Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. desember 2025 21:45 Rúmlega tuttugu prósent starfsmanna árið 2023 voru innflytjendur. Vísir/Vilhelm Tíu prósent stöðugilda starfsfólks sem sjá um uppeldi og menntun leikskólabarna eru mönnuð af fólki sem nær ekki viðmiðum um meðalhæfni í íslensku. Árið 2023 voru rúmlega tuttugu prósent starfsmannanna innflytjendur. Í skriflegri fyrirspurn óskaði Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftir svörum við hversu margir starfsmenn leikskóla sem vinna með börnum séu ekki með íslensku að móðurmáli. Í svari Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, segir að upplýsingum um færni starfsfólks í íslensku hafi ekki verið safnað. Hins vegar var framkvæmd könnun í september 2025 þar sem leikskólastjórar voru spurðir hversu mörg stöðugildi sem sinna uppeldi og menntun barna, séu mönnuð af starfsfólki sem nær ekki hæfniviðmiðum B1 í íslensku. Vert er að taka fram að 77 prósent leikskólastjóra, eða 188 af 245, svöruðu könnuninni. Í svarinu er bent á að við túlkun niðurstaðna verði að hafa svarhlutfallið til hliðsjónar. Sextán prósent stöðugilda á Vestfjörðum, frátöldum Ísafjarðarbæ, voru mönnuð af starfsfólki sem náði ekki hæfnisviðmiðum B1 í íslensku. Þar á eftir komu Reykjavík og Reykjanesbær með fimmtán prósent stöðugilda. Lægst mældist það í Akraneskaupstað, eða núll prósent. A1 til C2 hæfni er evrópskur mælikvarði á hæfni einstaklings í tungumáli. Ef viðkomandi er með B1 hæfni ætti hann að geta skilið aðalatriði í skýru tali og myndað einfaldan, samfelldan texta. Rúm tuttugu prósent Hagstofa Íslands safni hins vegar upplýsingum um bakgrunn leikskólastarfsfólks. Árið 2024 óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum um fjölda leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun og er innflytjendur, það er að segja einstaklingur fæddur erlendis og á foreldra sem eru báðir fæddir erlendis. „Að einhverju leyti gefa gögnin vísbendingar um fjölda leikskólastarfsfólks með annað móðurmál en íslensku en gögnin afmarkast aðeins við framangreinda skilgreiningu á hugtakinu innflytjendur,“ segir í svarinu. Um var að ræða 1230 starfsmenn eða 21,1 prósent leikskólastarfsmanna á landinu. Hæsta hlutfallið, 36,6 prósent, var í flokknum Reykjavík - Suðurmiðstöð. Lægsta hlutfallið var í Skagafirði, eða 4,9 prósent. Innflytjendamál Leikskólar Íslensk tunga Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Í skriflegri fyrirspurn óskaði Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftir svörum við hversu margir starfsmenn leikskóla sem vinna með börnum séu ekki með íslensku að móðurmáli. Í svari Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, segir að upplýsingum um færni starfsfólks í íslensku hafi ekki verið safnað. Hins vegar var framkvæmd könnun í september 2025 þar sem leikskólastjórar voru spurðir hversu mörg stöðugildi sem sinna uppeldi og menntun barna, séu mönnuð af starfsfólki sem nær ekki hæfniviðmiðum B1 í íslensku. Vert er að taka fram að 77 prósent leikskólastjóra, eða 188 af 245, svöruðu könnuninni. Í svarinu er bent á að við túlkun niðurstaðna verði að hafa svarhlutfallið til hliðsjónar. Sextán prósent stöðugilda á Vestfjörðum, frátöldum Ísafjarðarbæ, voru mönnuð af starfsfólki sem náði ekki hæfnisviðmiðum B1 í íslensku. Þar á eftir komu Reykjavík og Reykjanesbær með fimmtán prósent stöðugilda. Lægst mældist það í Akraneskaupstað, eða núll prósent. A1 til C2 hæfni er evrópskur mælikvarði á hæfni einstaklings í tungumáli. Ef viðkomandi er með B1 hæfni ætti hann að geta skilið aðalatriði í skýru tali og myndað einfaldan, samfelldan texta. Rúm tuttugu prósent Hagstofa Íslands safni hins vegar upplýsingum um bakgrunn leikskólastarfsfólks. Árið 2024 óskaði ráðuneytið eftir upplýsingum um fjölda leikskólastarfsfólks sem sinnir uppeldi og menntun og er innflytjendur, það er að segja einstaklingur fæddur erlendis og á foreldra sem eru báðir fæddir erlendis. „Að einhverju leyti gefa gögnin vísbendingar um fjölda leikskólastarfsfólks með annað móðurmál en íslensku en gögnin afmarkast aðeins við framangreinda skilgreiningu á hugtakinu innflytjendur,“ segir í svarinu. Um var að ræða 1230 starfsmenn eða 21,1 prósent leikskólastarfsmanna á landinu. Hæsta hlutfallið, 36,6 prósent, var í flokknum Reykjavík - Suðurmiðstöð. Lægsta hlutfallið var í Skagafirði, eða 4,9 prósent.
Innflytjendamál Leikskólar Íslensk tunga Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira