Endalok karlaveldisins Freyr Eyjólfsson skrifar 31. janúar 2011 06:00 Frægt og umdeilt verk myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar, Endalokin, á Feneyjatvíæringnum 2009 vakti mikið umtal á sínum tíma bæði varðandi kostnað og almennan fíflaskap í listum. Margir virtust misskilja hvað listamaðurinn var beinlínis að fara í þessu verki; þarna voru tveir karlmenn að dunda sér við bjórdrykkju og listmálun en með þessu verki var verið að boða endalok karlaveldisins. Karlar í kreppu eftir kreppu. Heimur karlmanna er nefnilega að breytast. Og það hratt. Á síðasta ári gerðist það í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna að konur urðu fleiri á vinnumarkaði en karlar. Fleiri konur útskrifast úr háskólum og sífellt fleiri setjast í forstjórastóla þar í landi. Sama þróun virðist eiga sér stað á Íslandi og víða annars staðar á Vesturlöndum. Í kreppunni hér hafa aðallega karlar misst vinnuna og svo virðist sem hið tæknivædda nútímasamfélag kalli frekar á konur en karla til starfa. Bandarískar rannsóknir sýna að þegar fólk getur valið kyn í glasafrjóvgunum velur það frekar stúlkur en stráka; þær hafa nefnilega betri möguleika í lífinu. Þegar fólk er spurt vill það frekar eignast stelpu en strák. Strákar eru líklegri til vandræða og að feta glæpabrautina, lenda í umferðarslysum, eiga við vímuefnavandamál að stríða og svo framvegis. Karlar eru í mikilli krísu. Karlmenn hafa verið ráðandi kyn í heiminum. Þeir hafa stjórnað með harðri hendi, oft með ofbeldi, eins og aðrir apafrændur sínir. Það hefur hins vegar gerst mjög hratt á síðustu áratugum að hlutur kvenna hefur farið vaxandi, sem virðist hafa mjög öflug hagræn áhrif í för með sér. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur mælt bein hagræn áhrif jafnréttis. Þar sem konur hafa sömu réttindi og karlar er meiri hagsæld og meiri auður. Jafnrétti virðist borga sig, sama hvað menn halda. Sumir halda því jafnvel fram að kvenræði eða kvennaveldi sé hagstæðasta fyrirkomulagið. Fyrirtæki og stofnanir hafa í auknum mæli ráðið konur sem yfirmenn. Þar hafa karllæg gildi vikið fyrir kvenlægum. Það voru útrunnin karlmennskusjónarmið og testósterónæði sem keyrðu banka og fjármálafyrirtæki í þrot. Eftir standa fyrirtæki sem þurfa að temja sér önnur gildi og sum hafa þegar gert það. Viðskiptalífið, vinnumarkaðurinn og veröldin - allt breytist þetta núna hratt. Og stórtækasta breytingin virðist vera þessi: Ofurvald karlmanna er að líða undir lok. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Frægt og umdeilt verk myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar, Endalokin, á Feneyjatvíæringnum 2009 vakti mikið umtal á sínum tíma bæði varðandi kostnað og almennan fíflaskap í listum. Margir virtust misskilja hvað listamaðurinn var beinlínis að fara í þessu verki; þarna voru tveir karlmenn að dunda sér við bjórdrykkju og listmálun en með þessu verki var verið að boða endalok karlaveldisins. Karlar í kreppu eftir kreppu. Heimur karlmanna er nefnilega að breytast. Og það hratt. Á síðasta ári gerðist það í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna að konur urðu fleiri á vinnumarkaði en karlar. Fleiri konur útskrifast úr háskólum og sífellt fleiri setjast í forstjórastóla þar í landi. Sama þróun virðist eiga sér stað á Íslandi og víða annars staðar á Vesturlöndum. Í kreppunni hér hafa aðallega karlar misst vinnuna og svo virðist sem hið tæknivædda nútímasamfélag kalli frekar á konur en karla til starfa. Bandarískar rannsóknir sýna að þegar fólk getur valið kyn í glasafrjóvgunum velur það frekar stúlkur en stráka; þær hafa nefnilega betri möguleika í lífinu. Þegar fólk er spurt vill það frekar eignast stelpu en strák. Strákar eru líklegri til vandræða og að feta glæpabrautina, lenda í umferðarslysum, eiga við vímuefnavandamál að stríða og svo framvegis. Karlar eru í mikilli krísu. Karlmenn hafa verið ráðandi kyn í heiminum. Þeir hafa stjórnað með harðri hendi, oft með ofbeldi, eins og aðrir apafrændur sínir. Það hefur hins vegar gerst mjög hratt á síðustu áratugum að hlutur kvenna hefur farið vaxandi, sem virðist hafa mjög öflug hagræn áhrif í för með sér. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur mælt bein hagræn áhrif jafnréttis. Þar sem konur hafa sömu réttindi og karlar er meiri hagsæld og meiri auður. Jafnrétti virðist borga sig, sama hvað menn halda. Sumir halda því jafnvel fram að kvenræði eða kvennaveldi sé hagstæðasta fyrirkomulagið. Fyrirtæki og stofnanir hafa í auknum mæli ráðið konur sem yfirmenn. Þar hafa karllæg gildi vikið fyrir kvenlægum. Það voru útrunnin karlmennskusjónarmið og testósterónæði sem keyrðu banka og fjármálafyrirtæki í þrot. Eftir standa fyrirtæki sem þurfa að temja sér önnur gildi og sum hafa þegar gert það. Viðskiptalífið, vinnumarkaðurinn og veröldin - allt breytist þetta núna hratt. Og stórtækasta breytingin virðist vera þessi: Ofurvald karlmanna er að líða undir lok. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar