"Hækkun í hafi“? Þórólfur Matthíasson skrifar 16. febrúar 2012 06:00 Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna lofaði fyrir þremur árum, í stjórnarsáttmála, að stofna auðlindasjóð sem sæi um innheimtu afgjalda fyrir fénýtingu einstaklinga og fyrirtækja á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Líta má á hækkun veiðigjalds í fiskveiðum undangengin ár sem veika viðleitni til að standa við þetta loforð. En loforðið er engu að síður enn óefnt að flestra manna mati. Ein ástæða þess að enn hefur ekki verið staðið við loforð um að þjóðin njóti tekna af eignum sínum er harkaleg andstaða útgerðarmanna. Minna má á endurteknar dýrar auglýsingaherferðir og síendurteknar fullyrðingar talsmanna útgerðar um að útgerðin hafi ekki efni á að greiða fyrir að nýta þjóðarauðlindina. Endurskoðendur sjávarútvegsfyrirtækjanna hafa heldur ekki dregið af sér í málafylgju fyrir skjólstæðinga sína. Sýnast sumir í þeim hópi jafn snjallir í að affegra reikninga útgerðarinnar sem þeir voru í fegrun ársreikninga bankanna á árum áður. Þeir fjármunir sem um er að tefla þegar talað er um greiðslu fyrir nýtingarréttinn á þjóðarauðlindinni jafngildir svokallaðri auðlindarentu í sjávarútvegi. Upphæðin er veruleg þrátt fyrir fullyrðingar endurskoðenda um annað. Áætla má auðlindarentuna með því að skoða leiguverðmæti aflaheimildanna. Leiguverðmæti allra aflaheimilda við Ísland eru nálægt 60 milljarðar króna á ári um þessar mundir. Líklega er leiguverðið í hærri kantinum vegna lítils framboðs og áhrifa stjórnvaldssekta á verðmyndunina. Hagstofa Íslands birtir upplýsingar úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja. Auðlindarentuna má auðveldlega lesa úr þeirri skýrslugjöf, en hún jafngildir nokkurn veginn hreinum hagnaði þegar fjármagnskostnaður er reiknaður með svokallaðri árskostnaðaraðferð. Myndin sem fylgir þessari grein lýsir þróun hreins hagnaðar útgerðarfyrirtækja annars vegar og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja hins vegar. Tölur eru færðar til verðlags ársins 2011 með neysluverðsvísitölu. Myndin ber með sér að hagnaður útgerðarfyrirtækja hefur nálægt þrefaldast að verðmæti síðan 2004. Myndin ber einnig með sér að hagnaður fiskvinnslu sé býsna sveiflukenndur, en hafi batnað mjög mikið eftir hrun banka og krónu. Nú er það svo að mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa haslað sér völl bæði í veiðum og vinnslu. Fyrir því kunna að vera eðlileg rekstrarrök. En þessu fyrirkomulagi fylgir að fiskvinnsla er ósjaldan að kaupa hráefni af útgerðarfyrirtæki í eigu sama aðila. Með því að halda verði á ferskum fiski lágu minnkar bókfærður hagnaður útgerðarfyrirtækja en bókfærður hagnaður vinnslunnar eykst. Í leiðinni kann eigandinn að hagnast vegna þess að hlutur sjómanna (launagreiðslur sjómanna) skerðist sé fiskverð lækkað „með handafli". Raunveruleg auðlindarenta í íslenskum sjávarútvegi er því einhverstaðar milli ferlanna tveggja á línuritinu, þ.e.a.s. var á bilinu 22-45 milljarðar króna á árinu 2010 og hafði þá aukist um 20–30 milljarða á árinu 2008. Það er rétt að staldra við nokkur atriði þegar línuritið er skoðað: Í fyrsta lagi sýnir það svart á hvítu að hreinn hagnaður sjávarútvegsins hefur aukist verulega eftir hrun bankanna. Í öðru lagi er sýnt að hafi sjávarútvegurinn getað lifað af við þær aðstæður sem voru 2003 til 2007 þá getur sjávarútvegurinn auðveldlega greitt 20 milljarða plús árlega í auðlindagjald við núverandi aðstæður. Í þriðja lagi hlýtur línuritið að vekja spurningar hjá sjómönnum og þeim sem eru í forsvari fyrir launamál þeirra. Ekki verður annað séð en að verðmæti afurðanna hækki verulega „í hafi", þ.e.a.s. á leið sinni til útflutningsmarkaðanna. Stjórnarflokkarnir boða að til standi að efna loforð um að þjóðin fái að njóta tekna af sjávarauðlindinni. Vonandi gengur það eftir. Sjómenn hafa lengi krafist bættrar öryggisþjónustu. Væri það ekki viðeigandi, að nota fyrstu tvo milljarðana sem fengjust með endurbættu veiði- og/eða auðlindagjaldi til að svara því kalli og efla þyrlukost Landhelgisgæslunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna lofaði fyrir þremur árum, í stjórnarsáttmála, að stofna auðlindasjóð sem sæi um innheimtu afgjalda fyrir fénýtingu einstaklinga og fyrirtækja á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Líta má á hækkun veiðigjalds í fiskveiðum undangengin ár sem veika viðleitni til að standa við þetta loforð. En loforðið er engu að síður enn óefnt að flestra manna mati. Ein ástæða þess að enn hefur ekki verið staðið við loforð um að þjóðin njóti tekna af eignum sínum er harkaleg andstaða útgerðarmanna. Minna má á endurteknar dýrar auglýsingaherferðir og síendurteknar fullyrðingar talsmanna útgerðar um að útgerðin hafi ekki efni á að greiða fyrir að nýta þjóðarauðlindina. Endurskoðendur sjávarútvegsfyrirtækjanna hafa heldur ekki dregið af sér í málafylgju fyrir skjólstæðinga sína. Sýnast sumir í þeim hópi jafn snjallir í að affegra reikninga útgerðarinnar sem þeir voru í fegrun ársreikninga bankanna á árum áður. Þeir fjármunir sem um er að tefla þegar talað er um greiðslu fyrir nýtingarréttinn á þjóðarauðlindinni jafngildir svokallaðri auðlindarentu í sjávarútvegi. Upphæðin er veruleg þrátt fyrir fullyrðingar endurskoðenda um annað. Áætla má auðlindarentuna með því að skoða leiguverðmæti aflaheimildanna. Leiguverðmæti allra aflaheimilda við Ísland eru nálægt 60 milljarðar króna á ári um þessar mundir. Líklega er leiguverðið í hærri kantinum vegna lítils framboðs og áhrifa stjórnvaldssekta á verðmyndunina. Hagstofa Íslands birtir upplýsingar úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja. Auðlindarentuna má auðveldlega lesa úr þeirri skýrslugjöf, en hún jafngildir nokkurn veginn hreinum hagnaði þegar fjármagnskostnaður er reiknaður með svokallaðri árskostnaðaraðferð. Myndin sem fylgir þessari grein lýsir þróun hreins hagnaðar útgerðarfyrirtækja annars vegar og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja hins vegar. Tölur eru færðar til verðlags ársins 2011 með neysluverðsvísitölu. Myndin ber með sér að hagnaður útgerðarfyrirtækja hefur nálægt þrefaldast að verðmæti síðan 2004. Myndin ber einnig með sér að hagnaður fiskvinnslu sé býsna sveiflukenndur, en hafi batnað mjög mikið eftir hrun banka og krónu. Nú er það svo að mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa haslað sér völl bæði í veiðum og vinnslu. Fyrir því kunna að vera eðlileg rekstrarrök. En þessu fyrirkomulagi fylgir að fiskvinnsla er ósjaldan að kaupa hráefni af útgerðarfyrirtæki í eigu sama aðila. Með því að halda verði á ferskum fiski lágu minnkar bókfærður hagnaður útgerðarfyrirtækja en bókfærður hagnaður vinnslunnar eykst. Í leiðinni kann eigandinn að hagnast vegna þess að hlutur sjómanna (launagreiðslur sjómanna) skerðist sé fiskverð lækkað „með handafli". Raunveruleg auðlindarenta í íslenskum sjávarútvegi er því einhverstaðar milli ferlanna tveggja á línuritinu, þ.e.a.s. var á bilinu 22-45 milljarðar króna á árinu 2010 og hafði þá aukist um 20–30 milljarða á árinu 2008. Það er rétt að staldra við nokkur atriði þegar línuritið er skoðað: Í fyrsta lagi sýnir það svart á hvítu að hreinn hagnaður sjávarútvegsins hefur aukist verulega eftir hrun bankanna. Í öðru lagi er sýnt að hafi sjávarútvegurinn getað lifað af við þær aðstæður sem voru 2003 til 2007 þá getur sjávarútvegurinn auðveldlega greitt 20 milljarða plús árlega í auðlindagjald við núverandi aðstæður. Í þriðja lagi hlýtur línuritið að vekja spurningar hjá sjómönnum og þeim sem eru í forsvari fyrir launamál þeirra. Ekki verður annað séð en að verðmæti afurðanna hækki verulega „í hafi", þ.e.a.s. á leið sinni til útflutningsmarkaðanna. Stjórnarflokkarnir boða að til standi að efna loforð um að þjóðin fái að njóta tekna af sjávarauðlindinni. Vonandi gengur það eftir. Sjómenn hafa lengi krafist bættrar öryggisþjónustu. Væri það ekki viðeigandi, að nota fyrstu tvo milljarðana sem fengjust með endurbættu veiði- og/eða auðlindagjaldi til að svara því kalli og efla þyrlukost Landhelgisgæslunnar?
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar