Erlent

Segir almenning vera að vakna

Mikhaíl Prokhorov Auðkýfingurinn hefur boðið sig fram.nordicphotos/AFP
Mikhaíl Prokhorov Auðkýfingurinn hefur boðið sig fram.nordicphotos/AFP
„Samfélagið er að vakna,“ sagði Mikhaíl Prokhorov, þriðji auðugasti maður Rússlands, þegar hann tilkynnti um framboð sitt til forsetakosninga í vor.

Prokhorov getur, ekki síst í krafti auðæfa sinna, torveldað sigur Pútíns, sem allt fram á síðustu daga hefur þótt harla öruggur. Hann ætti að eiga auðvelt með að höfða til óánægju fólks sem hefur gagnrýnt Pútín fyrir bæði kosningasvindl og valdamisnotkun. Hann segist þó ekki ætla að byggja kosningabaráttu sína á gagnrýni á Pútín, og svaraði engu þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að taka þátt í mótmælum gegn Pútín.

Pútín hefur fyrir sitt leyti fullyrt að meint kosningasvindl í þingkosningunum fyrr í mánuðinum myndi ekki breyta neinu um gildi kosninganna eða úrslit þeirra, jafnvel þótt í ljós kæmi að það hefði í raun átt sér stað. Það væri það lítið umfangs.

Fjölmenn mótmæli gegn Pútín sýna hins vegar að andstæðingar hans hafa styrkst í kjölfar kosninganna og ímynd Pútíns er ekki lengur jafn örugg og áður var. Prokharov er hins vegar í hópi auðkýfinganna sem rökuðu til sín fé á ólgutímanum eftir hrun Sovétríkjanna og á engan veginn stuðning almennings vísan.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×