Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 73-63 Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. janúar 2012 20:17 J'Nathan Bullock. Mynd/Stefán Grindvíkingar unnu í kvöld nágranna sína í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Eftir að hafa haft undirtökin allan leikinn unnu Njarðvíkingar sig aftur inn í leikinn en náðu aldrei forskotinu af Grindavík. Fyrir þennan leik sátu heimamenn á toppnum með 16 stig eftir 9 leiki og hafa aðeins tapað einum leik. Njarðvíkingar sátu hinsvegar í 8. sæti fyrir leik kvöldsins. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og var J'Nathan Bullock stóran þátt í því, hann skoraði 11 af fyrstu 17 stigum liðsins. Þeir héldu undirtökum sínum það sem eftir var að hálfleiknum og höfðu 8 stiga forskot í hálfleik, 40-32. Það sama virtist vera upp á teningunum fyrstu mínútur þriðja leikhluta, Grindvíkingar byrjuðu betur og náðu muninum upp í 14 stig. Þá tók Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur leikhlé og þeir tóku við sér. Við tók kafli sem þeir skoruðu 17 stig gegn 4 stigum Grindvíkinga og náðu þeir að minnka muninn niður í 1 stig áður en leikhlutinn kláraðist. Fjórði leikhluti var í járnum fram að lokamínútunum þegar Grindvíkingar sigu fram úr Njarðvíkingum og endaði þetta með 73-65 sigri Grindvíkinga og eru þeir eru því enn á toppi deildarinnar með 18 stig.Grindavík: J'Nathan Bullock 24/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/11 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12, Giordan Watson 6, Þorleifur Ólafsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ómar Örn Sævarsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 2.Njarðvík: Cameron Echols 22/9 fráköst, Travis Holmes 17/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 4. Einar Árni: Þriggja stiga nýtingin varð okkur að falliMynd/Valli„Það er alltaf vont að tapa, við vorum alveg með þá á hreinu að þessi leikur yrði erfiður. Við stóðumst nokkur markmið sem við settum fyrir leikinn en það sem varð okkur að falli var þriggja stiga skotnýtingin," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Við æfðum vel um jólin, menn voru að hitta vel á æfingum, það vantaði svolítið að fylgja því eftir. Varnarlega tökum við það út úr leiknum að við höldum besta liði deildarinnar í 75 stigum og það er hlutur sem við tökum úr þessum leik." „Við eigum mikilvæga leiki í janúar og við ætlum að reyna að byggja á þessu þrátt fyrir að stigin tvö hafi ekki komið.Við náðum að minnka þetta niður í eitt stig og hefðum þurft einn þrist þar og ná forystunni þar." „Við misstum þá fram úr okkur en menn sýndu karakter og héldu áfram, þéttu varnarleikinn og náðu að mjaka sér áfram og höggva á forskotið, ég er ánægður með það," sagði Einar. Helgi Jónas: Áhugalausir á köflumMynd/Stefán„Við tökum þetta þrátt fyrir að ég sé ekki ánægður með spilamennskuna, mér fannst við hálf áhugalausir á köflum," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindarvíkur eftir leikinn. „Fyrstu fimm mínúturnar spiluðum við vel eins og lið, eftir það fóru menn oft á egó-tripp hver fyrir sig, það ætluðu allir að vinna leikinn upp á eigin spýtur. Það gengur ekki í okkar kerfi, við spilum ekki upp á það." „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá, í kvöld fannst mér við alltaf eiga einn gír inni og það fór smá um mig þegar þeir minnkuðu muninn í eitt stig. Mér fannst við þó alltaf eiga einhver svör gegn leik þeirra þótt það kæmi stundum of seint," sagði Helgi. Ólafur: Unnum þetta á hörkuMynd/Stefán„Þetta var sterkur sigur, hann var samt full tæpur út af spilamennsku okkar. Það sat kannski eitthvað í mönnum eftir jólin, við hittum ekki mikið úr opnum skotum en þetta datt okkar megin," sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur. „Við spiluðum illa gegn Þór og við töpuðum en við náðum að rífa okkur upp hérna í fjórða leikhluta og unnum leikinn. Við byrjuðum vel en vorum ekki ánægðir með leikinn sjálfann, töpuðum mörgum boltum, rangar ákvarðanir og fleira átti hlut í því." „Við unnum þetta á hörku í endann, eins og strákarnir sögðu þá unnum við þótt við hefðum verið með hausinn niður. Þetta er ekkert sem á að fagna en auðvitað erum við sáttir þegar við vinnum, fáum tvö stig og höldum stöðu okkar á toppnum," sagði Ólafur. Dominos-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu í kvöld nágranna sína í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Eftir að hafa haft undirtökin allan leikinn unnu Njarðvíkingar sig aftur inn í leikinn en náðu aldrei forskotinu af Grindavík. Fyrir þennan leik sátu heimamenn á toppnum með 16 stig eftir 9 leiki og hafa aðeins tapað einum leik. Njarðvíkingar sátu hinsvegar í 8. sæti fyrir leik kvöldsins. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og var J'Nathan Bullock stóran þátt í því, hann skoraði 11 af fyrstu 17 stigum liðsins. Þeir héldu undirtökum sínum það sem eftir var að hálfleiknum og höfðu 8 stiga forskot í hálfleik, 40-32. Það sama virtist vera upp á teningunum fyrstu mínútur þriðja leikhluta, Grindvíkingar byrjuðu betur og náðu muninum upp í 14 stig. Þá tók Einar Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur leikhlé og þeir tóku við sér. Við tók kafli sem þeir skoruðu 17 stig gegn 4 stigum Grindvíkinga og náðu þeir að minnka muninn niður í 1 stig áður en leikhlutinn kláraðist. Fjórði leikhluti var í járnum fram að lokamínútunum þegar Grindvíkingar sigu fram úr Njarðvíkingum og endaði þetta með 73-65 sigri Grindvíkinga og eru þeir eru því enn á toppi deildarinnar með 18 stig.Grindavík: J'Nathan Bullock 24/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 15/11 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12, Giordan Watson 6, Þorleifur Ólafsson 6, Björn Steinar Brynjólfsson 5, Ómar Örn Sævarsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 2.Njarðvík: Cameron Echols 22/9 fráköst, Travis Holmes 17/13 fráköst, Elvar Már Friðriksson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5, Ólafur Helgi Jónsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 4. Einar Árni: Þriggja stiga nýtingin varð okkur að falliMynd/Valli„Það er alltaf vont að tapa, við vorum alveg með þá á hreinu að þessi leikur yrði erfiður. Við stóðumst nokkur markmið sem við settum fyrir leikinn en það sem varð okkur að falli var þriggja stiga skotnýtingin," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Við æfðum vel um jólin, menn voru að hitta vel á æfingum, það vantaði svolítið að fylgja því eftir. Varnarlega tökum við það út úr leiknum að við höldum besta liði deildarinnar í 75 stigum og það er hlutur sem við tökum úr þessum leik." „Við eigum mikilvæga leiki í janúar og við ætlum að reyna að byggja á þessu þrátt fyrir að stigin tvö hafi ekki komið.Við náðum að minnka þetta niður í eitt stig og hefðum þurft einn þrist þar og ná forystunni þar." „Við misstum þá fram úr okkur en menn sýndu karakter og héldu áfram, þéttu varnarleikinn og náðu að mjaka sér áfram og höggva á forskotið, ég er ánægður með það," sagði Einar. Helgi Jónas: Áhugalausir á köflumMynd/Stefán„Við tökum þetta þrátt fyrir að ég sé ekki ánægður með spilamennskuna, mér fannst við hálf áhugalausir á köflum," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindarvíkur eftir leikinn. „Fyrstu fimm mínúturnar spiluðum við vel eins og lið, eftir það fóru menn oft á egó-tripp hver fyrir sig, það ætluðu allir að vinna leikinn upp á eigin spýtur. Það gengur ekki í okkar kerfi, við spilum ekki upp á það." „Við förum inn í alla leiki til að vinna þá, í kvöld fannst mér við alltaf eiga einn gír inni og það fór smá um mig þegar þeir minnkuðu muninn í eitt stig. Mér fannst við þó alltaf eiga einhver svör gegn leik þeirra þótt það kæmi stundum of seint," sagði Helgi. Ólafur: Unnum þetta á hörkuMynd/Stefán„Þetta var sterkur sigur, hann var samt full tæpur út af spilamennsku okkar. Það sat kannski eitthvað í mönnum eftir jólin, við hittum ekki mikið úr opnum skotum en þetta datt okkar megin," sagði Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur. „Við spiluðum illa gegn Þór og við töpuðum en við náðum að rífa okkur upp hérna í fjórða leikhluta og unnum leikinn. Við byrjuðum vel en vorum ekki ánægðir með leikinn sjálfann, töpuðum mörgum boltum, rangar ákvarðanir og fleira átti hlut í því." „Við unnum þetta á hörku í endann, eins og strákarnir sögðu þá unnum við þótt við hefðum verið með hausinn niður. Þetta er ekkert sem á að fagna en auðvitað erum við sáttir þegar við vinnum, fáum tvö stig og höldum stöðu okkar á toppnum," sagði Ólafur.
Dominos-deild karla Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum