Pálmi Rafn: Þetta er alveg hræðilegt ástand Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2011 07:00 Pálmi Rafn Pálmason vonast til þess að finna sér lið á Norðurlöndunum. Mynd/Valli „Það er allt í steik hérna. Maður þakkar Guði fyrir að vera að losna undan samningi hérna,“ segir Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason um ástandið hjá félagi sínu, Stabæk. Félagið virðist vera svo gott sem gjaldþrota og á mánudag var tilkynnt að félagið þyrfti að skera niður kostnað sem nemur um 700 milljónum króna. Þeir sex leikmenn, fyrir utan Pálma, sem eru að klára samning fá væntanlega ekki nýtt tilboð og félagið mun þess utan þurfa að losa sig við 6-7 leikmenn. Framtíð félagsins er því í algjörri óvissu. „Það er þung stemning hérna núna. Fundurinn var mjög erfiður fyrir alla enda þarf að segja upp fullt af starfsfólki, ekki bara leikmönnum. Sá fundur var mjög þungur. Það er óhætt að segja að það sé ekkert spes stemning hérna núna,“ segir Pálmi sem verður samningslaus um áramótin. „Það verður lítið eftir þegar rúmlega tíu leikmenn verða kannski farnir. Þetta er því hræðilegt ástand. Það segir sig sjálft.“ Pálmi er ekki eini Íslendingurinn í herbúðum Stabæk en þar er einnig bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og óljóst hvort félagið ætli sér að óska eftir kröftum hans áfram. Þá er enn óljóst hvað verður aðhafst í máli Stabæk vegna sölunnar á Veigari Páli Gunnarssyni en það mál er í rannsókn hjá lögreglu. Félagið er þar sakað um að hafa reynt að falsa kaupverðið á Veigari Páli til Valerenga, í von um að komast hjá því að greiða franska félaginu Nancy helming söluverðsins. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
„Það er allt í steik hérna. Maður þakkar Guði fyrir að vera að losna undan samningi hérna,“ segir Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason um ástandið hjá félagi sínu, Stabæk. Félagið virðist vera svo gott sem gjaldþrota og á mánudag var tilkynnt að félagið þyrfti að skera niður kostnað sem nemur um 700 milljónum króna. Þeir sex leikmenn, fyrir utan Pálma, sem eru að klára samning fá væntanlega ekki nýtt tilboð og félagið mun þess utan þurfa að losa sig við 6-7 leikmenn. Framtíð félagsins er því í algjörri óvissu. „Það er þung stemning hérna núna. Fundurinn var mjög erfiður fyrir alla enda þarf að segja upp fullt af starfsfólki, ekki bara leikmönnum. Sá fundur var mjög þungur. Það er óhætt að segja að það sé ekkert spes stemning hérna núna,“ segir Pálmi sem verður samningslaus um áramótin. „Það verður lítið eftir þegar rúmlega tíu leikmenn verða kannski farnir. Þetta er því hræðilegt ástand. Það segir sig sjálft.“ Pálmi er ekki eini Íslendingurinn í herbúðum Stabæk en þar er einnig bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og óljóst hvort félagið ætli sér að óska eftir kröftum hans áfram. Þá er enn óljóst hvað verður aðhafst í máli Stabæk vegna sölunnar á Veigari Páli Gunnarssyni en það mál er í rannsókn hjá lögreglu. Félagið er þar sakað um að hafa reynt að falsa kaupverðið á Veigari Páli til Valerenga, í von um að komast hjá því að greiða franska félaginu Nancy helming söluverðsins.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira