NBA: New Orleans vann í Boston og Lakers marði Philadelphia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2011 11:00 Boston-maðurinn Paul Pierce var ekki sáttur með gang mála í nótt. Mynd/AP Boston Celtics tapaði sínum þriðja leik af síðustu fjórum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar New Orleans Hornets sótti sigur í Boston. Hornets-liðið hafði aðeins unnið einn útisigur í tíu leikjum þar á undan. Los Angeles Lakers rétt marði Philadelphia 76ers á heimavelli og Chicago Bulls vann í tólfta sinn í síðustu fjórtán leikjum. Chris Paul var með 20 stig og 11 stoðsendingar þegar New Orleans Hornets vann 83-81 útisigur á Boston Celtics. Trevor Ariza jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu 94 sekúndum fyrir leikslok og David West skoraði 4 af 19 stigum sínum á lokakaflanum. Emeka Okafor var með 18 stig og 13 fráköst fyrir New Orleans sem hafði tapað 9 af 10 útileikjum og vann aðeins í þriðja sinn í sjö leikjum. Ray Allen var með 18 stig og Paul Pierce skoraði 12 stig en liðið lék án bæði Kevin Garnett og Rajon Rondo sem eru meiddir. Boston hefur tapað 3 af síðustu 4 leikjum sínum eftir 14 leikja sigurgöngu þar á undan. „Ég sagði strákunum eftir leikinn að ég væri ekki ánægður. Við áttum að vinna þennan leik," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston.Kobe Bryant.Mynd/APKobe Bryant skoraði 33 stig í 102-98 heimasigri Los Angeles Lakers á Philadelphia 76ers en meistararnir höfðu fyrir leikinn tapað tveimur heimaleikjum í röð. Pau Gasol var með 20 stig og 8 fráköst og Lamar Odom kom með 18 stig inn af bekknum. Jrue Holiday var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Philadelphia og Lou Williams skoraði 18 stig. Monta Ellis skoraði 25 stig þegar Golden State Warriors vann 96-95 sigur á Charlotte Bobcats og varð fyrsta liðið til þess að vinna Charlotte undir stjórn Paul Silas. Stephen Curry var með 24 stig hjá Golden State en Stephen Jackson skoraði 22 stig fyrir Charlotte. Carlos Boozer var með 20 stig og 15 fráköst þegar Chicago Bulls vann 90-81 sigur á New Jersey Nets en Bulls-liðið er búið að vinna tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luol Deng og Derrick Rose voru báðir með 19 stig en Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 19 stig. Þetta var fjórði tapleikur New Jersey í röð.Mynd/APDanny Granger og Darren Collison voru báðir með 18 stig í léttum 95-86 sigri Indiana Pacers á Washington Wizards. Nýliðinn John Wall var með 25 stig fyrir Washington-liðið sem er búið að tapa öllum sextán útileikjum sínum á tímabilinu. Washington hafði unnið leik liðanna á heimavelli fyrir nokkrum dögum. Chase Budinger skoraði 22 stig af bekknum og Kevin Martin var með 20 stig þegar Houston Rockets vann 114-105 heimasigur á Toronto Raptors en Houston-liðið er búið að vinna átta af síðustu tíu leikjum sínum. Nýliðinn Patrick Patterson var með 15 stig og 10 fráköst hjá Houston. DeMar DeRozan skoraði 37 stig fyrir Toronto sem hefur tapað 10 af síðustu 13 leikjum sínum.Mynd/APKevin Durant skoraði 33 stig og setti niður fimm þrista þegar Oklahoma City Thunder vann 103-94 sigur á Atlanta Hawks.Russell Westbrook var með þrennu, 23 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar en Atlanta-menn voru ekki sáttir með að hann þaut upp völlinn til þess að gefa tíu stoðsendinguna 6,9 sekúndum fyrir leikslok þegar leikurinn var búinn og venjan er að leyfa klukkunni að renna út. Jamal Crawford var með 26 stig fyrir Atlanta og Josh Smith skoraði 23 stig. Jared Dudley og Vince Carter voru báðir með 19 stig þegar Phoenix Suns vann 92-75 sigur á Detroit Pistons og endaði fjögurra leikja taphrinu sína. Phoenix gerði nánast út um leikinn í öðrum leikhlutanum. Ben Gordon var með 19 stig hjá Detoit.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APBoston Celtics-New Orleans Hornets 81-83 Charlotte Bobcats-Golden State Warriors 95-96 Indiana Pacers-Washington Wizards 95-86 Chicago Bulls-New Jersey Nets 90-81 Houston Rockets-Toronto Raptors 114-105 Oklahoma City Thunder-Atlanta Hawks 103-94 Phoenix Suns-Detroit Pistons 92-75 Los Angeles Lakers-Philadelphia 76ers 102-98 NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Boston Celtics tapaði sínum þriðja leik af síðustu fjórum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar New Orleans Hornets sótti sigur í Boston. Hornets-liðið hafði aðeins unnið einn útisigur í tíu leikjum þar á undan. Los Angeles Lakers rétt marði Philadelphia 76ers á heimavelli og Chicago Bulls vann í tólfta sinn í síðustu fjórtán leikjum. Chris Paul var með 20 stig og 11 stoðsendingar þegar New Orleans Hornets vann 83-81 útisigur á Boston Celtics. Trevor Ariza jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu 94 sekúndum fyrir leikslok og David West skoraði 4 af 19 stigum sínum á lokakaflanum. Emeka Okafor var með 18 stig og 13 fráköst fyrir New Orleans sem hafði tapað 9 af 10 útileikjum og vann aðeins í þriðja sinn í sjö leikjum. Ray Allen var með 18 stig og Paul Pierce skoraði 12 stig en liðið lék án bæði Kevin Garnett og Rajon Rondo sem eru meiddir. Boston hefur tapað 3 af síðustu 4 leikjum sínum eftir 14 leikja sigurgöngu þar á undan. „Ég sagði strákunum eftir leikinn að ég væri ekki ánægður. Við áttum að vinna þennan leik," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston.Kobe Bryant.Mynd/APKobe Bryant skoraði 33 stig í 102-98 heimasigri Los Angeles Lakers á Philadelphia 76ers en meistararnir höfðu fyrir leikinn tapað tveimur heimaleikjum í röð. Pau Gasol var með 20 stig og 8 fráköst og Lamar Odom kom með 18 stig inn af bekknum. Jrue Holiday var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Philadelphia og Lou Williams skoraði 18 stig. Monta Ellis skoraði 25 stig þegar Golden State Warriors vann 96-95 sigur á Charlotte Bobcats og varð fyrsta liðið til þess að vinna Charlotte undir stjórn Paul Silas. Stephen Curry var með 24 stig hjá Golden State en Stephen Jackson skoraði 22 stig fyrir Charlotte. Carlos Boozer var með 20 stig og 15 fráköst þegar Chicago Bulls vann 90-81 sigur á New Jersey Nets en Bulls-liðið er búið að vinna tólf af síðustu fjórtán leikjum sínum. Luol Deng og Derrick Rose voru báðir með 19 stig en Brook Lopez skoraði mest fyrir Nets-liðið eða 19 stig. Þetta var fjórði tapleikur New Jersey í röð.Mynd/APDanny Granger og Darren Collison voru báðir með 18 stig í léttum 95-86 sigri Indiana Pacers á Washington Wizards. Nýliðinn John Wall var með 25 stig fyrir Washington-liðið sem er búið að tapa öllum sextán útileikjum sínum á tímabilinu. Washington hafði unnið leik liðanna á heimavelli fyrir nokkrum dögum. Chase Budinger skoraði 22 stig af bekknum og Kevin Martin var með 20 stig þegar Houston Rockets vann 114-105 heimasigur á Toronto Raptors en Houston-liðið er búið að vinna átta af síðustu tíu leikjum sínum. Nýliðinn Patrick Patterson var með 15 stig og 10 fráköst hjá Houston. DeMar DeRozan skoraði 37 stig fyrir Toronto sem hefur tapað 10 af síðustu 13 leikjum sínum.Mynd/APKevin Durant skoraði 33 stig og setti niður fimm þrista þegar Oklahoma City Thunder vann 103-94 sigur á Atlanta Hawks.Russell Westbrook var með þrennu, 23 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar en Atlanta-menn voru ekki sáttir með að hann þaut upp völlinn til þess að gefa tíu stoðsendinguna 6,9 sekúndum fyrir leikslok þegar leikurinn var búinn og venjan er að leyfa klukkunni að renna út. Jamal Crawford var með 26 stig fyrir Atlanta og Josh Smith skoraði 23 stig. Jared Dudley og Vince Carter voru báðir með 19 stig þegar Phoenix Suns vann 92-75 sigur á Detroit Pistons og endaði fjögurra leikja taphrinu sína. Phoenix gerði nánast út um leikinn í öðrum leikhlutanum. Ben Gordon var með 19 stig hjá Detoit.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APBoston Celtics-New Orleans Hornets 81-83 Charlotte Bobcats-Golden State Warriors 95-96 Indiana Pacers-Washington Wizards 95-86 Chicago Bulls-New Jersey Nets 90-81 Houston Rockets-Toronto Raptors 114-105 Oklahoma City Thunder-Atlanta Hawks 103-94 Phoenix Suns-Detroit Pistons 92-75 Los Angeles Lakers-Philadelphia 76ers 102-98
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira