Blóðrauðir reikningar SS? Þórólfur Matthíasson skrifar 20. október 2011 06:00 Beinn og óbeinn ávinningur Sláturfélags Suðurlands (SS) af útflutningi dilkakjöts og ærkjöts hefur verið til umræðu undanfarið í framhaldi af fréttum um kjötskort og mikinn útflutning kindakjöts. Skorað hefur verið á forsvarsmenn félagsins að leggja fram upplýsingar um skilaverð í útflutningi. Forstjóri félagsins skrifar grein í Fréttablaðið laugardaginn 15. október 2011 og leggur sem fyrr fram meðaltalstölu fengna úr útflutningstölfræði Hagstofu Íslands og neitar að gefa upp hverjar hinar raunverulegu tölur eru. Verður því að ganga út frá að árið 2010 hafi skilaverð útflutts kindakjöts hjá SS verið 616 krónur á kíló. Verð til bændaSS greiddi bændum fyrir innlagt kjöt samkvæmt verðskrá sem inniheldur 35 verðflokka. Verðið á innlögðu kjöti breytist viku fyrir viku í sláturtíðinni. Það eru 245 færslur í verðskránni. Algengasta verð til bænda virðist hafa verið á bilinu 350 til 500 krónur á kíló árið 2010. Í grein í Bændablaðinu upplýsir forstjóri SS að meðalverð afurðastöðva til bænda hafi verið 393 krónur árið 2010. Slátur-, geymslu- og umsýslukostnaðurÍ ársreikningi SS er, þó undarlegt megi sýnast, ekki að finna sundurliðaða afkomu rekstrar eftir vinnsludeildum. Því verða ekki dregnar ályktanir um sláturkostnað á kíló af sauðfjárafurðum með því að skoða þá heimild. Tvennt má styðjast við. Í fyrsta lagi kemur fram í ársreikningnum að rekstrarkostnaður er um 80% af kostnaðarverði seldra vara. Sé þeirri meðaltalsreglu beitt á kindakjötið ætti sláturkostnaður, frysting, geymsla, sala, vinnsla, fjárbinding og annar sameiginlegur kostnaður að nema 314 krónum á kíló. Í öðru lagi má ráða af Fréttabréfi SS dagsettu 22. júlí 2011 að gjaldtaka fyrir heimtöku sláturafurða hafi numið 2.850 krónum á dilk fyrir árið 2010. Það jafngildir því að sláturkostnaður án kostnaðar vegna geymslu, sölu, fjárbindingar og annars sameiginlegs kostnaðar hafi numið ríflega 175 krónum á kíló. Að kostnaður fyrir geymslu, sölu, fjárbindingar og annarra sameiginlegra kostnaðarliða hafi verið um 140 krónur má þykja sennilegt. Tekjur og gjöldÚtflutningsdæmið lítur þá þannig út: Kostnaður bónda við að framleiða hvert kíló af kindakjöti var um 600 krónur árið 2010 ef launakostnaður er ekki talinn með en um 900 krónur sé launakostnaður meðtalinn. Afurðastöðin greiddi bónda 350 til 500 krónur upp í þennan kostnað. Allur launakostnaður og hluti aðfangakostnaðar samtals um 400 til 550 krónur á kíló féll á skattgreiðendur gegnum beingreiðslur. Kjötið sem afurðastöðin keypti á 393 krónur að meðaltali fór ýmist á innanlandsmarkað eða til útflutnings. Útflutt kjöt skilaði afurðastöðinni 616 krónum á kíló en kostnaður afurðastöðvarinnar var annars vegar þær 393 krónur sem bóndinn fékk og hins vegar slátur og umsýslukostnaður upp á 314 krónur á kíló. Beint reikningslegt tap afurðastöðvar á hvert útflutt kíló kindakjöts árið 2010 nam því 94 krónum. Tapi snúið í hagnað á kostnað neytendaHvers vegna flytja afurðastöðvar kjöt út þó þær tapi 100 krónum á hvert kíló? Ástæðan er einföld. Með því að takmarka framboð á kjötmarkaði innanlands hækkar verð sem pína má út úr innlendum neytendum. Takist afurðastöðvunum að hækka verð til innlendra neytenda um 50 krónur á kíló kindakjöts er fyllilega réttlætanlegt frá þeirra sjónarhóli séð að selja kindakjöt til útflutnings með 100 krónu tapi á hvert útflutt kíló. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Beinn og óbeinn ávinningur Sláturfélags Suðurlands (SS) af útflutningi dilkakjöts og ærkjöts hefur verið til umræðu undanfarið í framhaldi af fréttum um kjötskort og mikinn útflutning kindakjöts. Skorað hefur verið á forsvarsmenn félagsins að leggja fram upplýsingar um skilaverð í útflutningi. Forstjóri félagsins skrifar grein í Fréttablaðið laugardaginn 15. október 2011 og leggur sem fyrr fram meðaltalstölu fengna úr útflutningstölfræði Hagstofu Íslands og neitar að gefa upp hverjar hinar raunverulegu tölur eru. Verður því að ganga út frá að árið 2010 hafi skilaverð útflutts kindakjöts hjá SS verið 616 krónur á kíló. Verð til bændaSS greiddi bændum fyrir innlagt kjöt samkvæmt verðskrá sem inniheldur 35 verðflokka. Verðið á innlögðu kjöti breytist viku fyrir viku í sláturtíðinni. Það eru 245 færslur í verðskránni. Algengasta verð til bænda virðist hafa verið á bilinu 350 til 500 krónur á kíló árið 2010. Í grein í Bændablaðinu upplýsir forstjóri SS að meðalverð afurðastöðva til bænda hafi verið 393 krónur árið 2010. Slátur-, geymslu- og umsýslukostnaðurÍ ársreikningi SS er, þó undarlegt megi sýnast, ekki að finna sundurliðaða afkomu rekstrar eftir vinnsludeildum. Því verða ekki dregnar ályktanir um sláturkostnað á kíló af sauðfjárafurðum með því að skoða þá heimild. Tvennt má styðjast við. Í fyrsta lagi kemur fram í ársreikningnum að rekstrarkostnaður er um 80% af kostnaðarverði seldra vara. Sé þeirri meðaltalsreglu beitt á kindakjötið ætti sláturkostnaður, frysting, geymsla, sala, vinnsla, fjárbinding og annar sameiginlegur kostnaður að nema 314 krónum á kíló. Í öðru lagi má ráða af Fréttabréfi SS dagsettu 22. júlí 2011 að gjaldtaka fyrir heimtöku sláturafurða hafi numið 2.850 krónum á dilk fyrir árið 2010. Það jafngildir því að sláturkostnaður án kostnaðar vegna geymslu, sölu, fjárbindingar og annars sameiginlegs kostnaðar hafi numið ríflega 175 krónum á kíló. Að kostnaður fyrir geymslu, sölu, fjárbindingar og annarra sameiginlegra kostnaðarliða hafi verið um 140 krónur má þykja sennilegt. Tekjur og gjöldÚtflutningsdæmið lítur þá þannig út: Kostnaður bónda við að framleiða hvert kíló af kindakjöti var um 600 krónur árið 2010 ef launakostnaður er ekki talinn með en um 900 krónur sé launakostnaður meðtalinn. Afurðastöðin greiddi bónda 350 til 500 krónur upp í þennan kostnað. Allur launakostnaður og hluti aðfangakostnaðar samtals um 400 til 550 krónur á kíló féll á skattgreiðendur gegnum beingreiðslur. Kjötið sem afurðastöðin keypti á 393 krónur að meðaltali fór ýmist á innanlandsmarkað eða til útflutnings. Útflutt kjöt skilaði afurðastöðinni 616 krónum á kíló en kostnaður afurðastöðvarinnar var annars vegar þær 393 krónur sem bóndinn fékk og hins vegar slátur og umsýslukostnaður upp á 314 krónur á kíló. Beint reikningslegt tap afurðastöðvar á hvert útflutt kíló kindakjöts árið 2010 nam því 94 krónum. Tapi snúið í hagnað á kostnað neytendaHvers vegna flytja afurðastöðvar kjöt út þó þær tapi 100 krónum á hvert kíló? Ástæðan er einföld. Með því að takmarka framboð á kjötmarkaði innanlands hækkar verð sem pína má út úr innlendum neytendum. Takist afurðastöðvunum að hækka verð til innlendra neytenda um 50 krónur á kíló kindakjöts er fyllilega réttlætanlegt frá þeirra sjónarhóli séð að selja kindakjöt til útflutnings með 100 krónu tapi á hvert útflutt kíló.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun