Handbolti

Tíu íslenskir dómarar og eftirlitsmenn á ferðinni í Evrópu á næstunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingvar Guðjónsson dæmir í Bergen um næstu helgi.
Ingvar Guðjónsson dæmir í Bergen um næstu helgi.
Íslenskir dómarar og eftirlitsmenn verða á ferð um Evrópu næstu helgar í hinum ýmsu verkefnum en þetta kemur fram á heimasíðu Handknattleikssambandsins. Tíu aðilar, þrjú dómarapör og fjórir eftirlitsmenn hafa fengið úthlutað verkefnum.

Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu dæma leik Tertnes Bergen frá Noregi og Lugi frá Svíþjóð í Evrópukeppni bikarhafa kvenna en leikið verður í Bergen laugardaginn 12.febrúar.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson munu dæma leik Frisch Auf Göppingen frá Þýskalandi og HC Metalurg frá Makedóníu í Evrópukeppni félagsliða karla en leikið verður í Göppingen laugardaginn 19.febrúar.

Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson munu dæma leik VfL Gummersbach frá Þýskalandi og Xico Andebol frá Portúgal í Evrópukeppni bikarhafa karla en leikið verður í Gummersbach laugardaginn 26.febrúar.

Helga H. Magnúsdóttir verður eftirlitsmaður á leik Larvik frá Noregi og Dinamo frá Rússlandi í Meistaradeild kvenna en leikið verður í Larvík laugardaginn 12.febrúar.

Kristján Halldórsson verður eftirlitsmaður á leikjum Team Tvis Holstebro frá Danmörku og RK Olimpija frá Slóveníu Evrópukeppni félagsliða kvenna en báðir leikirnir fara fram í Holstebro 12. og 13. febrúar.

Guðjón L. Sigurðsson verður eftirlitsmaður á leik TBV Lemgo frá Þýskalandi og Besiktas JK frá Tyrklandi í Evrópukeppni félagsliða karla en leikið verður í Lemgo laugardaginn 19.febrúar.

Ólafur Örn Haraldsson verður eftirlitsmaður á leik Gc Amicitia Zurich frá Sviss og Nordsjaelland Handbold frá Danmörku í Evrópukeppni félagsliða karla en leikið verður í Sviss sunnudaginn 27. Febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×