Kubica haldið sofandi næstu 24 tíma 7. febrúar 2011 13:39 Frá staðnum sem óhappið varð í gær. Kubica ók á vegrið sem stakkst inn í bílinn og skaðaði hann. Mynd: AP Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni í gær og verður haldið sofandi næstu 24 tíma, eftir að hafa verið vakinn upp í morgun til að kanna stöðu hans. Í fréttatilkynningu frá Lotus Renault sem var send um hádegisbilið segir að Kubica hafi rætt við ættingja sína í morgun. Hann gat hreyft fingur hægri handar, en hann var í sjö tíma aðgerð í gær vegna meiðsla sinna. Þurfi að sinna hægri hönd hans sérstaklega, en hún brotnaði illa. Vegrið skarst inn í bíl hans og skaðaði hægri hlið líkama hans. Kubica fótbrotnaði einnig og meiddist á olnboga og öxl. Igor Rosello, sem hafði umsjón með aðgerðinni í gær segir að ekki hafi borið á sýkingu eða bólgum í framhandlegg Kubica í morgun og það sé góðs viti. Rosello segir að nokkrir daga muni líða áður en vitað er hvort aðgerðin í gær hafi heppnast fullkomlega. "Það var fyrst og fremst málið að halda höndinni lifandi og við náðum því markmiði. Höndin er heit og ekki bólginn. Við náðum að tengja slitnar taugar í höndinni og hún er eins og er í góðu ástandi. Hann gat hreyft fingurna lítillega sem er góðs viti, en í augnablikinu er erfitt að spá fyrir um framhaldið", sagði Rosello um ástand Kubica. Kubica verður haldið sofandi næstu 24 tíma og möguleiki er á að hann þurfi að fara í fleiri aðgerðir, vegna annarra meiðsla sem hann hlaut í óhappinu. Sjá meira um mál Kubica Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni í gær og verður haldið sofandi næstu 24 tíma, eftir að hafa verið vakinn upp í morgun til að kanna stöðu hans. Í fréttatilkynningu frá Lotus Renault sem var send um hádegisbilið segir að Kubica hafi rætt við ættingja sína í morgun. Hann gat hreyft fingur hægri handar, en hann var í sjö tíma aðgerð í gær vegna meiðsla sinna. Þurfi að sinna hægri hönd hans sérstaklega, en hún brotnaði illa. Vegrið skarst inn í bíl hans og skaðaði hægri hlið líkama hans. Kubica fótbrotnaði einnig og meiddist á olnboga og öxl. Igor Rosello, sem hafði umsjón með aðgerðinni í gær segir að ekki hafi borið á sýkingu eða bólgum í framhandlegg Kubica í morgun og það sé góðs viti. Rosello segir að nokkrir daga muni líða áður en vitað er hvort aðgerðin í gær hafi heppnast fullkomlega. "Það var fyrst og fremst málið að halda höndinni lifandi og við náðum því markmiði. Höndin er heit og ekki bólginn. Við náðum að tengja slitnar taugar í höndinni og hún er eins og er í góðu ástandi. Hann gat hreyft fingurna lítillega sem er góðs viti, en í augnablikinu er erfitt að spá fyrir um framhaldið", sagði Rosello um ástand Kubica. Kubica verður haldið sofandi næstu 24 tíma og möguleiki er á að hann þurfi að fara í fleiri aðgerðir, vegna annarra meiðsla sem hann hlaut í óhappinu. Sjá meira um mál Kubica
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira