Gömul tennisstjarna: Pabbi og mamma eyddu öllum peningunum mínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2012 23:30 Arantxa Sanchez-Vicario fær hér koss frá foreldrum sínum eftir sigur á opna franska meistaramótinu. Mynd/AFP Arantxa Sanchez-Vicario var ein af þekktustu tennisstjörnum heimsins á tíunda áratugnum og vann þá meðal annars fjögur risamót. Hún vann sér þar með inn mikla peninga á ferlinum en það sem hún vissi ekki var að foreldrar hennar eyddu öllum peningunum jafnóðum. Arantxa Sanchez-Vicario var upp á sitt besta á sama tíma og þær Steffi Graf og Monica Seles. Hún vann franska meistaramótið 1989, 1994 og 1998 og varð einnig meistari á opna bandaríska mótinu árinu 1994. Hún sat í efsta sæti á heimslistanum í október 1992. Sanchez-Vicario, sem er fertug í dag, lagði tennisspaðann á hilluna árið 2002 eftir að hafa unnið sér inn yfir 60 milljónir dollara í verðlaunafé eða um 7,3 milljarða íslenskra króna. Þegar betur var að gáð kom í ljós að pabbi og mamma hennar höfðu eytt öllum peningunum og í stað þess að ganga að góðum sjóð inn á banka þá var hún í skuld hjá skattinum. Sanchez-Vicario hefur greint frá þessu í nýrri bók. „Ég vissi ekki betur en að pabbi héldi vel utan um peningana mína og ávaxtaði þá á bestan mögulegan hátt," sagði Arantxa Sanchez-Vicario sem hefur slitið allt samband við foreldra sína. „Ég átti ekkert lengur og skuldaði þess í stað skattinum. Hvernig gat það gerst að allt sem ég vann mér inn var gufað upp?," spyr Sanchez-Vicario í bókinni sinni. Emilio, faðir hennar er nú 75 ára gamall en hann er hjartveikur, með krabbamein og Alzheimer samkvæmt móður hennar Marisu en foreldrarnir vilja annars ekkert tjá sig um ásakanir dóttur sinnar. Tennis Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Arantxa Sanchez-Vicario var ein af þekktustu tennisstjörnum heimsins á tíunda áratugnum og vann þá meðal annars fjögur risamót. Hún vann sér þar með inn mikla peninga á ferlinum en það sem hún vissi ekki var að foreldrar hennar eyddu öllum peningunum jafnóðum. Arantxa Sanchez-Vicario var upp á sitt besta á sama tíma og þær Steffi Graf og Monica Seles. Hún vann franska meistaramótið 1989, 1994 og 1998 og varð einnig meistari á opna bandaríska mótinu árinu 1994. Hún sat í efsta sæti á heimslistanum í október 1992. Sanchez-Vicario, sem er fertug í dag, lagði tennisspaðann á hilluna árið 2002 eftir að hafa unnið sér inn yfir 60 milljónir dollara í verðlaunafé eða um 7,3 milljarða íslenskra króna. Þegar betur var að gáð kom í ljós að pabbi og mamma hennar höfðu eytt öllum peningunum og í stað þess að ganga að góðum sjóð inn á banka þá var hún í skuld hjá skattinum. Sanchez-Vicario hefur greint frá þessu í nýrri bók. „Ég vissi ekki betur en að pabbi héldi vel utan um peningana mína og ávaxtaði þá á bestan mögulegan hátt," sagði Arantxa Sanchez-Vicario sem hefur slitið allt samband við foreldra sína. „Ég átti ekkert lengur og skuldaði þess í stað skattinum. Hvernig gat það gerst að allt sem ég vann mér inn var gufað upp?," spyr Sanchez-Vicario í bókinni sinni. Emilio, faðir hennar er nú 75 ára gamall en hann er hjartveikur, með krabbamein og Alzheimer samkvæmt móður hennar Marisu en foreldrarnir vilja annars ekkert tjá sig um ásakanir dóttur sinnar.
Tennis Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira