Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2012 13:00 Andy Roddick varð að hætta keppni vegna meiðsla. Nordic Photos / Getty Images Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. Sterkustu 32 keppendum mótsins er raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð sem byggir á heimslistanum í tennis. Er það gert til að forðast að bestu tenniskappar heims mætist snemma í mótinu. Af þeim eru 20 karlar og 20 konur komnar áfram í þriðju umferðina sem er 32-manna úrslitin í einliðaleik karla og kvenna. Í karlaflokki féll Bandaríkjamaðurinn Mardy Fish (8. sæti) úr leik er hann tapaði fyrir Kólumbíumanninum Alejandro Falla í þremur settum. Annar Bandaríkjamaður, Andy Roddick (15. sæti) er einnig úr leik en hann varð að gefa viðureign sína gegn heimamanninum Lleyton Hewitt vegna meiðsla. Hewitt var eitt sinn einn besti tenniskappi heims en er nú ansi neðarlega á heimslistanum. Hann fékk svokallaðan Wild Card-þátttökurétt á mótinu og er nú kominn áfram í þriðju umferð, heimamönnum til mikillar ánægju. Þar mætir hann Kanadamanninum Milos Raonic (23. sæti) sem þykir mikið efni en hann er 21 árs gamall. Fjórir efstu menn heimslistans - Novak Djokovic, Rafael Nadal, Roger Federer og Andy Murray - hafa ekki lent í teljandi vandræðum með sína andstæðinga en Federer þurfti ekki einu sinni að spila í annarri umferð. Andstæðingur hans, Þjóðverjinn Andreas Beck, gat ekki spilað vegna meiðsla í baki. Í kvennaflokki kom helst á óvart að hin ítalska Francesca Schiavone (10. sæti), sem fagnaði sigri á opna franska meistaramótinu árið 2010, féll úr leik en hún tapaði fyrir löndu sinni, Romina Oprandi. Þekktustu tenniskonur heims - Caroline Wozniacki (1. sæti), Maria Sharapova (4. sæti), Kim Clijsters (11. sæti) og Serena Williams (12. sæti) eru allar komnar áfram en systir þeirra síðastnefndu, Venus Williams, hefur ekkert keppt síðan í september á síðasta ári vegna veikinda. Hún stefnir þó að því að spila á ný strax í næsta mánuði. Í nótt féll síðasta ástralska konan af alls átta úr leik í keppninni er Jelena Dokic, sem er reyndar fæddur Serbi, tapaði fyrir Mation Bartoli. Keppni heldur áfram í nótt en þá hefjast 32-manna úrslitin. Sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um keppnina á heimasíðu hennar sem og á Wikipedia-vefritinu. Tennis Tengdar fréttir Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. Sterkustu 32 keppendum mótsins er raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð sem byggir á heimslistanum í tennis. Er það gert til að forðast að bestu tenniskappar heims mætist snemma í mótinu. Af þeim eru 20 karlar og 20 konur komnar áfram í þriðju umferðina sem er 32-manna úrslitin í einliðaleik karla og kvenna. Í karlaflokki féll Bandaríkjamaðurinn Mardy Fish (8. sæti) úr leik er hann tapaði fyrir Kólumbíumanninum Alejandro Falla í þremur settum. Annar Bandaríkjamaður, Andy Roddick (15. sæti) er einnig úr leik en hann varð að gefa viðureign sína gegn heimamanninum Lleyton Hewitt vegna meiðsla. Hewitt var eitt sinn einn besti tenniskappi heims en er nú ansi neðarlega á heimslistanum. Hann fékk svokallaðan Wild Card-þátttökurétt á mótinu og er nú kominn áfram í þriðju umferð, heimamönnum til mikillar ánægju. Þar mætir hann Kanadamanninum Milos Raonic (23. sæti) sem þykir mikið efni en hann er 21 árs gamall. Fjórir efstu menn heimslistans - Novak Djokovic, Rafael Nadal, Roger Federer og Andy Murray - hafa ekki lent í teljandi vandræðum með sína andstæðinga en Federer þurfti ekki einu sinni að spila í annarri umferð. Andstæðingur hans, Þjóðverjinn Andreas Beck, gat ekki spilað vegna meiðsla í baki. Í kvennaflokki kom helst á óvart að hin ítalska Francesca Schiavone (10. sæti), sem fagnaði sigri á opna franska meistaramótinu árið 2010, féll úr leik en hún tapaði fyrir löndu sinni, Romina Oprandi. Þekktustu tenniskonur heims - Caroline Wozniacki (1. sæti), Maria Sharapova (4. sæti), Kim Clijsters (11. sæti) og Serena Williams (12. sæti) eru allar komnar áfram en systir þeirra síðastnefndu, Venus Williams, hefur ekkert keppt síðan í september á síðasta ári vegna veikinda. Hún stefnir þó að því að spila á ný strax í næsta mánuði. Í nótt féll síðasta ástralska konan af alls átta úr leik í keppninni er Jelena Dokic, sem er reyndar fæddur Serbi, tapaði fyrir Mation Bartoli. Keppni heldur áfram í nótt en þá hefjast 32-manna úrslitin. Sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um keppnina á heimasíðu hennar sem og á Wikipedia-vefritinu.
Tennis Tengdar fréttir Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40