Fram vann í kvöld yfirburðasigur á FH í N1-deild kvenna, 35-15, og styrkti þar með stöðu sína á toppnum.
Elísabet Gunnarsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Fram og var markahæst. Sunna Jónsdóttir kom næst með sjö mörk.
Þær Steinunn Snorradóttir, Kristrún Steinþórsdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir skoruðu þrjú mörk hver fyrir FH sem er í næstneðsta sæti deildarinnar með þrjú stig.
Fram er nú á toppnum með átján stig, tveimur meira en Valur sem á leik til góða.

