Taldir hafa reynt að breiða yfir brotið með skjalafalsi 20. desember 2011 07:00 Lárus Welding er annar tveggja manna sem ákærðir eru í þriðja máli sérstaks saksóknara sem ratar til dómstóla. Guðmundur Hjaltason hafði umsjón með lánveitingunum sem yfirmaður fyrirtækjasviðs bankans. Hann var skömmu síðar ráðinn til Milestone.Fréttablaðið/samsett mynd Saksóknari telur að tilgangur Glitnismanna með tíu milljarða láni til Milestone hafi verið að koma í veg fyrir að bréf í bankanum hryndu. Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason eru ákærðir fyrir umboðssvik. Sérstakur saksóknari telur að Glitnismenn hafi falsað lánasamning upp á tíu milljarða til að láta líta út fyrir að lánið hafi verið veitt félaginu Vafningi, þegar það hafi í raun runnið beint til Milestone. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Tvímenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með lánveitingunni, sem var afgreidd 8. febrúar 2008. Í ákærunni segir að lánið hafi verið veitt Milestone án trygginga eða ábyrgða og andstætt reglum bankans um hámarkslánveitingar til einnar og sömu félagasamstæðunnar. Með láninu fóru heildarlánveitingar Glitnis til Milestone-samstæðunnar í 18,8 prósent af eigin fé bankans, en hámarkið var sautján prósent. Tilgangur lánsins, að því er segir í ákærunni, var að gera Milestone kleift að greiða skuld dótturfélags síns, Þáttar International, við bandaríska bankann Morgan Stanley. Glitnir átti hagsmuna að gæta við það uppgjör, því að hefði skuldin ekki verið greidd var fyrirsjáanlegt að Morgan Stanley mundi ganga að sjö prósenta hlut sem Þáttur International átti í Glitni og setja hann á almennan markað. Í ákærunni segir að það hefði líklega rýrt virði bréfa í bankanum umsvifalaust. Lánið, sem var að andvirði um 102 milljóna evra, eða tíu milljarða króna á gengi þess tíma, fluttist fjórum dögum seinna í félagið Vafning. Um þá lánveitingu var smíðaður nýr samningur svo að á pappír leit ferlið þannig út að Vafningur hefði fengið nýtt lán og með því greitt niður skuld Milestone sem stofnað var til fjórum dögum fyrr. Sérstakur saksóknari telur ljóst að sú hafi alls ekki verið raunin, enda hafi Vafningur engan reikning átt í Glitni og því hafi verið ómögulegt að lána félaginu beint. Lánið hafi þvert á móti verið til Milestone, það síðan flutt til Vafnings og skjöl útbúin eftir á til að það liti þannig út að lánið hefði verið veitt beint til Vafnings. Síðar í sama mánuði var félaginu Svartháfi, skráð í eigu Werners Rasmussonar, föður Karls og Steingríms Wernerssona sem áttu Milestone, veitt ríflega átján milljarða lán. Tilgangur þess var sá sami og hins: að greiða niður skuld Milestone við Morgan Stanley. Af því fóru hins vegar um fimm milljarðar í að greiða niður helming skuldar Vafnings við Glitni. Hinn helmingurinn hefur aldrei verið greiddur. Svartháfur greiddi heldur aldrei sitt lán og því situr Glitnir eftir með um 23 milljarða tap af fléttunni, eða tæplega 35 milljarða tap miðað við gengi evrunnar í dag. Síðari lánveitingin – sú til Svartháfs – er ekki undir í ákærunni sem nú hefur verið gefin út þótt heimildir Fréttablaðsins hermi að hún hafi jafnframt verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Ekki er útséð með að fleiri ákærur verði gefnar út sem tengjast þessum viðskiptum. Tjónið af láninu sem ákært er fyrir er metið á að minnsta kosti fimm milljarða á þáverandi gengi eða 7,5 milljarða miðað við gengi evrunnar í dag. „Lánveitingin átti þátt í að Glitnir féll í byrjun október 2008 með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir kröfuhafa, ríkissjóð og almenning á Íslandi,“ segir í ákærunni.stigur@frettabladid.is Vafningsmálið Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjá meira
Saksóknari telur að tilgangur Glitnismanna með tíu milljarða láni til Milestone hafi verið að koma í veg fyrir að bréf í bankanum hryndu. Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason eru ákærðir fyrir umboðssvik. Sérstakur saksóknari telur að Glitnismenn hafi falsað lánasamning upp á tíu milljarða til að láta líta út fyrir að lánið hafi verið veitt félaginu Vafningi, þegar það hafi í raun runnið beint til Milestone. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Tvímenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með lánveitingunni, sem var afgreidd 8. febrúar 2008. Í ákærunni segir að lánið hafi verið veitt Milestone án trygginga eða ábyrgða og andstætt reglum bankans um hámarkslánveitingar til einnar og sömu félagasamstæðunnar. Með láninu fóru heildarlánveitingar Glitnis til Milestone-samstæðunnar í 18,8 prósent af eigin fé bankans, en hámarkið var sautján prósent. Tilgangur lánsins, að því er segir í ákærunni, var að gera Milestone kleift að greiða skuld dótturfélags síns, Þáttar International, við bandaríska bankann Morgan Stanley. Glitnir átti hagsmuna að gæta við það uppgjör, því að hefði skuldin ekki verið greidd var fyrirsjáanlegt að Morgan Stanley mundi ganga að sjö prósenta hlut sem Þáttur International átti í Glitni og setja hann á almennan markað. Í ákærunni segir að það hefði líklega rýrt virði bréfa í bankanum umsvifalaust. Lánið, sem var að andvirði um 102 milljóna evra, eða tíu milljarða króna á gengi þess tíma, fluttist fjórum dögum seinna í félagið Vafning. Um þá lánveitingu var smíðaður nýr samningur svo að á pappír leit ferlið þannig út að Vafningur hefði fengið nýtt lán og með því greitt niður skuld Milestone sem stofnað var til fjórum dögum fyrr. Sérstakur saksóknari telur ljóst að sú hafi alls ekki verið raunin, enda hafi Vafningur engan reikning átt í Glitni og því hafi verið ómögulegt að lána félaginu beint. Lánið hafi þvert á móti verið til Milestone, það síðan flutt til Vafnings og skjöl útbúin eftir á til að það liti þannig út að lánið hefði verið veitt beint til Vafnings. Síðar í sama mánuði var félaginu Svartháfi, skráð í eigu Werners Rasmussonar, föður Karls og Steingríms Wernerssona sem áttu Milestone, veitt ríflega átján milljarða lán. Tilgangur þess var sá sami og hins: að greiða niður skuld Milestone við Morgan Stanley. Af því fóru hins vegar um fimm milljarðar í að greiða niður helming skuldar Vafnings við Glitni. Hinn helmingurinn hefur aldrei verið greiddur. Svartháfur greiddi heldur aldrei sitt lán og því situr Glitnir eftir með um 23 milljarða tap af fléttunni, eða tæplega 35 milljarða tap miðað við gengi evrunnar í dag. Síðari lánveitingin – sú til Svartháfs – er ekki undir í ákærunni sem nú hefur verið gefin út þótt heimildir Fréttablaðsins hermi að hún hafi jafnframt verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Ekki er útséð með að fleiri ákærur verði gefnar út sem tengjast þessum viðskiptum. Tjónið af láninu sem ákært er fyrir er metið á að minnsta kosti fimm milljarða á þáverandi gengi eða 7,5 milljarða miðað við gengi evrunnar í dag. „Lánveitingin átti þátt í að Glitnir féll í byrjun október 2008 með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir kröfuhafa, ríkissjóð og almenning á Íslandi,“ segir í ákærunni.stigur@frettabladid.is
Vafningsmálið Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjá meira