Félagsleg samheldni skilar meiru en einstaklingshyggja Elín Björg Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2011 06:00 Á nýafstöðnum aðalfundi BSRB hélt danski hagfræðiprófessorinn Torben M. Andersen erindi um skattbyrði og hagkvæmni velferðarkerfa Norðurlandanna. Ein helsta niðurstaða rannsókna hans er að fólk á Norðurlöndum sættir sig við að greiða skatta á meðan það hefur trú á því að skattpeningum þeirra sé vel varið. Meirihluti Norðurlandabúa telur hag sínum best borgið með því að greiða nokkuð háa skatta til að geta haldið uppi öflugu velferðarkerfi. Nýleg skoðanakönnun í Danmörku leiddi í ljós að meirihluti Dana vill ekki lækka skatta þótt skatthlutfallið þar sé með því hæsta í heiminum og efnameiri Danir sætta sig við að greiða hlutfallslega meiri skatt en hinir efnaminni. Þar í landi fá menn líka mikið fyrir skattana sína og það er nokkuð óumdeilt að öflugt velferðarkerfi skilar samfélaginu meiru en það tekur. Grunnforsenda þess að hægt sé að halda uppi velferðarkerfi er hátt atvinnustig. Lönd eins og Bandaríkin hreykja sér af lágri skattaprósentu sem ætti að virka hvetjandi til atvinnuþátttöku. En þrátt fyrir mikið félagslegt öryggisnet á Norðurlöndum er atvinnuþátttaka þar hvað hæst í heiminum og talsvert meiri en í Bandaríkjunum. Þar munar sérstaklega um mikla atvinnuþátttöku kvenna í samanburði við önnur lönd og hátt atvinnuhlutfall hjá þeim sem litla menntun hafa. Hátt atvinnustig skilar meiri skatttekjum og þess vegna er brýnt að sem flestir hafi atvinnu. Um leið og vinnandi fólki fjölgar fækkar fólki á atvinnuleysisskrá sem skiptir miklu fyrir ríkissjóð því þá fer fólk að leggja til samneyslunnar í stað þess að taka út. Í samanburði á OECD-ríkjunum koma Norðurlöndin líka mjög vel út hvað lífskjör varðar og eru þau alla jafna vel yfir lífskjarameðaltali OECD. Jafnræði meðal íbúa Norðurlanda er jafnframt mikið og munar þar mestu um jafna möguleika til menntunar. Menntun leiðir til betri launa og jafnari tækifæra sem um leið fela í sér meiri skatttekjur. Menntun er því grundvallarforsenda fyrir sjálfbærum hagvexti. Útgjöld til heilbrigðismála er önnur grundvallarforsenda hagvaxtar því ef heilsa fólks er góð gerir það því kleift að vinna meira og skila betur til samfélagsins. Umönnun aldraðra og barna skiptir líka sköpum í þessu samhengi og veitir fleirum möguleika á að vinna og leggja þannig til samfélagsins. Heilt yfir hagnast skattgreiðendur og samfélagið allt þess vegna á því að greiða skattana sína. Skattar hverfa nefnilega ekki bara ofan í einhvern pytt. Skattar fara í að greiða fyrir umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sem á endanum skilar sér í hærri skattgreiðslum, framförum og hagvexti. Þótt velferðarkerfi Norðurlandanna séu ekki gallalaus sýnir reynslan að um leið og þau veita íbúum landanna þétt öryggisnet hvetja þau til atvinnuþátttöku og búa þannig um hnútana að sem flestir geti unnið. Velferðarkerfi Norðurlandanna eru þannig fær um að veita öryggi og umönnun samhliða hagvexti og batnandi lífskjörum. Að verja fjármunum í velferð er þess vegna góð fjárfesting. Félagsleg samheldni skilar samfélaginu á endanum mun meiru en einstaklingshyggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum aðalfundi BSRB hélt danski hagfræðiprófessorinn Torben M. Andersen erindi um skattbyrði og hagkvæmni velferðarkerfa Norðurlandanna. Ein helsta niðurstaða rannsókna hans er að fólk á Norðurlöndum sættir sig við að greiða skatta á meðan það hefur trú á því að skattpeningum þeirra sé vel varið. Meirihluti Norðurlandabúa telur hag sínum best borgið með því að greiða nokkuð háa skatta til að geta haldið uppi öflugu velferðarkerfi. Nýleg skoðanakönnun í Danmörku leiddi í ljós að meirihluti Dana vill ekki lækka skatta þótt skatthlutfallið þar sé með því hæsta í heiminum og efnameiri Danir sætta sig við að greiða hlutfallslega meiri skatt en hinir efnaminni. Þar í landi fá menn líka mikið fyrir skattana sína og það er nokkuð óumdeilt að öflugt velferðarkerfi skilar samfélaginu meiru en það tekur. Grunnforsenda þess að hægt sé að halda uppi velferðarkerfi er hátt atvinnustig. Lönd eins og Bandaríkin hreykja sér af lágri skattaprósentu sem ætti að virka hvetjandi til atvinnuþátttöku. En þrátt fyrir mikið félagslegt öryggisnet á Norðurlöndum er atvinnuþátttaka þar hvað hæst í heiminum og talsvert meiri en í Bandaríkjunum. Þar munar sérstaklega um mikla atvinnuþátttöku kvenna í samanburði við önnur lönd og hátt atvinnuhlutfall hjá þeim sem litla menntun hafa. Hátt atvinnustig skilar meiri skatttekjum og þess vegna er brýnt að sem flestir hafi atvinnu. Um leið og vinnandi fólki fjölgar fækkar fólki á atvinnuleysisskrá sem skiptir miklu fyrir ríkissjóð því þá fer fólk að leggja til samneyslunnar í stað þess að taka út. Í samanburði á OECD-ríkjunum koma Norðurlöndin líka mjög vel út hvað lífskjör varðar og eru þau alla jafna vel yfir lífskjarameðaltali OECD. Jafnræði meðal íbúa Norðurlanda er jafnframt mikið og munar þar mestu um jafna möguleika til menntunar. Menntun leiðir til betri launa og jafnari tækifæra sem um leið fela í sér meiri skatttekjur. Menntun er því grundvallarforsenda fyrir sjálfbærum hagvexti. Útgjöld til heilbrigðismála er önnur grundvallarforsenda hagvaxtar því ef heilsa fólks er góð gerir það því kleift að vinna meira og skila betur til samfélagsins. Umönnun aldraðra og barna skiptir líka sköpum í þessu samhengi og veitir fleirum möguleika á að vinna og leggja þannig til samfélagsins. Heilt yfir hagnast skattgreiðendur og samfélagið allt þess vegna á því að greiða skattana sína. Skattar hverfa nefnilega ekki bara ofan í einhvern pytt. Skattar fara í að greiða fyrir umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sem á endanum skilar sér í hærri skattgreiðslum, framförum og hagvexti. Þótt velferðarkerfi Norðurlandanna séu ekki gallalaus sýnir reynslan að um leið og þau veita íbúum landanna þétt öryggisnet hvetja þau til atvinnuþátttöku og búa þannig um hnútana að sem flestir geti unnið. Velferðarkerfi Norðurlandanna eru þannig fær um að veita öryggi og umönnun samhliða hagvexti og batnandi lífskjörum. Að verja fjármunum í velferð er þess vegna góð fjárfesting. Félagsleg samheldni skilar samfélaginu á endanum mun meiru en einstaklingshyggja.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun