NBA: Átta sigrar í röð hjá San Antonio Spurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2011 11:00 Tony Parker var góður í nótt. Mynd/AP San Antonio Spurs er með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta og ætlar ekkert að gefa eftir. Liðið vann sinn áttunda sigur í röð í nótt og hefur aðeins tapað 6 af 43 leikjum sínum á tímabilinu. New Orleans Hornets vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og bæði Boston Celtics og Los Angeles Lakers unnu sína leiki. Tim Duncan var með 21 stig og 16 fráköst í 101-92 sigri San Antonio Spurs á New York Knicks og Tony Parker bætti við 21 stigi og 13 stoðsendingum. Þetta var 17. heimasigur Spurs-liðsins í röð og áttundi sigurinn í röð í öllum leikjum. Liðið hefur aðeins tapað sex leikjum í vetur en eitt af töpunum var á móti New York. Raymond Felton skoraði 23 stig fyrir New York sem tapaði sínum fimmta leik í röð. Chris Paul var með 16 stig og 8 stoðsendingar í 100-59 stórsigri New Orleans Hornets á útivelli á móti Atlanta Hawks. David West og Marco Belinelli voru báðir með 15 stig hjá New Orleans. „Það er gaman að spila vörn. Það er frábært að skora en það er enn skemmtilegra að loka á lið og sjá mótherjann pirrast upp. Þegar það gerist þá veistu að liðið þitt er að spila vel saman og það er alltaf sérstök tilfinning," sagði Chris Paul. Fimm leikmenn Los Angeles Lakers skoruðu 17 stig eða meira í 107-97 sigri á Denver Nuggets. Kobe Bryant skoraði 18 stig fyrir Lakers en Ron Artest og Pau Gasol voru stigahæstir með 19 stig. Lamar Odom var með 18 stig og Andrew Bynum skoraði 17 stig. Carmelo Anthony var með 23 stig fyrir Denver.Kevin Garnett fer framhjá Al Jefferson.Mynd/APKevin Garnett var með 21 stig og Paul Pierce bætti við 20 stigum þegar Boston Celtics vann öruggan 110-86 sigur á Utah Jazz. Rajon Rondo gaf 12 stoðsendingar í fimmta sigri Boston í röð og hafði betur í einvígi leikstjórnandanna því Deron Williams skoraði aðeins fimm stig. Earl Watson var stigahæstur hjá Utah með 12 stig en liðið tapaði þarna þriðja leiknum í röð. Dwight Howard var með 31 stig og 19 frákötum í léttum 112-72 sigri Orlando Magic á Toronto Raptors. Ryan Anderson var með 21 stig fyrir Orlando og J.J. Redick skoraði 12 stig. DeMar DeRozan var með 16 stig fyrir Toronto. Channing Frye var með 25 stig þegar Phoenix Suns vann 109-91 sigur á Washington Wizards en þetta var fimmti sigur Phoenix í röð. Steve Nash var með 17 stig og 14 stoðsendingar en nýliðinn John Wall var með 11 stig og 14 stoðsendingar hjá Washington. Nick Young var stigahæstur hjá Wizards með 25 stig en liðið hafði fyrir leikinn unnið fjóra heimaleiki í röð. Zach Randolph var með 29 stig og 19 fráköst og Rudy Gay bætti við 22 stigum þegar Memphis Grizzlies vann 115-110 sigur á Houston Rockets. Mike Conley var með 17 stig fyrir Memphis en Kevin Martin var stigahæstur hjá Houston með 32 stig en Luis Scola skoraði 19 stig.Monta Ellis.Mynd/APBrook Lopez var með 15 stig, Devin Harris skoraði 12 stig og Kris Humphries var með 11 stig og 12 fráköst þegar New Jersey Nets vann 89-74 sigur á Detroit Pistons. Tayshaun Prince var með 16 stig fyrir Detroit. Cleveland Cavaliers tapaði sínum fimmtánda leik í röð þegar liðið lá á heimavelli á móti Milwaukee Buks. Andrew Bogut var með 23 stig í 102-88 sigri Milwaukee og Corey Maggette bætti við 20 stigum. Antawn Jamison og Ramon Sessions skoruðu báðir 22 stig fyrir Cleveland sem er aðeins með einn sigur í síðustu 26 leikjum sínum. Monta Ellis skoraði 28 stig og tryggði Golden State Warroirs framlengingu í 119-112 sigri á Sacramento Kings. Stephen Curry var með 34 stig og David Lee bætti við 22 stigum og 10 fráköstum. Golden State vann einnig síðasta leik á móti Sacramento í framlengingu en liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð. Tyreke Evans skoraði 35 stig fyrir Sacramento og DeMarcus Cousins var með 21 stig. Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:Kobe Bryant og Arron Afflalo.Mynd/APNew Jersey Nets-Detroit Pistons 89-74 Orlando Magic-Toronto Raptors 112-72 Washington Wizards-Phoenix Suns 91-109 Atlanta Hawks-New Orleans Hornets 59-100 Boston Celtics-Utah Jazz 110-86 Cleveland Cavaliers-Milwaukee Bucks 88-102 Memphis Grizzlies-Houston Rockets 115-110 San Antonio Spurs-New York Knicks 101-92 Denver Nuggets-Los Angeles Lakers 97-107 Golden State Warriors-Sacramento Kings 119-112 (eftir framlengingu) NBA Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
San Antonio Spurs er með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta og ætlar ekkert að gefa eftir. Liðið vann sinn áttunda sigur í röð í nótt og hefur aðeins tapað 6 af 43 leikjum sínum á tímabilinu. New Orleans Hornets vann sinn sjöunda leik í röð í nótt og bæði Boston Celtics og Los Angeles Lakers unnu sína leiki. Tim Duncan var með 21 stig og 16 fráköst í 101-92 sigri San Antonio Spurs á New York Knicks og Tony Parker bætti við 21 stigi og 13 stoðsendingum. Þetta var 17. heimasigur Spurs-liðsins í röð og áttundi sigurinn í röð í öllum leikjum. Liðið hefur aðeins tapað sex leikjum í vetur en eitt af töpunum var á móti New York. Raymond Felton skoraði 23 stig fyrir New York sem tapaði sínum fimmta leik í röð. Chris Paul var með 16 stig og 8 stoðsendingar í 100-59 stórsigri New Orleans Hornets á útivelli á móti Atlanta Hawks. David West og Marco Belinelli voru báðir með 15 stig hjá New Orleans. „Það er gaman að spila vörn. Það er frábært að skora en það er enn skemmtilegra að loka á lið og sjá mótherjann pirrast upp. Þegar það gerist þá veistu að liðið þitt er að spila vel saman og það er alltaf sérstök tilfinning," sagði Chris Paul. Fimm leikmenn Los Angeles Lakers skoruðu 17 stig eða meira í 107-97 sigri á Denver Nuggets. Kobe Bryant skoraði 18 stig fyrir Lakers en Ron Artest og Pau Gasol voru stigahæstir með 19 stig. Lamar Odom var með 18 stig og Andrew Bynum skoraði 17 stig. Carmelo Anthony var með 23 stig fyrir Denver.Kevin Garnett fer framhjá Al Jefferson.Mynd/APKevin Garnett var með 21 stig og Paul Pierce bætti við 20 stigum þegar Boston Celtics vann öruggan 110-86 sigur á Utah Jazz. Rajon Rondo gaf 12 stoðsendingar í fimmta sigri Boston í röð og hafði betur í einvígi leikstjórnandanna því Deron Williams skoraði aðeins fimm stig. Earl Watson var stigahæstur hjá Utah með 12 stig en liðið tapaði þarna þriðja leiknum í röð. Dwight Howard var með 31 stig og 19 frákötum í léttum 112-72 sigri Orlando Magic á Toronto Raptors. Ryan Anderson var með 21 stig fyrir Orlando og J.J. Redick skoraði 12 stig. DeMar DeRozan var með 16 stig fyrir Toronto. Channing Frye var með 25 stig þegar Phoenix Suns vann 109-91 sigur á Washington Wizards en þetta var fimmti sigur Phoenix í röð. Steve Nash var með 17 stig og 14 stoðsendingar en nýliðinn John Wall var með 11 stig og 14 stoðsendingar hjá Washington. Nick Young var stigahæstur hjá Wizards með 25 stig en liðið hafði fyrir leikinn unnið fjóra heimaleiki í röð. Zach Randolph var með 29 stig og 19 fráköst og Rudy Gay bætti við 22 stigum þegar Memphis Grizzlies vann 115-110 sigur á Houston Rockets. Mike Conley var með 17 stig fyrir Memphis en Kevin Martin var stigahæstur hjá Houston með 32 stig en Luis Scola skoraði 19 stig.Monta Ellis.Mynd/APBrook Lopez var með 15 stig, Devin Harris skoraði 12 stig og Kris Humphries var með 11 stig og 12 fráköst þegar New Jersey Nets vann 89-74 sigur á Detroit Pistons. Tayshaun Prince var með 16 stig fyrir Detroit. Cleveland Cavaliers tapaði sínum fimmtánda leik í röð þegar liðið lá á heimavelli á móti Milwaukee Buks. Andrew Bogut var með 23 stig í 102-88 sigri Milwaukee og Corey Maggette bætti við 20 stigum. Antawn Jamison og Ramon Sessions skoruðu báðir 22 stig fyrir Cleveland sem er aðeins með einn sigur í síðustu 26 leikjum sínum. Monta Ellis skoraði 28 stig og tryggði Golden State Warroirs framlengingu í 119-112 sigri á Sacramento Kings. Stephen Curry var með 34 stig og David Lee bætti við 22 stigum og 10 fráköstum. Golden State vann einnig síðasta leik á móti Sacramento í framlengingu en liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð. Tyreke Evans skoraði 35 stig fyrir Sacramento og DeMarcus Cousins var með 21 stig. Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:Kobe Bryant og Arron Afflalo.Mynd/APNew Jersey Nets-Detroit Pistons 89-74 Orlando Magic-Toronto Raptors 112-72 Washington Wizards-Phoenix Suns 91-109 Atlanta Hawks-New Orleans Hornets 59-100 Boston Celtics-Utah Jazz 110-86 Cleveland Cavaliers-Milwaukee Bucks 88-102 Memphis Grizzlies-Houston Rockets 115-110 San Antonio Spurs-New York Knicks 101-92 Denver Nuggets-Los Angeles Lakers 97-107 Golden State Warriors-Sacramento Kings 119-112 (eftir framlengingu)
NBA Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira