Fimmta tap Hauka í röð | Njarðvíkingar unnu lokakaflann 14-2 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2012 20:58 Cameron Echols. Mynd/Valli Njarðvíkingar áttu frábæran lokasprett í tíu stiga sigri sínum á Haukum, 85-75, í leik liðanna í 13. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta sem fram fór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var jafn á flestum tölum en Njarðvíkingar unnu síðustu þrjár mínútur leiksins 14-2. Þetta var annar sigur Njarðvíkurliðsins í röð en Haukarnir eru hinsvegar ekki í alltof góðum málum í öðru fallsæti deildarinnar eftir fimmta tapið í röð. Cameron Echols var með 26 stig og 20 fráköst fyrir Njarðvík og Travis Holmes skoraði 24 stig. Ólafur Helgi Jónsson var síðan með 11 stig. Christopher Smith skoraði 29 stig og tók 19 fráköst hjá Haukum og Hayward Fain var með 17 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Njarðvík komst í 8-2 í upphafi leiks en Haukar voru fljótir að jafna leikinn og komast yfir. Njarðvíkingar áttu góðan endasprett í leikhlutanum og voru fimm stigum yfir, 24-19, við lok hans. Haukarnir skoruðu sex fyrstu stigin í öðrum leikhlutanum og komust yfir í 25-24. Liðin skiptust á að hafa forystuna í framhaldinu og staðan var síðan jöfn í hálfleik, 40-40. Christopher Smith var kominn með 23 stig í hálfleik en 58 prósent stiga liðsins. Njarðvíkingar komust sjö stigum yfir, 51-44, eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik en Haukar unnu sig aftur inn í leikinn og staðan var aftur jöfn, 59-59, við lok þriðja leikhlutans. Haukar voru 73-71 yfir þegar rúmar 3 mínútur voru eftir en Njarðvíkingar skoruðu þá níu stig í röð og náðu sjö stiga forskoti þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum. Njarðvíkingar unnu að lokum tíu stiga sigur eftir að hafa endað leikinn á 14-2 spretti.Haukar-Njarðvík 75-85 (19-24, 21-16, 19-19, 16-26)Haukar: Christopher Smith 29/19 fráköst/6 varin skot, Hayward Fain 17/7 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Barja 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Marel Örn Guðlaugsson 6, Helgi Björn Einarsson 6, Davíð Páll Hermannsson 5, Alik Joseph-Pauline 4/4 fráköst/6 stoðsendingar.Njarðvík: Cameron Echols 26/20 fráköst, Travis Holmes 24/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/3 varin skot, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 6/9 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 5, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Óli Ragnar Alexandersson 1, Páll Kristinsson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Njarðvíkingar áttu frábæran lokasprett í tíu stiga sigri sínum á Haukum, 85-75, í leik liðanna í 13. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta sem fram fór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var jafn á flestum tölum en Njarðvíkingar unnu síðustu þrjár mínútur leiksins 14-2. Þetta var annar sigur Njarðvíkurliðsins í röð en Haukarnir eru hinsvegar ekki í alltof góðum málum í öðru fallsæti deildarinnar eftir fimmta tapið í röð. Cameron Echols var með 26 stig og 20 fráköst fyrir Njarðvík og Travis Holmes skoraði 24 stig. Ólafur Helgi Jónsson var síðan með 11 stig. Christopher Smith skoraði 29 stig og tók 19 fráköst hjá Haukum og Hayward Fain var með 17 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Njarðvík komst í 8-2 í upphafi leiks en Haukar voru fljótir að jafna leikinn og komast yfir. Njarðvíkingar áttu góðan endasprett í leikhlutanum og voru fimm stigum yfir, 24-19, við lok hans. Haukarnir skoruðu sex fyrstu stigin í öðrum leikhlutanum og komust yfir í 25-24. Liðin skiptust á að hafa forystuna í framhaldinu og staðan var síðan jöfn í hálfleik, 40-40. Christopher Smith var kominn með 23 stig í hálfleik en 58 prósent stiga liðsins. Njarðvíkingar komust sjö stigum yfir, 51-44, eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik en Haukar unnu sig aftur inn í leikinn og staðan var aftur jöfn, 59-59, við lok þriðja leikhlutans. Haukar voru 73-71 yfir þegar rúmar 3 mínútur voru eftir en Njarðvíkingar skoruðu þá níu stig í röð og náðu sjö stiga forskoti þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum. Njarðvíkingar unnu að lokum tíu stiga sigur eftir að hafa endað leikinn á 14-2 spretti.Haukar-Njarðvík 75-85 (19-24, 21-16, 19-19, 16-26)Haukar: Christopher Smith 29/19 fráköst/6 varin skot, Hayward Fain 17/7 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Barja 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Marel Örn Guðlaugsson 6, Helgi Björn Einarsson 6, Davíð Páll Hermannsson 5, Alik Joseph-Pauline 4/4 fráköst/6 stoðsendingar.Njarðvík: Cameron Echols 26/20 fráköst, Travis Holmes 24/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/3 varin skot, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 6/9 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 5, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Óli Ragnar Alexandersson 1, Páll Kristinsson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira