanna. Meðal annars á að taka af allan vafa um að Evrópusambandið veiti Grikkjum þá aðstoð, sem þarf til að halda efnahagslífi Grikklands gangandi. Þá á að efla enn frekar neyðarsjóð ESB og hraða stækkun hans. Enn fremur á að grípa til samhæfðra aðgerða til að styrkja banka í Evrópusambandinu, meðal annars með því að aðstoða þá við að útvega sér fé í nægilega stóra varasjóði. Öll sautján ríki evrusvæðisins þurfa að samþykkja þessar nýju tillögur áður en hægt verður að hrinda þeim í framkvæmd, sem er langt og strangt ferli Síðast í gær samþykkti Slóvakía þær aðgerðir, sem ákveðið var að ráðast í síðasta sumar, en þær fólust meðal annars í verulegri stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Stjórnarandstaðan í Slóvakíu hafði fellt þær á þriðjudag, með þeim afleiðingum að ríkisstjórn landsins hrökklaðist frá völdum, en eftir það var þinginu ekkert að vanbúnaði að samþykkja stækkun neyðarsjóðsins. - gb
Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira