Verðlagseftirlit á villigötum Andrés Magnússon skrifar 24. nóvember 2011 11:00 Verðlagseftirlit ASÍ túlkar niðurstöðu nýrrar verðkönnunar sinnar á þann veg að á kunni að vanta að samkeppni meðal matvöruverslana sé nægjanlega virk. Því til stuðnings bendir verðlagseftirlitið sérstaklega á að hækkanir hafi orðið á kjötvörum um 8 til 45% á sl. 14 mánuðum. Það sem er rétt hjá eftirlitinu er að miklar hækkanir hafa orðið á kjötvörum á undanförnum mánuðum, en það er hins vegar alröng ályktun að þær megi rekja til þess að ekki sé nægjanleg samkeppni á matvörumarkaði. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa á undanförnum mánuðum gagnrýnt hækkanir á kjötvörum frá framleiðendum harðlega. Samkvæmt upplýsingum frá aðildarfyrirtækjum samtakanna eru dæmi um hækkanir um allt að 45% á einstaka kjöttegundum. Algengt er að verð á þessum vörum hafi hækkað frá framleiðendum um 20 til 35% á þessu tímabili. Hér er eins og allir vita um að ræða hækkanir sem ekki er hægt að skýra með vísan til þróunar verðbólgu á sama tíma. Á þetta hafa samtökin bent og telja þau að framleiðendur hafi engan veginn getað gefið eðlilegar skýringar á hækkuninni. Að mati samtakanna er skýringarinnar að leita í því úrelta framleiðslu- og sölukerfi sem byggt hefur verið upp í kringum innlenda landbúnaðarframleiðslu. Það kerfi útilokar nær allan innflutning og þar með alla samkeppni í framleiðslu á landbúnaðarvörum. Kerfið leiðir einnig til vísitöluhækkunar og hækkar þar með skuldir heimilanna í landinu. Margir aðrir en SVÞ hafa gagnrýnt þetta kerfi harðlega, þ.ám. ASÍ. Þó að flestir geri sér grein fyrir því hvar orsakanna sé að leita fyrir hinni miklu hækkun sem orðið hefur á kjötvörum undanfarna mánuði, kýs verðlagseftirlit ASÍ að skýra það með ónógri samkeppni á matvörumarkaði. Staðreyndin er nefnilega sú að enginn einn markaður hér á landi býr við eins mikið eftirlit af hálfu samkeppnisyfirvalda og matvörumarkaðurinn. Það er beinlínis staðfest af Samkeppniseftirlitinu, m.a. í skýrslu þess frá því á sl. sumri sem ber yfirskriftina „Samkeppni eftir hrun". Þar segir að stórum hluta af tíma eftirlitsins verði hér eftir sem hingað til varið í eftirlit með samkeppni á matvörumarkaði. Í því ljósi er ályktun verðlagseftirlits ASÍ í meira lagi langsótt. Það eina sem haldið getur aftur af áframhaldandi hækkunum á innlendum búvörum er að heimila aukinn innflutning á þessum vörum. Þar hefur orðið mikill afturkippur þar sem núverandi stjórnvöld gera hvað þau geta til að hindra slíkan innflutning. Það væri nær að SVÞ og ASÍ sneru bökum saman í baráttu fyrir auknu frelsi í viðskiptum með búvörur og einfaldara landbúnaðarkerfi sem leiða myndi til aukinnar hagsældar fyrir heimilin í landinu. Þar er sannarlega verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Sjá meira
Verðlagseftirlit ASÍ túlkar niðurstöðu nýrrar verðkönnunar sinnar á þann veg að á kunni að vanta að samkeppni meðal matvöruverslana sé nægjanlega virk. Því til stuðnings bendir verðlagseftirlitið sérstaklega á að hækkanir hafi orðið á kjötvörum um 8 til 45% á sl. 14 mánuðum. Það sem er rétt hjá eftirlitinu er að miklar hækkanir hafa orðið á kjötvörum á undanförnum mánuðum, en það er hins vegar alröng ályktun að þær megi rekja til þess að ekki sé nægjanleg samkeppni á matvörumarkaði. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa á undanförnum mánuðum gagnrýnt hækkanir á kjötvörum frá framleiðendum harðlega. Samkvæmt upplýsingum frá aðildarfyrirtækjum samtakanna eru dæmi um hækkanir um allt að 45% á einstaka kjöttegundum. Algengt er að verð á þessum vörum hafi hækkað frá framleiðendum um 20 til 35% á þessu tímabili. Hér er eins og allir vita um að ræða hækkanir sem ekki er hægt að skýra með vísan til þróunar verðbólgu á sama tíma. Á þetta hafa samtökin bent og telja þau að framleiðendur hafi engan veginn getað gefið eðlilegar skýringar á hækkuninni. Að mati samtakanna er skýringarinnar að leita í því úrelta framleiðslu- og sölukerfi sem byggt hefur verið upp í kringum innlenda landbúnaðarframleiðslu. Það kerfi útilokar nær allan innflutning og þar með alla samkeppni í framleiðslu á landbúnaðarvörum. Kerfið leiðir einnig til vísitöluhækkunar og hækkar þar með skuldir heimilanna í landinu. Margir aðrir en SVÞ hafa gagnrýnt þetta kerfi harðlega, þ.ám. ASÍ. Þó að flestir geri sér grein fyrir því hvar orsakanna sé að leita fyrir hinni miklu hækkun sem orðið hefur á kjötvörum undanfarna mánuði, kýs verðlagseftirlit ASÍ að skýra það með ónógri samkeppni á matvörumarkaði. Staðreyndin er nefnilega sú að enginn einn markaður hér á landi býr við eins mikið eftirlit af hálfu samkeppnisyfirvalda og matvörumarkaðurinn. Það er beinlínis staðfest af Samkeppniseftirlitinu, m.a. í skýrslu þess frá því á sl. sumri sem ber yfirskriftina „Samkeppni eftir hrun". Þar segir að stórum hluta af tíma eftirlitsins verði hér eftir sem hingað til varið í eftirlit með samkeppni á matvörumarkaði. Í því ljósi er ályktun verðlagseftirlits ASÍ í meira lagi langsótt. Það eina sem haldið getur aftur af áframhaldandi hækkunum á innlendum búvörum er að heimila aukinn innflutning á þessum vörum. Þar hefur orðið mikill afturkippur þar sem núverandi stjórnvöld gera hvað þau geta til að hindra slíkan innflutning. Það væri nær að SVÞ og ASÍ sneru bökum saman í baráttu fyrir auknu frelsi í viðskiptum með búvörur og einfaldara landbúnaðarkerfi sem leiða myndi til aukinnar hagsældar fyrir heimilin í landinu. Þar er sannarlega verk að vinna.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun