Lýtalæknar hafa neitað landlækni um upplýsingar Erla Hlynsdóttir skrifar 10. janúar 2012 18:45 Geir Gunnlaugsson, landlæknir Landlæknisembættið fékk upplýsingar um það vorið 2010 að PIP-sílíkonpúðar væru síðri að gæðum en aðrir. Íslenskar konur voru ekki látnar vita. Nokkrir lýtalæknar hafa neitað landlækni um heilsufarsupplýsingar sem hann óskaði eftir. Hætt var að setja PIP-púða í konur á Íslandi árið 2010 eftir að þeir voru innkallaðir. En afhverju voru konur á Íslandi ekki látnar vita, þær sem voru með þessa púða? „Vegna þess að á þessum tíma lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að þessir púðar væru hættulegri en aðrir púðar," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Embætti landlæknis hefur frá árinu 2007 haft auknar skyldur til að kalla eftir og halda saman skráningu á heilbrigðisupplýsingum. En þrátt fyrir heimild landlæknis til að fá þessar upplýsingar þá hafa sumir læknar verið tregir til að gefa þær. „Það eru dæmi þess að þeir hafa í sumum tilvikum borið því við að þeir hafi trúnað við sína skjólstæðinga og sérstaklega varðar það þá aðgerðir sem eru alfarið utan greiðsluþátttöku," segir Geir en þar undir falla fegrunaraðgerðir á brjóstum. Landlæknir reyndi á síðasta ári að ná þessum gögnum saman. Hversu margir lýtalæknar hafa ekki orðið við beiðni embættisins frá því í fyrra um að skila þessum upplýsingum? „Það voru tólf lýtalæknar sem fengu þessa beiðni. Fjórir komu með gögn sem eru til skoðunar og síðan eru þrír sem sögðu að þeir gætu ekki eða hefðu ekki hug á að leggja inn þessi gögn. Þeir fengu ítrekun en hafa ekki svarað," segir hann. Geir segist ekki geta upplýst, að svo komnu, um hvaða lækna ræðir. Jens Kjartansson lýtalæknir flutti inn PIP-púðana og setti í um fjögurhundruðogfjörutíukonur. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem ætla í mál við hann, og eru þær nú orðnar sextíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Jens einn þeirra lýtalækna sem hefur ekki skilað inn heilbrigðisupplýsingum um umræddar aðgerðir til Landlæknisembættisins. Jens hafnaði viðtali við fréttastofu í dag. Þar sem eftirlit með þessum brjóstaaðgerðum hefur verið lítið sem ekkert, er tryggt að skráningin hafi í raun og veru verið í samræmi við lög og reglur? „Þetta er náttúrulega eitt af þeim álitamálum sem hafa komið upp í sambandi við þessa umræðu og er klárlega eitt af þeim málum sem við munum kíkja á og fylgja eftir," segir Geir. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Sjá meira
Landlæknisembættið fékk upplýsingar um það vorið 2010 að PIP-sílíkonpúðar væru síðri að gæðum en aðrir. Íslenskar konur voru ekki látnar vita. Nokkrir lýtalæknar hafa neitað landlækni um heilsufarsupplýsingar sem hann óskaði eftir. Hætt var að setja PIP-púða í konur á Íslandi árið 2010 eftir að þeir voru innkallaðir. En afhverju voru konur á Íslandi ekki látnar vita, þær sem voru með þessa púða? „Vegna þess að á þessum tíma lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að þessir púðar væru hættulegri en aðrir púðar," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Embætti landlæknis hefur frá árinu 2007 haft auknar skyldur til að kalla eftir og halda saman skráningu á heilbrigðisupplýsingum. En þrátt fyrir heimild landlæknis til að fá þessar upplýsingar þá hafa sumir læknar verið tregir til að gefa þær. „Það eru dæmi þess að þeir hafa í sumum tilvikum borið því við að þeir hafi trúnað við sína skjólstæðinga og sérstaklega varðar það þá aðgerðir sem eru alfarið utan greiðsluþátttöku," segir Geir en þar undir falla fegrunaraðgerðir á brjóstum. Landlæknir reyndi á síðasta ári að ná þessum gögnum saman. Hversu margir lýtalæknar hafa ekki orðið við beiðni embættisins frá því í fyrra um að skila þessum upplýsingum? „Það voru tólf lýtalæknar sem fengu þessa beiðni. Fjórir komu með gögn sem eru til skoðunar og síðan eru þrír sem sögðu að þeir gætu ekki eða hefðu ekki hug á að leggja inn þessi gögn. Þeir fengu ítrekun en hafa ekki svarað," segir hann. Geir segist ekki geta upplýst, að svo komnu, um hvaða lækna ræðir. Jens Kjartansson lýtalæknir flutti inn PIP-púðana og setti í um fjögurhundruðogfjörutíukonur. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem ætla í mál við hann, og eru þær nú orðnar sextíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Jens einn þeirra lýtalækna sem hefur ekki skilað inn heilbrigðisupplýsingum um umræddar aðgerðir til Landlæknisembættisins. Jens hafnaði viðtali við fréttastofu í dag. Þar sem eftirlit með þessum brjóstaaðgerðum hefur verið lítið sem ekkert, er tryggt að skráningin hafi í raun og veru verið í samræmi við lög og reglur? „Þetta er náttúrulega eitt af þeim álitamálum sem hafa komið upp í sambandi við þessa umræðu og er klárlega eitt af þeim málum sem við munum kíkja á og fylgja eftir," segir Geir.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Sjá meira