Keflvíkingar skutu Stólanna niður á jörðina | Magnús og Valur heitir í Síkinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2012 20:55 Valur Valsson Mynd/Hjalti Vignisson Keflavík fór illa með Tindastól í 14. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í Síkinu í kvöld. Keflavík fór á Krókinn, vann 19 stiga sigur, 91-72 og fylgir Stjörnunni í baráttunni um annað sætið. Tindastóll var búið að vinna 9 af 10 leikjum í öllum keppnum en Stólarnir áttu engin svör á móti frískum Keflvíkingum þar sem þeir Magnús Þór Gunnarsson og Valur Valsson fóru á kostum. Magnús skoraði 25 stig og Valur var með 20 stig en saman voru þeir með tíu þriggja stiga körfur. Bandarísku leikmenn Keflvíkinga, Jarryd Cole og Charles Michael Parker, komust því upp með það að skora aðeins 24 stig saman í kvöld. Friðrik Hreinsson og Maurice Miller voru stigahæstir hjá Tindastól með 15 stig hvor. Keflvíkingar byrjuðu vel og komust í 8-2 eftir aðeins tveggja mínútna leik. Tindastóll jafnaði leikinn strax í 8-8 og náði í kjölfarið frumkvæðinu. Keflavík skoraði fimm síðustu stigin í fyrsta leikhluta og var því með 25-20 forystu eftir hann. Keflvíkingar unnu síðan fyrstu fjórar mínútur annars leikhlutans 14-4 og munurinn var allt í einu orðinn fimmtán stig, 39-24, Keflavík í hag. Magnús Þór Gunnarsson var þarna kominn með 16 stig fyrir Keflavík. Keflavík var síðan með sextán stiga forskot í hálfleik, 50-34, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 25-14. Magnús Þór var með 19 stig og 5 þrista í fyrri hálfleiknum og hinn ungi Valur Valsson skoraði 10 stig. Keflvíkingar skoruðu átta fyrstu stig seinni hálfleiksins, komust í 58-34 og leikurinn var nánast búinn. Magnús og Valur settu báðir niður þrist á þessum kafla og voru því búnir að skora 35 stig saman eða einu stigi meira en Stólarnir. Sigur Keflavíkur var aldrei í hættu eftir þetta en í lokin munaði 19 stigum á liðunum.Tindastóll-Keflavík 72-91 (20-25, 14-25, 8-21, 30-20)Tindastóll: Maurice Miller 15, Friðrik Hreinsson 15/6 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 14/4 fráköst, Curtis Allen 8/6 fráköst/6 stolnir, Loftur Páll Eiríksson 6, Helgi Rafn Viggósson 6/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 5/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 2/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 1.Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 25/10 fráköst, Valur Orri Valsson 20, Jarryd Cole 15/9 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 14/8 fráköst, Charles Michael Parker 9/9 fráköst/5 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 6/4 fráköst, Kristoffer Douse 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Keflavík fór illa með Tindastól í 14. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í Síkinu í kvöld. Keflavík fór á Krókinn, vann 19 stiga sigur, 91-72 og fylgir Stjörnunni í baráttunni um annað sætið. Tindastóll var búið að vinna 9 af 10 leikjum í öllum keppnum en Stólarnir áttu engin svör á móti frískum Keflvíkingum þar sem þeir Magnús Þór Gunnarsson og Valur Valsson fóru á kostum. Magnús skoraði 25 stig og Valur var með 20 stig en saman voru þeir með tíu þriggja stiga körfur. Bandarísku leikmenn Keflvíkinga, Jarryd Cole og Charles Michael Parker, komust því upp með það að skora aðeins 24 stig saman í kvöld. Friðrik Hreinsson og Maurice Miller voru stigahæstir hjá Tindastól með 15 stig hvor. Keflvíkingar byrjuðu vel og komust í 8-2 eftir aðeins tveggja mínútna leik. Tindastóll jafnaði leikinn strax í 8-8 og náði í kjölfarið frumkvæðinu. Keflavík skoraði fimm síðustu stigin í fyrsta leikhluta og var því með 25-20 forystu eftir hann. Keflvíkingar unnu síðan fyrstu fjórar mínútur annars leikhlutans 14-4 og munurinn var allt í einu orðinn fimmtán stig, 39-24, Keflavík í hag. Magnús Þór Gunnarsson var þarna kominn með 16 stig fyrir Keflavík. Keflavík var síðan með sextán stiga forskot í hálfleik, 50-34, eftir að hafa unnið annan leikhlutann 25-14. Magnús Þór var með 19 stig og 5 þrista í fyrri hálfleiknum og hinn ungi Valur Valsson skoraði 10 stig. Keflvíkingar skoruðu átta fyrstu stig seinni hálfleiksins, komust í 58-34 og leikurinn var nánast búinn. Magnús og Valur settu báðir niður þrist á þessum kafla og voru því búnir að skora 35 stig saman eða einu stigi meira en Stólarnir. Sigur Keflavíkur var aldrei í hættu eftir þetta en í lokin munaði 19 stigum á liðunum.Tindastóll-Keflavík 72-91 (20-25, 14-25, 8-21, 30-20)Tindastóll: Maurice Miller 15, Friðrik Hreinsson 15/6 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 14/4 fráköst, Curtis Allen 8/6 fráköst/6 stolnir, Loftur Páll Eiríksson 6, Helgi Rafn Viggósson 6/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 5/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 2/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 1.Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 25/10 fráköst, Valur Orri Valsson 20, Jarryd Cole 15/9 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 14/8 fráköst, Charles Michael Parker 9/9 fráköst/5 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 6/4 fráköst, Kristoffer Douse 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli