Djúpstæð sektarkennd vegna morðsins 7. febrúar 2011 10:06 Gunnar Rúnar vék úr dómsal áður en geðlæknar báru vitni Mynd: GVA Gunnar Rúnar Sigurþórsson þroskaðist eðlilega sem ungt barn en varð fyrir hörmulegu áfalli þegar faðir hans svipti sig lífi. Þetta sagði Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir sem gerði geðrannsókn á Gunnari Rúnari eftir að hann var handtekinn vegna morðsins á Hannesi Þór Helgasyni í ágúst. Helgi Garðar bar vitni í dómnum í morgun. Helgi Garðar telur Gunnar Rúnar vera ósakhæfan og vill að hann sæti öryggisgæslu. Eftir áfallið virðist hafa þroskast með honum dúpstæðar breytingar á sálarlífi hans. Með honum þróaðist sjúkleg þráhyggja gagnvart Hildi, unnurstu Hannesar heitins, sem hann nær ekki að hafa stjórn á. Þetta eru djústæðir eiginleikar í sálarlífinu og krefjast mikils inngrips, bæði sálfræðimeðferðar og lyfjameðferðar. Helgi Garðar segir að vegna áfallsins vegna fráfalls föður hans hafi þróast með Gunnari Rúnari tveir persónuleikar, hinn eðlilegi, heilbrigði og dagfarspruði Gunnar Rúnar. Síðan er annar persónuleiki á djúpu geðrofsplani og sá persónuleiki skýst upp á yfirborðið án þess að Gunnar Rúnar ráði við það. Gunnar Rúnar hafi þannig ekki verið með sjálfum sér þegar að hann framdi verknaðinn né heldur strax eftir hann. Helgi Garðar segir að í samtölum við sig hafi komið fram djúpstæð sektarkennd vegna morðsins og hann hafi verð harmi sleginn yfir atburðunum og áfellst sjálfan sig. Hann var í hálfgerðri örvæntingu yfir því sem hann hafði gert. Geðlæknirinn vill að Gunnar Rúnar sé í öryggisgæslu. Hann sé haldinn svo djúpstæðum sjúkleika að hann læknast ekki á dögum eða vikum. Hann sagði líka að draga mætti þann lærdóm af þessu málið að samfélagið þarf að heyra þau skilaboð að það þarf að taka áföllum hjá börnum alvarlega. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gunnar Rúnar Sigurþórsson þroskaðist eðlilega sem ungt barn en varð fyrir hörmulegu áfalli þegar faðir hans svipti sig lífi. Þetta sagði Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir sem gerði geðrannsókn á Gunnari Rúnari eftir að hann var handtekinn vegna morðsins á Hannesi Þór Helgasyni í ágúst. Helgi Garðar bar vitni í dómnum í morgun. Helgi Garðar telur Gunnar Rúnar vera ósakhæfan og vill að hann sæti öryggisgæslu. Eftir áfallið virðist hafa þroskast með honum dúpstæðar breytingar á sálarlífi hans. Með honum þróaðist sjúkleg þráhyggja gagnvart Hildi, unnurstu Hannesar heitins, sem hann nær ekki að hafa stjórn á. Þetta eru djústæðir eiginleikar í sálarlífinu og krefjast mikils inngrips, bæði sálfræðimeðferðar og lyfjameðferðar. Helgi Garðar segir að vegna áfallsins vegna fráfalls föður hans hafi þróast með Gunnari Rúnari tveir persónuleikar, hinn eðlilegi, heilbrigði og dagfarspruði Gunnar Rúnar. Síðan er annar persónuleiki á djúpu geðrofsplani og sá persónuleiki skýst upp á yfirborðið án þess að Gunnar Rúnar ráði við það. Gunnar Rúnar hafi þannig ekki verið með sjálfum sér þegar að hann framdi verknaðinn né heldur strax eftir hann. Helgi Garðar segir að í samtölum við sig hafi komið fram djúpstæð sektarkennd vegna morðsins og hann hafi verð harmi sleginn yfir atburðunum og áfellst sjálfan sig. Hann var í hálfgerðri örvæntingu yfir því sem hann hafði gert. Geðlæknirinn vill að Gunnar Rúnar sé í öryggisgæslu. Hann sé haldinn svo djúpstæðum sjúkleika að hann læknast ekki á dögum eða vikum. Hann sagði líka að draga mætti þann lærdóm af þessu málið að samfélagið þarf að heyra þau skilaboð að það þarf að taka áföllum hjá börnum alvarlega.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira