Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2012 13:00 Andy Roddick varð að hætta keppni vegna meiðsla. Nordic Photos / Getty Images Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. Sterkustu 32 keppendum mótsins er raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð sem byggir á heimslistanum í tennis. Er það gert til að forðast að bestu tenniskappar heims mætist snemma í mótinu. Af þeim eru 20 karlar og 20 konur komnar áfram í þriðju umferðina sem er 32-manna úrslitin í einliðaleik karla og kvenna. Í karlaflokki féll Bandaríkjamaðurinn Mardy Fish (8. sæti) úr leik er hann tapaði fyrir Kólumbíumanninum Alejandro Falla í þremur settum. Annar Bandaríkjamaður, Andy Roddick (15. sæti) er einnig úr leik en hann varð að gefa viðureign sína gegn heimamanninum Lleyton Hewitt vegna meiðsla. Hewitt var eitt sinn einn besti tenniskappi heims en er nú ansi neðarlega á heimslistanum. Hann fékk svokallaðan Wild Card-þátttökurétt á mótinu og er nú kominn áfram í þriðju umferð, heimamönnum til mikillar ánægju. Þar mætir hann Kanadamanninum Milos Raonic (23. sæti) sem þykir mikið efni en hann er 21 árs gamall. Fjórir efstu menn heimslistans - Novak Djokovic, Rafael Nadal, Roger Federer og Andy Murray - hafa ekki lent í teljandi vandræðum með sína andstæðinga en Federer þurfti ekki einu sinni að spila í annarri umferð. Andstæðingur hans, Þjóðverjinn Andreas Beck, gat ekki spilað vegna meiðsla í baki. Í kvennaflokki kom helst á óvart að hin ítalska Francesca Schiavone (10. sæti), sem fagnaði sigri á opna franska meistaramótinu árið 2010, féll úr leik en hún tapaði fyrir löndu sinni, Romina Oprandi. Þekktustu tenniskonur heims - Caroline Wozniacki (1. sæti), Maria Sharapova (4. sæti), Kim Clijsters (11. sæti) og Serena Williams (12. sæti) eru allar komnar áfram en systir þeirra síðastnefndu, Venus Williams, hefur ekkert keppt síðan í september á síðasta ári vegna veikinda. Hún stefnir þó að því að spila á ný strax í næsta mánuði. Í nótt féll síðasta ástralska konan af alls átta úr leik í keppninni er Jelena Dokic, sem er reyndar fæddur Serbi, tapaði fyrir Mation Bartoli. Keppni heldur áfram í nótt en þá hefjast 32-manna úrslitin. Sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um keppnina á heimasíðu hennar sem og á Wikipedia-vefritinu. Tennis Tengdar fréttir Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. Sterkustu 32 keppendum mótsins er raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð sem byggir á heimslistanum í tennis. Er það gert til að forðast að bestu tenniskappar heims mætist snemma í mótinu. Af þeim eru 20 karlar og 20 konur komnar áfram í þriðju umferðina sem er 32-manna úrslitin í einliðaleik karla og kvenna. Í karlaflokki féll Bandaríkjamaðurinn Mardy Fish (8. sæti) úr leik er hann tapaði fyrir Kólumbíumanninum Alejandro Falla í þremur settum. Annar Bandaríkjamaður, Andy Roddick (15. sæti) er einnig úr leik en hann varð að gefa viðureign sína gegn heimamanninum Lleyton Hewitt vegna meiðsla. Hewitt var eitt sinn einn besti tenniskappi heims en er nú ansi neðarlega á heimslistanum. Hann fékk svokallaðan Wild Card-þátttökurétt á mótinu og er nú kominn áfram í þriðju umferð, heimamönnum til mikillar ánægju. Þar mætir hann Kanadamanninum Milos Raonic (23. sæti) sem þykir mikið efni en hann er 21 árs gamall. Fjórir efstu menn heimslistans - Novak Djokovic, Rafael Nadal, Roger Federer og Andy Murray - hafa ekki lent í teljandi vandræðum með sína andstæðinga en Federer þurfti ekki einu sinni að spila í annarri umferð. Andstæðingur hans, Þjóðverjinn Andreas Beck, gat ekki spilað vegna meiðsla í baki. Í kvennaflokki kom helst á óvart að hin ítalska Francesca Schiavone (10. sæti), sem fagnaði sigri á opna franska meistaramótinu árið 2010, féll úr leik en hún tapaði fyrir löndu sinni, Romina Oprandi. Þekktustu tenniskonur heims - Caroline Wozniacki (1. sæti), Maria Sharapova (4. sæti), Kim Clijsters (11. sæti) og Serena Williams (12. sæti) eru allar komnar áfram en systir þeirra síðastnefndu, Venus Williams, hefur ekkert keppt síðan í september á síðasta ári vegna veikinda. Hún stefnir þó að því að spila á ný strax í næsta mánuði. Í nótt féll síðasta ástralska konan af alls átta úr leik í keppninni er Jelena Dokic, sem er reyndar fæddur Serbi, tapaði fyrir Mation Bartoli. Keppni heldur áfram í nótt en þá hefjast 32-manna úrslitin. Sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um keppnina á heimasíðu hennar sem og á Wikipedia-vefritinu.
Tennis Tengdar fréttir Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40