Bullock með tröllatölur í DHL-höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2011 06:00 J‘Nathan Bullock fór á kostum með Grindavíkurliðinu á úrslitahelginni í Lengjubikarnum. Mynd/Stefán Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum. Keflavík var níu stigum yfir, 67-58, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir en þá tók Helgi Jónas Guðfinnsson leikhlé. Grindarvíkurvörnin hrökk þá í gang og sá til þess að liðið vann lokakaflann 17-7 og tryggði sér sinn sextánda sigur í röð. Bandaríski framherjinn J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 100 sekúndur voru eftir af leiknum, en Keflvíkingar klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum og þar á meðal var lokaskotið sem Charles Michael Parker tók. „Við þurfum á svona baráttuleik að halda til þess að halda áfram að bæta okkur sem lið. Þetta var frábær sigur fyrir strákana og við náðum að redda þessu í lokin. Við héldum alltaf trúnni þótt staðan hefði ekki verið góð. Þetta var ekki fallegt en það er nóg að vera einu stigi yfir í lokin," sagði Grindvíkingurinn J'Nathan Bullock eftir leikinn. Bullock hefur heldur betur verið í ham á heimavelli Íslandsmeistaranna á síðustu vikum. Grindavík hefur spilað þrjá leiki í DHL-höllinni og hann er með 25,7 stig, 12,3 fráköst og 57 prósenta skotnýtingu í húsinu en í hinum 9 leikjum hans í Grindavíkurbúningnum er hann aðeins með 11,9 stig, 5,6 fráköst og 38 prósent skotnýtingu. „Þjálfarinn og strákarnir í liðinu eiga mikið í minni frammistöðu því við spilum boltanum vel og það eru allir að reyna að finna hver annan þar sem þeir vilja fá boltann. Strákarnir hafa verið að finna mig á réttu stöðunum og eiga hrós skilið fyrir það. Þetta er þriðji titillinn minn á ferlinum og ég ætla að reyna að bæta nokkrum titlum við í Grindavík í vetur," sagði Bullock. „Við verðum að halda einbeitingunni og við vitum að það er mikil vinna fram undan. Við eigum sem dæmi í vandræðum með svæðisvörnina og þurfum að fara aftur að teikniborðinu og finna réttu leiðirnar á móti henni. Við erum langt frá því að vera komnir þangað sem við viljum vera en við höfum nægan tíma til þess að komast þangað," sagði Bullock. „Við settum mikla pressu á okkur sjálfa að vinna þennan titil og við vildum heldur ekki bregðast Palla, sem gat ekki verið með vegna meiðsla," sagði Bullock, en Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar í þrjá hálfleiki af fjórum um helgina því hann meiddist aftan í læri í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum á móti Þór. Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum. Keflavík var níu stigum yfir, 67-58, þegar tæpar sjö mínútur voru eftir en þá tók Helgi Jónas Guðfinnsson leikhlé. Grindarvíkurvörnin hrökk þá í gang og sá til þess að liðið vann lokakaflann 17-7 og tryggði sér sinn sextánda sigur í röð. Bandaríski framherjinn J'Nathan Bullock skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 100 sekúndur voru eftir af leiknum, en Keflvíkingar klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum og þar á meðal var lokaskotið sem Charles Michael Parker tók. „Við þurfum á svona baráttuleik að halda til þess að halda áfram að bæta okkur sem lið. Þetta var frábær sigur fyrir strákana og við náðum að redda þessu í lokin. Við héldum alltaf trúnni þótt staðan hefði ekki verið góð. Þetta var ekki fallegt en það er nóg að vera einu stigi yfir í lokin," sagði Grindvíkingurinn J'Nathan Bullock eftir leikinn. Bullock hefur heldur betur verið í ham á heimavelli Íslandsmeistaranna á síðustu vikum. Grindavík hefur spilað þrjá leiki í DHL-höllinni og hann er með 25,7 stig, 12,3 fráköst og 57 prósenta skotnýtingu í húsinu en í hinum 9 leikjum hans í Grindavíkurbúningnum er hann aðeins með 11,9 stig, 5,6 fráköst og 38 prósent skotnýtingu. „Þjálfarinn og strákarnir í liðinu eiga mikið í minni frammistöðu því við spilum boltanum vel og það eru allir að reyna að finna hver annan þar sem þeir vilja fá boltann. Strákarnir hafa verið að finna mig á réttu stöðunum og eiga hrós skilið fyrir það. Þetta er þriðji titillinn minn á ferlinum og ég ætla að reyna að bæta nokkrum titlum við í Grindavík í vetur," sagði Bullock. „Við verðum að halda einbeitingunni og við vitum að það er mikil vinna fram undan. Við eigum sem dæmi í vandræðum með svæðisvörnina og þurfum að fara aftur að teikniborðinu og finna réttu leiðirnar á móti henni. Við erum langt frá því að vera komnir þangað sem við viljum vera en við höfum nægan tíma til þess að komast þangað," sagði Bullock. „Við settum mikla pressu á okkur sjálfa að vinna þennan titil og við vildum heldur ekki bregðast Palla, sem gat ekki verið með vegna meiðsla," sagði Bullock, en Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar í þrjá hálfleiki af fjórum um helgina því hann meiddist aftan í læri í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum á móti Þór.
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli