Merkel útilokar nú allar skyndilausnir 3. desember 2011 02:00 Angela Merkel Kanslari Þýskalands ítrekar enn á ný andstöðu sína við margvíslegar aðgerðir, sem önnur evruríki hafa viljað grípa til í von um að leysa skuldavandann á evrusvæðinu.nordicphotos/AFP „Við erum komin á nýtt stig í samhæfingu Evrópusambandsins,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu á þýska þinginu í gær, þar sem hún lýsti hugmyndum sínum um að styrkja efnahagssamstarf evruríkjanna. Nýtt efnahagsbandalag evruríkjanna sé nauðsynlegt til að vinna bug á kreppunni og bjarga evrunni, og þetta nýja bandalag fæli í sér strangar fjárlagareglur með refsiákvæðum. Til þess þurfi að gera breytingar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins, en þær breytingar verði ekki gerðar í hvelli. „Einfaldar og hraðvirkar lausnir eru ekki til,“ sagði Merkel. „Þetta er ferli, og það ferli mun standa árum saman.“ Hún sagði nánari útfærslur verða kynntar á mánudaginn í næstu viku, þegar hún hittirNicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en stefnt er að afgreiðslu á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel um miðja vikuna. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru á stöðugum fundum þessa dagana til að komast að sameiginlegri niðurstöðu, sem gæti styrkt trú fjármálaheimsins á evruna og hjálpað skuldugustu evruríkjunum úr vanda. Í fyrrakvöld flutti Sarkozy ræðu í Frakklandi, þar sem hann lagði áherslu á nauðsyn þess að evruríkin verði að tengjast sterkari böndum til að koma í veg fyrir að skuldabákn þeirra gangi af evrunni dauðri. „Við verðum að standa fullkomlega saman á móti þeim sem efast um stöðugleika evrunnar og veðja á hrun hennar,“ sagði hann. Í gær brá David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér síðan yfir Ermarsundið í heimsókn til Frakklands að ræða við Sarkozy. Bretar hafa nokkra sérstöðu þar sem þeir eru ekki með evru, en Cameron sagðist standa heilshugar að baki því að leysa yrði vandann með því að gera stofnunum evruríkjanna kleift að sannfæra markaði. Einnig þurfi að efla samkeppnishæfni sumra Evrópusambandsríkjanna. „Reyndar þarf ekki að breyta stofnsáttmálum til þess,“ sagði hann, „en ég stend alveg klár á því að ef gera þarf samningsbreytingar þá mun ég sjá til þess að við verjum og styrkjum hagsmuni Bretlands.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
„Við erum komin á nýtt stig í samhæfingu Evrópusambandsins,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu á þýska þinginu í gær, þar sem hún lýsti hugmyndum sínum um að styrkja efnahagssamstarf evruríkjanna. Nýtt efnahagsbandalag evruríkjanna sé nauðsynlegt til að vinna bug á kreppunni og bjarga evrunni, og þetta nýja bandalag fæli í sér strangar fjárlagareglur með refsiákvæðum. Til þess þurfi að gera breytingar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins, en þær breytingar verði ekki gerðar í hvelli. „Einfaldar og hraðvirkar lausnir eru ekki til,“ sagði Merkel. „Þetta er ferli, og það ferli mun standa árum saman.“ Hún sagði nánari útfærslur verða kynntar á mánudaginn í næstu viku, þegar hún hittirNicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en stefnt er að afgreiðslu á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel um miðja vikuna. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru á stöðugum fundum þessa dagana til að komast að sameiginlegri niðurstöðu, sem gæti styrkt trú fjármálaheimsins á evruna og hjálpað skuldugustu evruríkjunum úr vanda. Í fyrrakvöld flutti Sarkozy ræðu í Frakklandi, þar sem hann lagði áherslu á nauðsyn þess að evruríkin verði að tengjast sterkari böndum til að koma í veg fyrir að skuldabákn þeirra gangi af evrunni dauðri. „Við verðum að standa fullkomlega saman á móti þeim sem efast um stöðugleika evrunnar og veðja á hrun hennar,“ sagði hann. Í gær brá David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér síðan yfir Ermarsundið í heimsókn til Frakklands að ræða við Sarkozy. Bretar hafa nokkra sérstöðu þar sem þeir eru ekki með evru, en Cameron sagðist standa heilshugar að baki því að leysa yrði vandann með því að gera stofnunum evruríkjanna kleift að sannfæra markaði. Einnig þurfi að efla samkeppnishæfni sumra Evrópusambandsríkjanna. „Reyndar þarf ekki að breyta stofnsáttmálum til þess,“ sagði hann, „en ég stend alveg klár á því að ef gera þarf samningsbreytingar þá mun ég sjá til þess að við verjum og styrkjum hagsmuni Bretlands.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira