Dvínandi vonir um að fólk finnist á lífi 25. október 2011 00:00 Leitað í rústunum Ættingjar fylgdust með leitinni milli vonar og ótta.nordicphotos/AFP Sex manns var bjargað úr rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu í austanverðu Tyrklandi í gær. Fjórum var bjargað úr rústum sama húss eftir að einn þeirra náði að hringja eftir hjálp úr farsíma sínum og greina frá því hvar hann var. Tveir til viðbótar fundust eftir að hafa verið grafnir undir braki í 27 klukkustundir. Vitað var um nærri 300 látna í gær en óttast var að jarðskjálftinn á sunnudag, sem mældist 7,2 stig að styrkleika, hefði kostað allt að þúsund manns lífið. 1.300 hið minnsta eru slasaðir eftir skjálftann. Fólk reyndi að bera kennsl á ástvini sína, en líkum var raðað upp til að það væri mögulegt. Verst varð borgin Ercis úti, en þar búa 75 þúsund manns. Um það bil 80 fjölbýlishús hrundu þar til grunna. Þar er bæði rafmagnslaust og vatnslaust en leitað var að fólki í rústum fram á nótt með hjálp rafknúinna flóðljósa. Jarðskjálftinn reið yfir í austanverðu landinu, skammt frá landamærum Írans, en á þessum slóðum eru jarðskjálftar algengir. Meira en 200 eftirskjálftar hafa orðið á þessum slóðum, sá stærsti um sex stig. Björgunarsveitir hafa sett upp tjöld og neyðarskýli handa þeim þúsundum manna sem misst hafa heimili sín eða telja ekki óhætt að snúa heim aftur alveg strax. Þúsundir eyddu einnig annarri nóttinni í röð undir berum himni í köldu veðri. Meira en tvö þúsund manns sinntu leitarstörfum í borginni og höfðu leitarhunda sér til aðstoðar. Í borginni Van hrundu einnig margar byggingar. Forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan skoðaði sig um í borginni í gær og sagði að nánast öll hús sem byggð hafi verið úr leir hefðu hrunið eða skemmst. Rúmlega tuttugu rústabjörgunarsveitir buðu fram aðstoð sína strax á sunnudag, þar á meðal íslenska sveitin. Þá höfðu leiðtogar margra ríkja boðið fram aðstoð, en forsætisráðherra Tyrklands afþakkaði aðstoð og sagði Tyrki ráða við björgunarstörfin enn sem komið væri. Líkurnar á því að fleiri finnist á lífi í rústunum eru litlar, meðal annars vegna kuldans. gudsteinn@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Sex manns var bjargað úr rústum húsa á jarðskjálftasvæðinu í austanverðu Tyrklandi í gær. Fjórum var bjargað úr rústum sama húss eftir að einn þeirra náði að hringja eftir hjálp úr farsíma sínum og greina frá því hvar hann var. Tveir til viðbótar fundust eftir að hafa verið grafnir undir braki í 27 klukkustundir. Vitað var um nærri 300 látna í gær en óttast var að jarðskjálftinn á sunnudag, sem mældist 7,2 stig að styrkleika, hefði kostað allt að þúsund manns lífið. 1.300 hið minnsta eru slasaðir eftir skjálftann. Fólk reyndi að bera kennsl á ástvini sína, en líkum var raðað upp til að það væri mögulegt. Verst varð borgin Ercis úti, en þar búa 75 þúsund manns. Um það bil 80 fjölbýlishús hrundu þar til grunna. Þar er bæði rafmagnslaust og vatnslaust en leitað var að fólki í rústum fram á nótt með hjálp rafknúinna flóðljósa. Jarðskjálftinn reið yfir í austanverðu landinu, skammt frá landamærum Írans, en á þessum slóðum eru jarðskjálftar algengir. Meira en 200 eftirskjálftar hafa orðið á þessum slóðum, sá stærsti um sex stig. Björgunarsveitir hafa sett upp tjöld og neyðarskýli handa þeim þúsundum manna sem misst hafa heimili sín eða telja ekki óhætt að snúa heim aftur alveg strax. Þúsundir eyddu einnig annarri nóttinni í röð undir berum himni í köldu veðri. Meira en tvö þúsund manns sinntu leitarstörfum í borginni og höfðu leitarhunda sér til aðstoðar. Í borginni Van hrundu einnig margar byggingar. Forsætisráðherrann Recep Tayyip Erdogan skoðaði sig um í borginni í gær og sagði að nánast öll hús sem byggð hafi verið úr leir hefðu hrunið eða skemmst. Rúmlega tuttugu rústabjörgunarsveitir buðu fram aðstoð sína strax á sunnudag, þar á meðal íslenska sveitin. Þá höfðu leiðtogar margra ríkja boðið fram aðstoð, en forsætisráðherra Tyrklands afþakkaði aðstoð og sagði Tyrki ráða við björgunarstörfin enn sem komið væri. Líkurnar á því að fleiri finnist á lífi í rústunum eru litlar, meðal annars vegna kuldans. gudsteinn@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira