Einn stærsti skartgripasali Mið-Austurlanda vildi kaupa Aurum Holdings Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. janúar 2012 18:48 Í bréfi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara er vitnað til þess að Damas, einn stærsti skartgripasali Mið-Asturlanda með starfsemi í Evrópu, hafði undirritað óbindandi samkomulag við Fons um kaup á Aurum Holdings áður en dótturfélag Fons fékk lán til að kaupa félagið. Málið snýst um sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS-38 ehf. sem var dótturfélag Fons upp á sex milljarða króna í júlí 2008 til að kaupa 30 prósenta hlut í Aurum Holdings af Fons, en lánveitingin til FS-38 ehf. er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik. Í bréfi sem Jón Ásgeir Jóhannesson sendi sérstökum saksóknara í október sl. og fréttastofan hefur undir höndum vísar hann til þess að embættið hafi nú þegar undir höndum gögn sem sýni að skrifað var undir óbindandi samkomulag, svokallað „Head of Terms" við Damas, einn stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, um kaup Damas á hlutabréfunum í Aurum hinn 14. júní 2008, áður en FS38 ehf. fékk lán hjá Glitni til að kaupa bréfin, en rannsóknin snýr að meintu yfirverði sem greitt var þegar Glitnir lánaði 6 milljarða króna fyrir 30 prósenta hlut í Aurum Holdings. Viðræður við Damas hafi staðið yfir fram í fyrstu vikuna í október er þeim var slitið vegna erfiðleika á alþjóðlegum á fjármálamörkuðum.Jón Ásgeir sendi sérstökum saksóknara bréf í október sl. þar sem hann fer fram á að sá hluti rannsóknarinnar á Aurum-málinu sem snýr að sér verði felldur niður.Þá vitnar Jóns Ásgeir til skýrslu fyrirtækisins Cavendish í aðdraganda söluferlis Aurum, en fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu skilanefndar Landsbankans í dag, en áætlað var að heildarsöluverð Aurum væri á bilinu 180-220 milljónir punda, jafnvirði allt að 42 milljarða króna. Þá er einnig vitnað til fréttar breska dagblaðsins Times þar sem fram kemur að Aurum Holdings sé 200 milljóna punda virði. Allt tal um refsivert athæfi sé því með öllu fráleitt. Þá kemur fram í bréfi Jóns Ásgeirs að í yfirheyrslu yfir honum frá sumrinu 2011 hafið komið fram sú afstaða sérstaks saksóknara að samkomulagið við Damas hafi verið „uppdiktað skjal" gert í tengslum við lánið til FS-38 í þeim tilgangi að hafa fé út úr Glitni. Jón Ásgeir segir að nú hafi verið lögð fram gögn og upplýsingar sem sýni að svo var ekki. Á þeim grundvelli sé gerð krafa um að málið verði fellt niður. Þess má geta að eiginkona Jóns Ásgeirs er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. 9. janúar 2012 18:30 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Í bréfi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til sérstaks saksóknara er vitnað til þess að Damas, einn stærsti skartgripasali Mið-Asturlanda með starfsemi í Evrópu, hafði undirritað óbindandi samkomulag við Fons um kaup á Aurum Holdings áður en dótturfélag Fons fékk lán til að kaupa félagið. Málið snýst um sex milljarða króna lán Glitnis til félagsins FS-38 ehf. sem var dótturfélag Fons upp á sex milljarða króna í júlí 2008 til að kaupa 30 prósenta hlut í Aurum Holdings af Fons, en lánveitingin til FS-38 ehf. er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik. Í bréfi sem Jón Ásgeir Jóhannesson sendi sérstökum saksóknara í október sl. og fréttastofan hefur undir höndum vísar hann til þess að embættið hafi nú þegar undir höndum gögn sem sýni að skrifað var undir óbindandi samkomulag, svokallað „Head of Terms" við Damas, einn stærsta skartgripasala Mið-Austurlanda, um kaup Damas á hlutabréfunum í Aurum hinn 14. júní 2008, áður en FS38 ehf. fékk lán hjá Glitni til að kaupa bréfin, en rannsóknin snýr að meintu yfirverði sem greitt var þegar Glitnir lánaði 6 milljarða króna fyrir 30 prósenta hlut í Aurum Holdings. Viðræður við Damas hafi staðið yfir fram í fyrstu vikuna í október er þeim var slitið vegna erfiðleika á alþjóðlegum á fjármálamörkuðum.Jón Ásgeir sendi sérstökum saksóknara bréf í október sl. þar sem hann fer fram á að sá hluti rannsóknarinnar á Aurum-málinu sem snýr að sér verði felldur niður.Þá vitnar Jóns Ásgeir til skýrslu fyrirtækisins Cavendish í aðdraganda söluferlis Aurum, en fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu skilanefndar Landsbankans í dag, en áætlað var að heildarsöluverð Aurum væri á bilinu 180-220 milljónir punda, jafnvirði allt að 42 milljarða króna. Þá er einnig vitnað til fréttar breska dagblaðsins Times þar sem fram kemur að Aurum Holdings sé 200 milljóna punda virði. Allt tal um refsivert athæfi sé því með öllu fráleitt. Þá kemur fram í bréfi Jóns Ásgeirs að í yfirheyrslu yfir honum frá sumrinu 2011 hafið komið fram sú afstaða sérstaks saksóknara að samkomulagið við Damas hafi verið „uppdiktað skjal" gert í tengslum við lánið til FS-38 í þeim tilgangi að hafa fé út úr Glitni. Jón Ásgeir segir að nú hafi verið lögð fram gögn og upplýsingar sem sýni að svo var ekki. Á þeim grundvelli sé gerð krafa um að málið verði fellt niður. Þess má geta að eiginkona Jóns Ásgeirs er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. 9. janúar 2012 18:30 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Tilbúnir að fresta skaðabótamáli gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri Slitastjórn Glitnis ætlar að fallast á beiðni um að fresta aðalmeðferð í skaðabótamáli á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni og fleirum vegna félagsins Aurum Holdings þangað til niðurstaða liggur fyrir í rannsókn sérstaks saksóknara vegna sama máls. Dómari getur frestað málinu að sjálfsdáðum. 9. janúar 2012 18:30