Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2012 12:40 Samantha Stosur var svekkt eftir tapið í morgun. Nordic Photos / Getty Images Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. Í karlaflokki kom fátt á óvart, nema þá helst að Spánverjinn Fernando Verdasco féll úr leik eftir tap fyrir heimamanninum Bernand Tomic. Þeir 32 sterkustu keppendum heimsins sem taka þátt í mótinu er raðað eftir styrkleikaröð og mæta því veikari andstæðingum í fyrstu umferðunum. Það kom því mjög á óvart að Ástralinn Samantha Stosur, sigurvegari opna bandaríska meistaramótsins í haust, féll úr leik strax í fyrstu umferð er hún varð að játa sig sigraða fyrir Sorana Cirstea frá Rúmeníu. Cirstea er í 59. sæti heimslistans en Stosur er sjötti sterkasti keppandi mótsins. Miklar væntingar voru gerðar til Stosur þrátt fyrir slæmt gengi í smærri keppnum í aðdraganda mótsins. Vonbrigði hennar voru mikil. „Þetta var ekki það sem ég vildi. Ekki bara þetta mót heldur allt sumarið," sagði Stosur en hásumar er nú í Ástralíu. Nánast allt besta tennisfólk heims er meðal keppenda í Ástralíu og komust þau langflest auðveldlega áfram í aðra umferð. Þess má þó geta að Robin Söderling, Svíinn sterki, er ekki meðal þátttakanda en hann hefur verið frá keppni síðan í júlí eftir að hann greindist með einkirningasótt. Aðeins einni viðureign er ólokið í fyrstu umferðinni en í henni mætast Serena Williams frá Bandaríkjunum og Tamira Paszek frá Austurríki. Er það síðasta viðureignin á öðrum keppnisdegi mótsins.Uppfært 13.53: Williams átti ekki í teljandi vandræðum með Paszek og vann, 6-3 og 6-2. Tennis Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. Í karlaflokki kom fátt á óvart, nema þá helst að Spánverjinn Fernando Verdasco féll úr leik eftir tap fyrir heimamanninum Bernand Tomic. Þeir 32 sterkustu keppendum heimsins sem taka þátt í mótinu er raðað eftir styrkleikaröð og mæta því veikari andstæðingum í fyrstu umferðunum. Það kom því mjög á óvart að Ástralinn Samantha Stosur, sigurvegari opna bandaríska meistaramótsins í haust, féll úr leik strax í fyrstu umferð er hún varð að játa sig sigraða fyrir Sorana Cirstea frá Rúmeníu. Cirstea er í 59. sæti heimslistans en Stosur er sjötti sterkasti keppandi mótsins. Miklar væntingar voru gerðar til Stosur þrátt fyrir slæmt gengi í smærri keppnum í aðdraganda mótsins. Vonbrigði hennar voru mikil. „Þetta var ekki það sem ég vildi. Ekki bara þetta mót heldur allt sumarið," sagði Stosur en hásumar er nú í Ástralíu. Nánast allt besta tennisfólk heims er meðal keppenda í Ástralíu og komust þau langflest auðveldlega áfram í aðra umferð. Þess má þó geta að Robin Söderling, Svíinn sterki, er ekki meðal þátttakanda en hann hefur verið frá keppni síðan í júlí eftir að hann greindist með einkirningasótt. Aðeins einni viðureign er ólokið í fyrstu umferðinni en í henni mætast Serena Williams frá Bandaríkjunum og Tamira Paszek frá Austurríki. Er það síðasta viðureignin á öðrum keppnisdegi mótsins.Uppfært 13.53: Williams átti ekki í teljandi vandræðum með Paszek og vann, 6-3 og 6-2.
Tennis Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira