Messi á forsíðu Time | Ég gef allt fyrir landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2012 11:30 Lionel Messi á forsíðu Time. Mynd/Time og heimasíða Barcelona. Lionel Messi segir að honum sárni ásakanir um að honum finnist ekki jafn mikilvægt að spila með landsliði Argentínu og félagsliði sínu, Barcelona. Messi er 24 ára gamall en hefur búið í Barcelona síðan hann var tólf ára gamall. Mörgum heima fyrir gremst það en Messi hefur ekki alltaf náð að sýna sínar bestu hliðar í argentínska landsliðsbúningnum. „Já, þetta er sárt og hefur angrað mig," sagði Messi um þessa umræðu í viðtali við Time-tímaritið en hann er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem kemst á forsíðu þessa fræga rits. „Það sem er sagt er einfaldlega ekki satt - að mér finnist ekki jafn mikilvægt að spila fyrir landsliðið." „Það hefur mér aldrei fundist. Ég held að fólk verði að skilja að þetta er liðsíþrótt og ég reyni að spila eins og ég geri í Barcelona. Ég geri alltaf mitt allra besta." „Ég hef aldrei hætt að vera Argentínumaður. Ég er stoltur af því, jafnvel þótt ég eigi ekki lengur heima þar. Ég hef alltaf lagt ríka áherslu á þetta, frá því að ég var ungur." „Barcelona er í dag heimili mitt vegna félagsins og fólksins sem hefur gefið mér allt. En ég mun aldrei hætta að vera Argentínumaður." Hann er einnig spurður um Cristiano Ronaldo, leikmann Real Madrid, en sífellt er verið að bera þá saman í fjölmiðlum um allan heim. Hann segir að það ríkir ekki óvild á milli þeirra. „Það held ég ekki. Ég hef aldrei hugsað sérstaklega mikið við hann og ég hef aldrei borið mig saman við aðra leikmenn." „Ég reyni bara að ná betri árangri á hverju ári, bæði sem leikmaður og sem hluti af liðsheild. Það er ekkert sem breytir því. Ég held að hann [Ronaldo] sé góð persóna. Mér finnst hann góður leikmaður sem hefur fært Real Madrid mikið. Hann getur haft úrslitaáhrif á leiki." „En nei, ég vil ekki bera mig saman við Ronaldo." Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Lionel Messi segir að honum sárni ásakanir um að honum finnist ekki jafn mikilvægt að spila með landsliði Argentínu og félagsliði sínu, Barcelona. Messi er 24 ára gamall en hefur búið í Barcelona síðan hann var tólf ára gamall. Mörgum heima fyrir gremst það en Messi hefur ekki alltaf náð að sýna sínar bestu hliðar í argentínska landsliðsbúningnum. „Já, þetta er sárt og hefur angrað mig," sagði Messi um þessa umræðu í viðtali við Time-tímaritið en hann er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem kemst á forsíðu þessa fræga rits. „Það sem er sagt er einfaldlega ekki satt - að mér finnist ekki jafn mikilvægt að spila fyrir landsliðið." „Það hefur mér aldrei fundist. Ég held að fólk verði að skilja að þetta er liðsíþrótt og ég reyni að spila eins og ég geri í Barcelona. Ég geri alltaf mitt allra besta." „Ég hef aldrei hætt að vera Argentínumaður. Ég er stoltur af því, jafnvel þótt ég eigi ekki lengur heima þar. Ég hef alltaf lagt ríka áherslu á þetta, frá því að ég var ungur." „Barcelona er í dag heimili mitt vegna félagsins og fólksins sem hefur gefið mér allt. En ég mun aldrei hætta að vera Argentínumaður." Hann er einnig spurður um Cristiano Ronaldo, leikmann Real Madrid, en sífellt er verið að bera þá saman í fjölmiðlum um allan heim. Hann segir að það ríkir ekki óvild á milli þeirra. „Það held ég ekki. Ég hef aldrei hugsað sérstaklega mikið við hann og ég hef aldrei borið mig saman við aðra leikmenn." „Ég reyni bara að ná betri árangri á hverju ári, bæði sem leikmaður og sem hluti af liðsheild. Það er ekkert sem breytir því. Ég held að hann [Ronaldo] sé góð persóna. Mér finnst hann góður leikmaður sem hefur fært Real Madrid mikið. Hann getur haft úrslitaáhrif á leiki." „En nei, ég vil ekki bera mig saman við Ronaldo."
Spænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira