Vasadiskó gerir upp 2011 í tveimur þáttum Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. janúar 2012 14:28 Næstu tveir þættir af Vasadiskó, sem eru á X-inu 977 á sunnudögum, verða með öðru sniði en venjulega. Í stað þess að einblína á nýja tónlist fara tveir þættir í að gera upp tónlistarárið 2011 á skilvirkan og tæmandi hátt. Fyrri sérþátturinn verður næsta sunnudag kl. 15 og þar verða leikin þau lög sem þáttastjórnandi velur sem lög ársins 2011, bæði innlend og erlend. Viku síðar verður uppljóstrað um hvaða breiðskífur þóttu þær bestu þetta árið í erlendri og innlendri útgáfu. Listarnir eru mjög ólíkir, enda oft sem plötur eru ekki góðar í heild sinni þó svo að þar leynist vissulega gullmolar. Síðastliðin ár virðist sú hefð hafa myndast hjá fjölmiðlum um allann heim að keppast við að nefna plötur og listamenn ársins - stundum allt að mánuði fyrir sjálf áramótin. En þá verða þeir listamenn sem gefa út í desember oft útundan. Þekkt dæmi úr tónlistarsögunni er þegar plata Múm - Yesterday was dramatic kom út um miðjan desember árið 1999. Platan komst ekki á neina lista yfir plötur ársins það árið, þrátt fyrir að hún hafi klárlega haft alla burði til þess að enda á toppi þess lista. Platan fékk svo nokkrar kurteisisbirtingar hjá íslenskum gagnrýnendum ári síðar - þegar hún hafði slegið í gegn erlendis. Þess ákvað umsjónamaður Vasadiskó að bíða fram yfir áramót, gefa sér tíma til þess að fara yfir tónlistarárið og birta lista sem væri ekki undir áhrifum annarra lista né velgengni á sölu- eða vinsældarlistum. Engir gestir verða í sérþáttunum tveimur en haft verður samband við þá sem íslensku listamenn sem lenda ofarlega á listunum. Lagalistinn yfir bestu erlendu- og innlendu lög ársins 2011 að mati Vasadiskó verður birtur hér á Vísi.is að þætti loknum á sunnudag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni, Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Næstu tveir þættir af Vasadiskó, sem eru á X-inu 977 á sunnudögum, verða með öðru sniði en venjulega. Í stað þess að einblína á nýja tónlist fara tveir þættir í að gera upp tónlistarárið 2011 á skilvirkan og tæmandi hátt. Fyrri sérþátturinn verður næsta sunnudag kl. 15 og þar verða leikin þau lög sem þáttastjórnandi velur sem lög ársins 2011, bæði innlend og erlend. Viku síðar verður uppljóstrað um hvaða breiðskífur þóttu þær bestu þetta árið í erlendri og innlendri útgáfu. Listarnir eru mjög ólíkir, enda oft sem plötur eru ekki góðar í heild sinni þó svo að þar leynist vissulega gullmolar. Síðastliðin ár virðist sú hefð hafa myndast hjá fjölmiðlum um allann heim að keppast við að nefna plötur og listamenn ársins - stundum allt að mánuði fyrir sjálf áramótin. En þá verða þeir listamenn sem gefa út í desember oft útundan. Þekkt dæmi úr tónlistarsögunni er þegar plata Múm - Yesterday was dramatic kom út um miðjan desember árið 1999. Platan komst ekki á neina lista yfir plötur ársins það árið, þrátt fyrir að hún hafi klárlega haft alla burði til þess að enda á toppi þess lista. Platan fékk svo nokkrar kurteisisbirtingar hjá íslenskum gagnrýnendum ári síðar - þegar hún hafði slegið í gegn erlendis. Þess ákvað umsjónamaður Vasadiskó að bíða fram yfir áramót, gefa sér tíma til þess að fara yfir tónlistarárið og birta lista sem væri ekki undir áhrifum annarra lista né velgengni á sölu- eða vinsældarlistum. Engir gestir verða í sérþáttunum tveimur en haft verður samband við þá sem íslensku listamenn sem lenda ofarlega á listunum. Lagalistinn yfir bestu erlendu- og innlendu lög ársins 2011 að mati Vasadiskó verður birtur hér á Vísi.is að þætti loknum á sunnudag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni,
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“