Innlent

Réttarhöldum í manndrápsmáli hljóðvarpað

uðrún Sesselja Arnardóttir hrl., verjandi Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, lagði fram greinargerð í milliþinghaldinu í gær.
uðrún Sesselja Arnardóttir hrl., verjandi Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, lagði fram greinargerð í milliþinghaldinu í gær.

Tveir dómsalir verða lagðir undir í Héraðsdómi Reykjaness þegar aðalmeðferð í manndrápsmáli á hendur Gunnari Rúnari Sigurþórssyni fer fram hinn 7. febrúar næstkomandi. Í öðrum dómsalnum fer meðferðin sjálf fram en verður útvarpað þaðan yfir í hinn dómsalinn, til þess að allir sem það kjósa geti fylgst með henni.

Þetta kom fram í máli Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara í gær, þegar fram fór milliþinghald í málinu. Gæsluvarðhald yfir sakborningnum var jafnframt framlengt um fjórar vikur.

Fjölmargir hlýddu á þegar málið var þingfest og síðan tekið fyrir, þannig að dómsalurinn í héraðsdómi rúmaði vart fjöldann.

Í gær var lögð fram greinargerð sakborningsins. Hann hefur játað að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári en hafnað bótaskyldu gagnvart unnustu hans. Hins vegar hefur hann viðurkennt bótaskyldu gagnvart foreldrum Hannesar.

Gunnar Rúnar hefur af þremur geðlæknum verið metinn ósakhæfur. Hann er nú vistaður á réttargeðdeildinni að Sogni.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×