Keflvíkingar skutu Stólanna niður á jörðina | Magnús og Valur heitir í Síkinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2012 20:55 Valur Valsson Mynd/Hjalti Vignisson Keflavík fór illa með Tindastól í 14. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í Síkinu í kvöld. Keflavík fór á Krókinn, vann 19 stiga sigur, 91-72 og fylgir Stjörnunni í baráttunni um annað sætið. Tindastóll var búið að vinna 9 af 10 leikjum í öllum keppnum en Stólarnir áttu engin svör á móti frískum Keflvíkingum þar sem þeir Magnús Þór Gunnarsson og Valur Valsson fóru á kostum. Magnús skoraði 25 stig og Valur var með 20 stig en saman voru þeir með tíu þriggja stiga körfur. Bandarísku leikmenn Keflvíkinga, Jarryd Cole og Charles Michael Parker, komust því upp með það að skora aðeins 24 stig saman í kvöld. Friðrik Hreinsson og Maurice Miller voru stigahæstir hjá Tindastól með 15 stig hvor. Keflvíkingar byrjuðu vel og komust í 8-2 eftir aðeins tveggja mínútna leik. Tindastóll jafnaði leikinn strax í 8-8 og náði í kjölfarið frumkvæðinu. Keflavík skoraði fimm síðustu stigin í fyrsta leikhluta og var því með 25-20 forystu eftir hann. Keflvíkingar unnu síðan fyrstu fjórar mínútur annars leikhlutans 14-4 og munurinn var allt í einu orðinn fimmtán stig, 39-24, Keflavík í hag. Magnús Þór Gunnarsson var þarna kominn með 16 stig fyrir Keflavík. Keflavík var síðan með sextán stiga forskot í hálfleik, 50-34, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 25-14. Magnús Þór var með 19 stig og 5 þrista í fyrri hálfleiknum og hinn ungi Valur Valsson skoraði 10 stig. Keflvíkingar skoruðu átta fyrstu stig seinni hálfleiksins, komust í 58-34 og leikurinn var nánast búinn. Magnús og Valur settu báðir niður þrist á þessum kafla og voru því búnir að skora 35 stig saman eða einu stigi meira en Stólarnir. Sigur Keflavíkur var aldrei í hættu eftir þetta en í lokin munaði 19 stigum á liðunum.Tindastóll-Keflavík 72-91 (20-25, 14-25, 8-21, 30-20)Tindastóll: Maurice Miller 15, Friðrik Hreinsson 15/6 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 14/4 fráköst, Curtis Allen 8/6 fráköst/6 stolnir, Loftur Páll Eiríksson 6, Helgi Rafn Viggósson 6/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 5/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 2/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 1.Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 25/10 fráköst, Valur Orri Valsson 20, Jarryd Cole 15/9 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 14/8 fráköst, Charles Michael Parker 9/9 fráköst/5 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 6/4 fráköst, Kristoffer Douse 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira
Keflavík fór illa með Tindastól í 14. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í Síkinu í kvöld. Keflavík fór á Krókinn, vann 19 stiga sigur, 91-72 og fylgir Stjörnunni í baráttunni um annað sætið. Tindastóll var búið að vinna 9 af 10 leikjum í öllum keppnum en Stólarnir áttu engin svör á móti frískum Keflvíkingum þar sem þeir Magnús Þór Gunnarsson og Valur Valsson fóru á kostum. Magnús skoraði 25 stig og Valur var með 20 stig en saman voru þeir með tíu þriggja stiga körfur. Bandarísku leikmenn Keflvíkinga, Jarryd Cole og Charles Michael Parker, komust því upp með það að skora aðeins 24 stig saman í kvöld. Friðrik Hreinsson og Maurice Miller voru stigahæstir hjá Tindastól með 15 stig hvor. Keflvíkingar byrjuðu vel og komust í 8-2 eftir aðeins tveggja mínútna leik. Tindastóll jafnaði leikinn strax í 8-8 og náði í kjölfarið frumkvæðinu. Keflavík skoraði fimm síðustu stigin í fyrsta leikhluta og var því með 25-20 forystu eftir hann. Keflvíkingar unnu síðan fyrstu fjórar mínútur annars leikhlutans 14-4 og munurinn var allt í einu orðinn fimmtán stig, 39-24, Keflavík í hag. Magnús Þór Gunnarsson var þarna kominn með 16 stig fyrir Keflavík. Keflavík var síðan með sextán stiga forskot í hálfleik, 50-34, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 25-14. Magnús Þór var með 19 stig og 5 þrista í fyrri hálfleiknum og hinn ungi Valur Valsson skoraði 10 stig. Keflvíkingar skoruðu átta fyrstu stig seinni hálfleiksins, komust í 58-34 og leikurinn var nánast búinn. Magnús og Valur settu báðir niður þrist á þessum kafla og voru því búnir að skora 35 stig saman eða einu stigi meira en Stólarnir. Sigur Keflavíkur var aldrei í hættu eftir þetta en í lokin munaði 19 stigum á liðunum.Tindastóll-Keflavík 72-91 (20-25, 14-25, 8-21, 30-20)Tindastóll: Maurice Miller 15, Friðrik Hreinsson 15/6 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 14/4 fráköst, Curtis Allen 8/6 fráköst/6 stolnir, Loftur Páll Eiríksson 6, Helgi Rafn Viggósson 6/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 5/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 2/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 1.Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 25/10 fráköst, Valur Orri Valsson 20, Jarryd Cole 15/9 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 14/8 fráköst, Charles Michael Parker 9/9 fráköst/5 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 6/4 fráköst, Kristoffer Douse 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira