Sauber kynnti 2011 bílinn og mexíkanska ökumenn 31. janúar 2011 11:19 Sergio Perez, Peter Sauber og Kamui Kobayahsi á frumsýningunni Sauber í dag. Mynd: Sauber Sauber liðið frumsýndi í dag nýjan 2011 keppnisbíl sinn og einnig tvo nýja ökumenn liðsins sem báðir eru frá Mexíkó. Mexíkaninn Sergio Perez mun aka sem keppnisökumaður við hlið Japanans Kamui Kobayashi, en landi Perez frá Mexíkó, Esteban Gutiegraverrez verður þróunar og varaökumaður liðsins. Nýji Sauber bíllinn var sýndur í dag á braut sem heitir Ricardo Tormo og er skammt frá Valencia á Spáni, en fyrstu æfingar keppnisliða hefjast á morgun á Spáni. Peter Sauber eigandi Sauber liðsins var á staðnum, en liðið mun nota Ferrari vél í ár, rétt eins og í fyrra. "Við viljum bæta ná í stig í meistaramótinu á reglubundinn hátt og bæta stöðu okkar á stigalistanum frá fyrra tímabili. Við höfum endurskipulagt fyrirtækið og James Key tæknistjóri liðsins skilaði góðu verki í fyrra og hann hefur umsjón með þróuna Sauber C30 Ferrari bílsins. Á sama tíma höfum við náð að fjármagna fyrirtækið fyrir tímabilið og við erum stoltir af því á þessum erfiðu tímum efnahagslega séð", sagði Sauber í fréttatilkynningu frá liðinu. Perez, nýi keppnisökumaður liðsins er 21 árs gamall og varð í öðru sæti í stigamóti ökumanna í GP mótaröðinni í fyrra á eftir Pastor Maldonado, sem verður ökumaður Williams í ár. "Ég veit hve Formúlu 1 er vandasöm, bæði fyrir ökumenn og tæknilega séð. Ég þarf að læra margt og Kamui verður mitt viðmið. Mitt markmið er að taka stöðugum framförum. Ég fæ mikinn stuðnung frá heimalandi mínu og ég vil ekki valda vonbrigðum þar", sagði Perez um væntanlega þátttöku sína í Formúlu 1. Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sauber liðið frumsýndi í dag nýjan 2011 keppnisbíl sinn og einnig tvo nýja ökumenn liðsins sem báðir eru frá Mexíkó. Mexíkaninn Sergio Perez mun aka sem keppnisökumaður við hlið Japanans Kamui Kobayashi, en landi Perez frá Mexíkó, Esteban Gutiegraverrez verður þróunar og varaökumaður liðsins. Nýji Sauber bíllinn var sýndur í dag á braut sem heitir Ricardo Tormo og er skammt frá Valencia á Spáni, en fyrstu æfingar keppnisliða hefjast á morgun á Spáni. Peter Sauber eigandi Sauber liðsins var á staðnum, en liðið mun nota Ferrari vél í ár, rétt eins og í fyrra. "Við viljum bæta ná í stig í meistaramótinu á reglubundinn hátt og bæta stöðu okkar á stigalistanum frá fyrra tímabili. Við höfum endurskipulagt fyrirtækið og James Key tæknistjóri liðsins skilaði góðu verki í fyrra og hann hefur umsjón með þróuna Sauber C30 Ferrari bílsins. Á sama tíma höfum við náð að fjármagna fyrirtækið fyrir tímabilið og við erum stoltir af því á þessum erfiðu tímum efnahagslega séð", sagði Sauber í fréttatilkynningu frá liðinu. Perez, nýi keppnisökumaður liðsins er 21 árs gamall og varð í öðru sæti í stigamóti ökumanna í GP mótaröðinni í fyrra á eftir Pastor Maldonado, sem verður ökumaður Williams í ár. "Ég veit hve Formúlu 1 er vandasöm, bæði fyrir ökumenn og tæknilega séð. Ég þarf að læra margt og Kamui verður mitt viðmið. Mitt markmið er að taka stöðugum framförum. Ég fæ mikinn stuðnung frá heimalandi mínu og ég vil ekki valda vonbrigðum þar", sagði Perez um væntanlega þátttöku sína í Formúlu 1.
Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira