Handbolti

Komast Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmennirnir Valdimar Þórsson og Fannar Þorbjörnsson taka hér vel á Framaranum Haraldi Þorvarðarsyni í síðasta leik liðanna.
Valsmennirnir Valdimar Þórsson og Fannar Þorbjörnsson taka hér vel á Framaranum Haraldi Þorvarðarsyni í síðasta leik liðanna. Mynd/Anton
Valur og Fram mætast í fyrri undanúrslitaleik Eimskipsbikar karla í handbolta klukkan tvö í dag en leikið verður í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda. Leikurinn fer fram á svona sérstökum tíma af því að hann er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Valsmenn eiga möguleika á því að komast í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð en þeir urðu bikarmeistarar 2008 og 2009 en töpuðu síðan fyrir Haukum í bikaúrslitaleiknum í fyrra. Fram komst síðast í Höllina fyrir þremur árum þegar liðið tapaði þá fyrir Val í úrslitaleik.

Valur og Fram hafa mæst tvisvar sinnum í N1 deild karla í vetur og þeir leikir voru eins ólíkir og þeir gerast. Fram vann fyrri leikinn á heimavelli með 17 marka mun, 40-23, en Valsmenn unnu síðasta leik liðanna 29-28 í æsispennandi leik í Vodafone-höllinni.

Valsmenn hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir HM-fríið, á móti Akureyri og FH, en Fram hefur náð í þrjú stig af fjórum mögulegum, á móti FH og Aftureldingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×