Stjórnarmenn vildu fresta ESB-ályktun 11. nóvember 2011 07:30 Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi. „Það eru deildar meiningar um þetta eins og margt annað en Samtök atvinnulífsins eru lýðræðisleg samtök þannig að þetta var ákveðið með þessum meirihluta og þeir sem urðu undir í þessu lúta þessari niðurstöðu,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA. „Það er engin lausn að okkar mati að hætta núna og svo kæmi málið bara aftur upp eftir einhver ár.“ Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að málið valdi klofningi í samtökunum nú. Fyrir þremur árum ákváðu samtökin að beita sér ekki fyrir aðild að Evrópusambandinu. Það var gert vegna hættu á klofningi, en Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hótaði þá úrsögn ef samtökunum yrði beitt fyrir aðild. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, tekur undir að ekki sé hætta á klofningi, þar sem þessi ályktun bindi ekki einstök aðildarsamtök eða fyrirtæki varðandi afstöðu til aðildar eða umsóknarferlisins. „Atkvæðagreiðslan breytir því ekki að Samtök atvinnulífsins þurfa að gæta hagsmuna allra félagsmanna og þar er enginn rétthærri en annar.“ Meðal þess sem rætt var á fundinum var að fresta kosningu um tillöguna þar til eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefst eftir rúma viku. Friðrik vildi ekki ræða það við Fréttablaðið. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, segir að mörg sjónarmið hafi verið á lofti á fundinum. Ef fresta hefði átt afgreiðslunni væri þó aldrei að vita hvenær málið hefði verið tekið fyrir. „Tímapunkturinn er sá að stjórnin hittist bara fjórum sinnum á ári. Samtök atvinnulífsins eiga ekki að hafa skoðun eða álykta með og á móti eftir því hvenær stjórnmálaöfl í landinu halda landsfundi. Við erum ekki deild í einum flokki, við erum bara að vinna að hagsmunum atvinnulífsins. Hvort að á þeim tíma séu landsfundir eftir viku eða á næsta ári, það á bara ekki að hafa áhrif á okkar afstöðu.“ Hún segir það hagsmuni atvinnulífsins að skoða alla kosti, þar á meðal Evrópusambandið. „Hver sá kostur er vitum við aldrei nema við klárum þetta ferli.“ Ekki eigi að taka valkostinn af félagsmönnum SA. „Nú eru áhrifamikil öfl að álykta að draga eigi umsóknina til baka. Þá verður atvinnulífið að bregðast við og gæta hagsmuna sinna félaga,“ segir Margrét. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggjast gegn því að aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði dregin til baka og aðildarviðræðum slitið. Þau telja að leiða eigi viðræðurnar til lykta og leggja samning fyrir þjóðina. Meirihluti stjórnar samtakanna samþykkti þetta á átakafundi í gær. Tíu stjórnarmenn kusu með tillögunni en sex gegn henni. Tveir sátu hjá og þrír voru fjarverandi. „Það eru deildar meiningar um þetta eins og margt annað en Samtök atvinnulífsins eru lýðræðisleg samtök þannig að þetta var ákveðið með þessum meirihluta og þeir sem urðu undir í þessu lúta þessari niðurstöðu,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA. „Það er engin lausn að okkar mati að hætta núna og svo kæmi málið bara aftur upp eftir einhver ár.“ Hann segist ekki hafa neina ástæðu til að ætla að málið valdi klofningi í samtökunum nú. Fyrir þremur árum ákváðu samtökin að beita sér ekki fyrir aðild að Evrópusambandinu. Það var gert vegna hættu á klofningi, en Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hótaði þá úrsögn ef samtökunum yrði beitt fyrir aðild. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, tekur undir að ekki sé hætta á klofningi, þar sem þessi ályktun bindi ekki einstök aðildarsamtök eða fyrirtæki varðandi afstöðu til aðildar eða umsóknarferlisins. „Atkvæðagreiðslan breytir því ekki að Samtök atvinnulífsins þurfa að gæta hagsmuna allra félagsmanna og þar er enginn rétthærri en annar.“ Meðal þess sem rætt var á fundinum var að fresta kosningu um tillöguna þar til eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hefst eftir rúma viku. Friðrik vildi ekki ræða það við Fréttablaðið. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, segir að mörg sjónarmið hafi verið á lofti á fundinum. Ef fresta hefði átt afgreiðslunni væri þó aldrei að vita hvenær málið hefði verið tekið fyrir. „Tímapunkturinn er sá að stjórnin hittist bara fjórum sinnum á ári. Samtök atvinnulífsins eiga ekki að hafa skoðun eða álykta með og á móti eftir því hvenær stjórnmálaöfl í landinu halda landsfundi. Við erum ekki deild í einum flokki, við erum bara að vinna að hagsmunum atvinnulífsins. Hvort að á þeim tíma séu landsfundir eftir viku eða á næsta ári, það á bara ekki að hafa áhrif á okkar afstöðu.“ Hún segir það hagsmuni atvinnulífsins að skoða alla kosti, þar á meðal Evrópusambandið. „Hver sá kostur er vitum við aldrei nema við klárum þetta ferli.“ Ekki eigi að taka valkostinn af félagsmönnum SA. „Nú eru áhrifamikil öfl að álykta að draga eigi umsóknina til baka. Þá verður atvinnulífið að bregðast við og gæta hagsmuna sinna félaga,“ segir Margrét. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira