Byr blæs í bakið á Jakobi Jóhanni 12. febrúar 2011 07:00 Jakob Jóhann með Jacky Pellerin og Jóni Finnbogasyni forstjóra Byrs við undirskrift samnings í gær. Byr og Jakob Jóhann Sveinsson sundmaður skrifuðu í gær undir samstarfssamning til 18 mánaða en Jakob stefnir að sínum fjórðu ólympíuleikum í London á næsta ári. Jakob æfir hjá Sundfélaginu Ægi í Reykjavík og er bringusund hans aðal keppnisgrein. Hann hefur unnið fjölda móta hérlendis og var meðal annars kosinn sundmaður ársins hjá SSÍ. Jakob setti sitt fyrsta Íslandsmet í fullorðinsflokki árið 1999. Eftir það varð ekki aftur snúið og hefur hann mætt á hvert stórmótið á fætur öðru fyrir Íslands hönd. Jakob keppti til að mynda á ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, Aþenu árið 2004 og Peking árið 2008. Hann hefur lengst komist í undanúrslit á þremur heimsmeistaramótum og jafn mörgum Evrópumeistaramótum. Þá hefur hann komist tvisvar sinnum í úrslit og fimm sinnum í undanúrslit á Evrópumeistaramóti í 25 m. laug. Jakob er hæstánægður með samstarfið og segir að það muni hjálpa honum mikið á komandi ári þar sem hann stefnir á sína fjórðu ólympíuleika. „Þetta á eftir að hjálpa mér heilmikið og líka hjálpa mér til að slaka á yfir því hvort ég komist erlendis á sundmót eða ekki vegna fjárskorts" sagði Jakob Jóhann. Þjálfari Jakobs Jóhanns, Jacky Pellerin, var ánægður með styrkinn og sagði þetta frábæra viðurkenningu og myndi hjálpa Jakobi mikið. „Jakob á það til að vera svolítið stressaður yfir öllum hlutum og vera að velta sér upp úr þeim, og samstarf við Byr á eftir að hjálpa honum mikið við það að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur vegna keppnis- og æfingaferða erlendis, og það hjálpar honum að slaka betur á og nýta orkuna sína í keppni og æfingar" sagði Jacky Pellerin. Innlendar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sjá meira
Byr og Jakob Jóhann Sveinsson sundmaður skrifuðu í gær undir samstarfssamning til 18 mánaða en Jakob stefnir að sínum fjórðu ólympíuleikum í London á næsta ári. Jakob æfir hjá Sundfélaginu Ægi í Reykjavík og er bringusund hans aðal keppnisgrein. Hann hefur unnið fjölda móta hérlendis og var meðal annars kosinn sundmaður ársins hjá SSÍ. Jakob setti sitt fyrsta Íslandsmet í fullorðinsflokki árið 1999. Eftir það varð ekki aftur snúið og hefur hann mætt á hvert stórmótið á fætur öðru fyrir Íslands hönd. Jakob keppti til að mynda á ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, Aþenu árið 2004 og Peking árið 2008. Hann hefur lengst komist í undanúrslit á þremur heimsmeistaramótum og jafn mörgum Evrópumeistaramótum. Þá hefur hann komist tvisvar sinnum í úrslit og fimm sinnum í undanúrslit á Evrópumeistaramóti í 25 m. laug. Jakob er hæstánægður með samstarfið og segir að það muni hjálpa honum mikið á komandi ári þar sem hann stefnir á sína fjórðu ólympíuleika. „Þetta á eftir að hjálpa mér heilmikið og líka hjálpa mér til að slaka á yfir því hvort ég komist erlendis á sundmót eða ekki vegna fjárskorts" sagði Jakob Jóhann. Þjálfari Jakobs Jóhanns, Jacky Pellerin, var ánægður með styrkinn og sagði þetta frábæra viðurkenningu og myndi hjálpa Jakobi mikið. „Jakob á það til að vera svolítið stressaður yfir öllum hlutum og vera að velta sér upp úr þeim, og samstarf við Byr á eftir að hjálpa honum mikið við það að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur vegna keppnis- og æfingaferða erlendis, og það hjálpar honum að slaka betur á og nýta orkuna sína í keppni og æfingar" sagði Jacky Pellerin.
Innlendar Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sjá meira