Lars mun ræða aftur við Heiðar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2011 07:00 Lars Lagerbäck ætlar að spjalla betur við Heiðar Helguson síðar og athuga hvort hann fáist til að spila fyrir landsliðið á ný. Mynd/Vilhelm Heitasti íslenski knattspyrnumaðurinn um þessar mundir er Dalvíkingurinn Heiðar Helguson. Heiðar hefur farið algjörlega á kostum með liði sínu, QPR, í síðustu leikjum og skoraði meðal annars tvö mörk gegn Stoke um helgina. Alls er hann búinn að skora fimm mörk í síðustu fimm leikjum liðsins. Það eru talsverð meiðsli hjá framherjum landsliðsins um þessar mundir en bæði Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru fótbrotnir og spila ekki aftur fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Heiðar tilkynnti í lok september að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu. Framherjinn er orðinn 34 ára gamall og vill einbeita sér að því að spila fyrir félag sitt. Frábær frammistaða hans upp á síðkastið hefur aftur á móti orðið þess valdandi að margir vilja sjá Heiðar endurskoða afstöðu sína og taka fram landsliðsskóna á nýjan leik. Hinn nýráðni landsliðsþjálfari Íslands, Svíinn Lars Lagerbäck, hitti Heiðar á dögunum og ræddi þann möguleika við leikmanninn að spila áfram með landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn fékk ekki jákvætt svar frá Heiðari þá en hann mun ræða við hann síðar um málið. „Ég var í London og ákvað að kíkja á völlinn. Þar sem Heiðar var að spila ákvað ég að kasta á hann kveðju eftir leikinn. Þetta var enginn fundur heldur stutt spjall svo við fórum ekkert almennilega yfir málin. Hann bauð mér aftur á móti að vera í sambandi við sig síðar og ég mun væntanlega gera það,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég get ekki fullyrt neitt um hvort hann spili aftur fyrir landsliðið eða ekki. Maður veit líka aldrei með leikmenn þegar þeir komast á aldur. Ég mun ræða við hann. Auðvitað mun ég reyna að snúa honum ef ég tel mig geta notað hann. Það sama á samt við um Heiðar og aðra leikmenn að ef þeir hafa ekki 100 prósent áhuga á að spila fyrir landsliðið þá spila þeir ekki.“ Svíinn hefur ekki formlega störf fyrir KSÍ fyrr en um áramótin en hann er enn að vinna fyrir sænska knattspyrnusambandið. Hans starf fyrir KSÍ fer því ekki á fullt fyrr en eftir jól. „Ég hef ekki skipulagt að hitta neina leikmenn enn sem komið er. Ég hef verið í smá sambandi við Eið Smára en aðeins í gegnum tölvupóst. Um miðjan næsta mánuð mun ég fara í að skipuleggja ferðir til þess að hitta leikmenn,“ sagði Lagerbäck en hann kemur síðan til landsins fljótlega eftir áramót. „Þá mun ég hitta mitt samstarfsfólk og skipuleggja starfið betur. Ég mun einnig ræða við þjálfarana á Íslandi. Svo þarf að skipuleggja vináttulandsleiki þannig að það verður nóg að gera.“ Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Heitasti íslenski knattspyrnumaðurinn um þessar mundir er Dalvíkingurinn Heiðar Helguson. Heiðar hefur farið algjörlega á kostum með liði sínu, QPR, í síðustu leikjum og skoraði meðal annars tvö mörk gegn Stoke um helgina. Alls er hann búinn að skora fimm mörk í síðustu fimm leikjum liðsins. Það eru talsverð meiðsli hjá framherjum landsliðsins um þessar mundir en bæði Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru fótbrotnir og spila ekki aftur fyrr en einhvern tíma á næsta ári. Heiðar tilkynnti í lok september að hann væri hættur að leika með íslenska landsliðinu. Framherjinn er orðinn 34 ára gamall og vill einbeita sér að því að spila fyrir félag sitt. Frábær frammistaða hans upp á síðkastið hefur aftur á móti orðið þess valdandi að margir vilja sjá Heiðar endurskoða afstöðu sína og taka fram landsliðsskóna á nýjan leik. Hinn nýráðni landsliðsþjálfari Íslands, Svíinn Lars Lagerbäck, hitti Heiðar á dögunum og ræddi þann möguleika við leikmanninn að spila áfram með landsliðinu. Landsliðsþjálfarinn fékk ekki jákvætt svar frá Heiðari þá en hann mun ræða við hann síðar um málið. „Ég var í London og ákvað að kíkja á völlinn. Þar sem Heiðar var að spila ákvað ég að kasta á hann kveðju eftir leikinn. Þetta var enginn fundur heldur stutt spjall svo við fórum ekkert almennilega yfir málin. Hann bauð mér aftur á móti að vera í sambandi við sig síðar og ég mun væntanlega gera það,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég get ekki fullyrt neitt um hvort hann spili aftur fyrir landsliðið eða ekki. Maður veit líka aldrei með leikmenn þegar þeir komast á aldur. Ég mun ræða við hann. Auðvitað mun ég reyna að snúa honum ef ég tel mig geta notað hann. Það sama á samt við um Heiðar og aðra leikmenn að ef þeir hafa ekki 100 prósent áhuga á að spila fyrir landsliðið þá spila þeir ekki.“ Svíinn hefur ekki formlega störf fyrir KSÍ fyrr en um áramótin en hann er enn að vinna fyrir sænska knattspyrnusambandið. Hans starf fyrir KSÍ fer því ekki á fullt fyrr en eftir jól. „Ég hef ekki skipulagt að hitta neina leikmenn enn sem komið er. Ég hef verið í smá sambandi við Eið Smára en aðeins í gegnum tölvupóst. Um miðjan næsta mánuð mun ég fara í að skipuleggja ferðir til þess að hitta leikmenn,“ sagði Lagerbäck en hann kemur síðan til landsins fljótlega eftir áramót. „Þá mun ég hitta mitt samstarfsfólk og skipuleggja starfið betur. Ég mun einnig ræða við þjálfarana á Íslandi. Svo þarf að skipuleggja vináttulandsleiki þannig að það verður nóg að gera.“
Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira