Golden Globe: Fölir litir og einföld snið 26. janúar 2011 16:47 Mad Men-leikkonan January Jones tók sig vel út í þessum fallega, rauða kjól frá Versace. Nordicphotos/Getty Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles á dögunum og að venju hefur mikið verið pælt í klæðnaði leikkvennanna. Pastellitir og fölir litatónar voru ríkjandi á rauða dreglinum í ár en inni á milli mátti sjá sterkari liti líkt og rauða kjóla January Jones og Christinu Hendricks. Tískuspekúlantar voru flestir sammála um að Gossip Girl stjarnan Leighton Meester og leikkonan Tilda Swinton hefðu verið á meðal þeirra best klæddu í ár. Meester klæddist föllituðum kjól frá Burberry á meðal Swinton kaus pils og skyrtu frá Jil Sanders. - smChristina Hendricks, samstarfskona Jones, mætti einnig í rauðum kjól á hátíðina. Hennar kjóll er þó örlítið íburðarmeiri en kjóllinn sem Jones klæddist.Leighton Meester Meester hefur löngum þótt mjög smekkleg og það sannaði hún í þessum fallega kvöldkjól frá Burberry.Hin breska Tilda Swinton var falleg í þessu ljósa dressi frá hönnuðinum Jil Sanders, sniðið er látlaust og klæðilegt.Leikkonan Michelle Williams klæddist þessum blómaskreytta kjól á hátíðina. Tískuspekúlantar annaðhvort hrifust af kjólnum eða þótti hann hræðilega smekklaus.Hin smávaxna leikkona Mila Kunis hefur slegið í gegn með leik sínum í The Black Swan. Græni liturinn klæðir hana afskaplega vel.Kjóll Catherine Zeta-Jones var stór og mikill um sig, hún kaus grænan lit líkt og Kunis. Golden Globes Mest lesið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles á dögunum og að venju hefur mikið verið pælt í klæðnaði leikkvennanna. Pastellitir og fölir litatónar voru ríkjandi á rauða dreglinum í ár en inni á milli mátti sjá sterkari liti líkt og rauða kjóla January Jones og Christinu Hendricks. Tískuspekúlantar voru flestir sammála um að Gossip Girl stjarnan Leighton Meester og leikkonan Tilda Swinton hefðu verið á meðal þeirra best klæddu í ár. Meester klæddist föllituðum kjól frá Burberry á meðal Swinton kaus pils og skyrtu frá Jil Sanders. - smChristina Hendricks, samstarfskona Jones, mætti einnig í rauðum kjól á hátíðina. Hennar kjóll er þó örlítið íburðarmeiri en kjóllinn sem Jones klæddist.Leighton Meester Meester hefur löngum þótt mjög smekkleg og það sannaði hún í þessum fallega kvöldkjól frá Burberry.Hin breska Tilda Swinton var falleg í þessu ljósa dressi frá hönnuðinum Jil Sanders, sniðið er látlaust og klæðilegt.Leikkonan Michelle Williams klæddist þessum blómaskreytta kjól á hátíðina. Tískuspekúlantar annaðhvort hrifust af kjólnum eða þótti hann hræðilega smekklaus.Hin smávaxna leikkona Mila Kunis hefur slegið í gegn með leik sínum í The Black Swan. Græni liturinn klæðir hana afskaplega vel.Kjóll Catherine Zeta-Jones var stór og mikill um sig, hún kaus grænan lit líkt og Kunis.
Golden Globes Mest lesið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira