Handbolti

Hjartaaðgerð Sterbik gekk vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arpad Sterbik, markvörður Atletico Madrid og spænska landsliðsins í handbolta, gekkst á þriðjudaginn undir hjartaaðgerð sem er sögð hafa heppnast vel.

Sterbik dró sig úr landsliðshópi Spánverja fyrir EM í Serbíu vegna veikindanna en hann hafði verið með hjartsláttartruflanir.

Ákveðið var að framkvæma aðgerð og greindi spænska dagblaðið Marca frá því á heimasíðu sinni í gær að hún hafi farið fram á þriðjudaginn. Hann fékk svo að halda heim á leið í gær og er sagður mega hefja æfingar á nýjan leik eftir 7-10 daga.

Sterbik er 32 ára gamall og hefur spilað á Spáni undanfarin sjö ár. Hann er fæddur í gömlu Júgóslavíu og hefur afrekað að spila með þremur landsliðum á sínum ferli - Júgóslavíu, Serbíu og Spáni.

Hann var kjörinn besti leikmaður heims af Alþjóðahandknattleikssambandinu árið 2005 og gerðist spænskur ríkisborgari árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×